22.12.2011 | 23:13
Jóladagatal Soffíu - 2 dagar til jóla
Jóladagatal...2
Þá er maður komin í góðan gír. Það góða við að búa í sveitinni er að nú er búið að versla allt, fullur ísskápur af mat, hellingur af pökkum og maður fer ekkert í borgina fyrr en eftir helgi. Og ef eitthvað vantar, þá vantar það!
Í grófum dráttum verður í morgunmat næstu daga Huevos rancheros, Egg benedicts, reyktur lax og sitthvað gott. Nóg verður af afgöngum fyrir síðbúin hádegismat, þannig að á annan í jólum ætla ég að baka flatkökur með hangikjöts afgöngum og afbrigði af Kúbu samloku með hamborgarahryggnum á jóladag.
Jólavínið með hamborgarahryggnum verður það sama og í fyrra, M. Chapoutier, Cotes du rhone, syrah frá Frakklandi. Læt svo vita hvort það verður jafn gott í ár.
Svo það sem ég hlakka mikið til að borða, pizza! Ég keypti grænpipars salami í Ostahúsinu á Skólavörðustíg. Það er svo ótrúlega gott. Ætli það verði ekki bara á morgun.
Þetta er að minnsta kosti einhver hugmynd að því sem koma skal.
Ef þið eruð ekki komin með jólatré þá má redda sér svona...
Þessi færsla verður nú ekki jólalegri að þessu sinni því ég sit ég upp í rúmi og mín bíður stafli af matarblöðum til að blaða í fyrir svefninn.
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.