24.5.2011 | 16:31
Pizza með dijon sinnepi, fetaosti, ólífum og hvítlauk
Það er gaman í sveitinni. Sérstaklega þegar kemur að því að borða með nágrönnunum.
Þá þarf ekki að hafa mörg orð um hvað verður á boðstólnum, heldur töfrum við húsmæðurnar fram hverja stórmáltíðina á fætur annarri, þegjandi og hljóðalaust. Það sem til er í ísskápnum er notað og spunnið út frá því.
Ef þið eigið kjúklingaleggi þá mæli ég með því að þið setjið þá í eldfast fat með döðlum, kapers, ólífum, balsamikediki og hunangi, smá hvítlauk, salti og pipar.
Ef ykkur langar í öðruvísi pizzu þá sló þessi í gegn:
- Pizzabotn, þunnt útflattur
- Ólífur
- Hvítlaukur, skorinn í skífur
- Fetaostur í kryddolíu
- Dijon sinnep
- Salt og pipar
Smyrjið smá sinnepi á pizzabotninn, raðið álegginu á, saltið og piprið. Bakið í ofni þar til botninn er bakaður.
Ég hef sérstaklega gaman að ílöngum pizzum þessa dagana og skera þær í þunnar ræmur og renna þeim niður með rauðvínstári og nágrannaspjalli.
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.