Rauðrófusósa/ídýfa

Rauðrófur eru ótrúlega góðar, lúmskt hráefni. Og þegar þær eru blandaðar saman við sýrðan rjóma þá verða þær svo fallegar á litinn. 

Ég hef áður sagt ykkur frá þessari ídýfu, og svo prófaði ég hana aftur um daginn, og mér finnst hún mjög góð.  Það má leika sér með þessa uppskrift og prófa hana með ýmsu.  Mér finnst hún góð með grilluðu pítubrauði eða bláa Doritos.

Mörgum finnst þetta kannski ekki hljóma vel, en þetta er mjög gott, sósa/ídýfa sem sómir sér vel á hlaðborði.  Ég á eftir að gera hana aftur og prófa jafnvel með fiski eða grænmetisrétti.

 rauðbeðuídýfa

Hún verður svo fallega bleik á litinn. 

Rauðbeðuídýfa

  • 1 rauðbeða
  • 3-4 msk sýrður rjómi
  • 1-2 hvítlauksrif
  • smá salt, eftir smekk

Sjóðið rauðbeðu(r) og afhýðið, eða kaupið þær forsoðnar. Setjið allt í matvinnsluvél og maukið vel.

Setjið í skál og berið fram sem sósu eða ídýfu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband