18.8.2010 | 11:50
Rabarbarasulta með engifer
Þegar kemur að sultugerð þá er það spurning um sykurmagnið, það er yfirleitt talað um 1:1. Ég notaði um 7-800 g en annars er þetta bara smekksatriði.
Rabarbarasulta
- 1 kg rabarbari
- 800 g sykur
- 25 g engifer
- Safi úr 2 sítrónum
Skerið rabarbarann í litla bita. Setjið í skál ásamt safa úr tveim sítrónum og sykrinum. Látið standa yfir nótt (eða í ca 12 klst eða þar til sykurinn er orðinn sýrópskenndur).
Setjið í pott ásamt rifnum engifer og sjóðið í klukkutíma eða þar til þetta er orðið rabarbarasultulegt :)
Mjög einfalt og rosalegt gott með nýbökuðum klöttum eða vöfflum og rjóma.
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.