14.7.2010 | 07:59
Roast beef samloka sem lifir í minningunni
Ég flutti í sveitina, sjónvarpslaus, netlaus en þó ekki matarlaus, því síðan ég bloggaði síðast hefur margt munnvatnið runnið til...ja, ekki til sjávar en út um bæði munnvikin.
Það liggur við að á hverjum degi hef ég sagt "Ég þarf að blogga um þetta" og tekið mynd af dýrðinni. Ég er því komin með fullt af litlum minnismiðum með ýmsum góðum uppskriftum og hugmyndum. Ætli ég byrji ekki bara á að segja ykkur frá dásemdar samlokunni sem ég fékk um daginn.
Þetta er besta Roast beef samloka sem ég hef smakkað, mjög klassísk en það var eitthvað svo smooth við hana, nóg af remúlaði og dúnmjúkt brauðið.
Þetta er líka snilldar samloka í brunchinn fyrir þunna fólkið :)
Roast beef samloka
- Gróft, nýbakað mjúkt rúnstykki (Ég notaði rúnstykkjahorn frá Geira bakaríi í Borgarnesi)
- Roast beef
- Remúlaði
- Steiktur laukur
- Soðið egg, skorið í báta
Öllu gluðað saman á rúnstykkið...
Flóknara var það ekki,mjög klassískt en það sem gerði þessa samloku svona súper góða var að rúnstykkið var svo mjúkt og gott. Og fremur þunnt. Nú verður farið í bakaríið og þessi samloka gerð í hvert sinn sem ég fer í Borgarfjörðinn.
Og svona leit gripurinn út:
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.