Bankabygg og lax

Eru ekki allir, meir og meir,  að spá í hvað þeir láta ofan í sig?  Ég held að það sé ekkert rangt við þennan rétt.  Bygg í salat er svo gott og ekki spillir að bankabyggið er ræktað hér á landi.

Byggsalat

 

  • Bankabygg, soðið skv. leiðbeiningum
  • Ruccola
  • Avocado
  • Tómatar
  • Rauð paprika
  • Salt
Sjóðið bankabygg og leyfið því aðeins að kólna.    Grænmetið og tómatar er skorið í munnbita.  Blandið öllu saman.  Ég mæli með að salta avocadoinn þegar þið eruð búin að skera hann áður en hann fer út í salatið.

Það fæst mjög gott íslenskt ruccola frá Hveratúni í mörgum búðum.  Frú laugar er með frábæra avocadoa þessa dagana.  Svo er bara að nálgast íslenska papriku og tómata.

Ég bar fram lax með þessu salati en mér finnst lax og bankabygg smakkast mjög vel saman.  Laxinn mætti bara salta og pipra og hafa það einfalt. 

 

 


Bloggfærslur 8. mars 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband