13.2.2013 | 18:32
Þurrkaður chili pipar og markaðsetning fyrir börn
Chili piparinn frá Engi er svo góður, hæfilega sterkur. Ég kaupi sjaldan þurrkuð krydd, þessi í stórmörkuðum eru bragðlausari en Fréttablaðið.
Ég tók mig til og þurrkaði nokkra chili pipra og setti þá í mortel og hamraði á þeim þar til þeir voru orðnir að dufti. Það væri eflaust hægt að mala þá í kaffikvörn. Þetta var svo gott krydd að ég er komin með 4 aðra í þurrkun. Ég bjó til Indverskan mat um daginn þar sem ég notaði engin krydd nema ferskan hvítlauk, ferskt engifer og chiliduftið mitt og smá túrmerik. Þetta var ótrúlega bragðgóður og bragðmikill réttur.
Ég fór í Krónuna, um leið og maður gekk inn var búið að setja parísar hoppileik á gólfið og dóttir mín hoppaði eftir tölunum í leiknum þar til hún stoppaði við stóra stæðu af Orkumjólk frá Latabæ. Frábær markaðsetning. Hún ætlaði að taka sér kippu en ég tók fyrir það. Mér er svo illa við svona markaðsetningar fyrir börn og versla ekkert með Latabæ. Innihaldslýsing Orkumjólkur er sú sama og á sykurskertri kókómjólk. Það stendur meira að segja orðrétt að mjólkursykurinn sé klofinn eins og stendur á kókómjólkinni.
Þannig að ég er að velta fyrir mér hvort þetta sé sama mjólkin og frá MS, þótt svo að Vífilfell sé framleiðandi?
Svona þurrkaði ég chilipiparinn
Matur og drykkur | Breytt 17.2.2013 kl. 12:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)