21.5.2012 | 09:44
Rúgbrauð og vorlaukurinn endalausi
Ég er búin að vera að baka í alla í nótt....þannig séð. Ég setti rúgbrauðið í ofninn um 9 leytið í gærkvöldi og tók það út kl 7 í morgun.
En viljiði fyrst sjá hvað vorlaukurinn hefur vaxið mikið á einni viku? Sá til vinstri var jafn lítll og þessi til hægri, og þessi til hægri var orðin jafn stór og sá til vinstri, ég var að klippa af honum til að nota...
Rúgbrauð
- 375 g rúgmjöl
- 125 g heilhveiti
- 2 tsk matarsódi
- 2 tsk salt
- 1/2 l AB mjólk
- 325 ml síróp
Öllu hrært saman. Deigið var fremur blautt. Ég setti það í Ikea pottinn mitt sem er úr steypujárni og glerhúðaður að innan.
Ég var ekki viss um hvort það myndi klessast við pottinn þannig að ég setti smá bökunarpappír inn í pottinn.
Bakaði í ofni við 100°c í 10 klst.
Svo er auðvitað hægt að nota mjólkurfernur eða kökubox.
Brauðið heppnaðist mjög vel og smakkaðist eins og seytt rúgbrauð :)
Ég er ekki mikið fyrir rúgbrauð í morgunmat, en þetta er frábært með léttum hádegis brunch. Mmmmm, rúgbrauð með kæfu og agúrku eða steiktu eggi. Og best af öllu, með plokkfiski.