21.2.2012 | 09:22
Rauðrófusalat
Þið munið kannski, ég var að væflast með rauðrófur og epli hér um daginn. Svo varð úr að ég ákvað að henda saman rauðrófusalati þrátt fyrir að vera ekki sérlega spennt fyrir því. En viti menn, það var ferskt og gott og smellpassar með steiktu buffi. Rauðrófur og epli dansa saman.
Það sem gaf mér hugmyndina að þessu var uppskrift sem ég fékk frá vinkonu sem var m.a með súrum gúrkum og ég mun fylgja þeirri uppskrift nánar síðar. Næst þegar ég fæ súra gúrku þrá.
Rauðrófusalat I
- 3 forsoðnar rauðrófur (hægt að kaupa forsoðnar í búðum)
- 1-2 epli
- 2-3 msk sýrður rjómi
- Smá salt
- Sítrónasafi úr hálfri sítrónu
Skerið rauðrófur og epli í teninga. Setjið í skál og hrærið saman við það sýrðum rjóma, smá salti og sítrónusafa.
Flóknara var það ekki.
Rauðrófusalat II
- 400 g rauðrófur, ekki ferskar
- 150 g súrar gúrkur
- 2 epli (gul-rauð)
- 1 dl rjómi
- 2 msk mæjónes
- Salt og pipar
Svo er það hann Jamie Oliver, fyrst ég átti rauðrófur og alles og þar sem ég er að vinna mig í gegnum bókina hans. Rauðbeður og balsamik edik er ágætis kombó.