jalapeño, vorlaukur, hvítlaukur og tortilla í frystinum

Ekki mikið til og þegar ég er svöng og langar í allt og veit ekkert hvað ég á að fá mér þá endar það oft á því að ég skelli því sem til er á tortillu sem ég á yfirleitt í frysti.  Bráðinn ostur og niðursoðinn jalapeño í dós er hin fullkomna samsetning.

Þegar þú átt...

...tortillu í frysti, taktu hana þá út úr frystinum

tortilla 

...ost, rífðu hann!

ostur

...jalapeño í krukku, skerðu hann smátt

jalapeno

...hvítlauk, saxaðu hann í sneiðar

hvítlaukur

...vorlauk, skerðu hann smátt

vorlaukur

...góð krydd, náðu þér í það sem þér þykir gott, í mínu tilfelli sótti ég mér oregano, salt og grænan pipar.  Úr verður dýrindis réttur sem að þessu sinni lét mér duga sem kvöldmat.

tortillu pizza

 

 


Bloggfærslur 30. maí 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband