Eldað á einni hellu - jólin 2011

Ég er með forláta ofn, svona lítinn sumarbústaðarofn.  Eini gallinn er sá að ef ég kveiki á hellu þá get ég ekki kveikt á ofninum líka eða öfugt og bara haft eina hellu í einu. Þetta stelur allt orku hvort frá öðru. Svo þannig eldaði ég allar jólamáltíðirnar.  Á einni hellu, eða með ofninn á.  Allt til skiptis.  Með góðu skipulagi gekk þetta stórvel og maturinn var betri en nokkru sinni fyrr.

Ég ætlaði að vera búin að tengja nýju gashellurnar mínar, en það er ekki á allt kosið þegar framtaksleysið tekur völdin...

hangikjöt

En það var matreitt tvíreykt hangikjöt frá bónda hér í sveitinni með öllu tilheyrandi og svo var það hamborgarahryggur fyrir tvo á jóladag, bara til að geta gert þessar rosalega góðu samlokur daginn eftir.

hamborgarahryggur

Það sem þarf er gott brauð sem hentar vel í panini grill, ost og Dijon sinnep, já og auðvitað sneiðar af hamborgarahryggnum, skornar eins þunnt eða þykkt og ykkur hentar.  Flóknara þarf það ekki að vera frekar en þið viljið. 

samloka með hamborgarahrygg

Samloka með hamborgarahrygg

  • Hamborgarahryggur
  • Ostur
  • Dijon Sinnep
  • Gott brauð

Skerið brauðið í sneiðar, smyrjið þær með Dijon sinnepi.  Setjið á milli þær sneiðar af hrygg og ostsneiðar.  Ég notaði Gouda brauðost og 3 mm kjötsneiðar.

Ef þið eigið ananassneiðar frá kvöldinu áður þá mætti henda þeim á, eða tómatsneiðum til að ferska þetta upp. Endalausir möguleikar en ég ákvað í þetta sinn að hafa þetta einfalt og það klikkaði ekki.

Einnig mætti nota afgang af hryggnum til að gera Kúbu samloku.

Ég kem með brauðuppskriftina sem ég notaði hér á morgun.  Það tekur næstum sólarhring að gera þetta brauð en það er biðarinnar virði.  Ef þið viljið gott brauð sem líkist Ciabatta þá er héreinföld uppskrift, sem er bara pizzadeig formað í brauð og ekki hnoðað með of miklu hveiti. 

Góða skemmtun á þessum síðasta degi ársins. 

GLEÐILEGT ÁR

...

fireworks

 


Bloggfærslur 31. desember 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband