12.3.2009 | 17:19
Raclette
Svo var komið að Raclette. Eitthvað sem klikkar aldrei ef maður er með Racletteost og gott naut. Klukkan orðin 01.35, réttur númer fimm.
Sheep riding the mechanic bull in the raclette ring
- Raclette ostur
- Nauta fille
- Kinda fille (TERA gott!)
- Kúrbítur
- Rauðlaukur
- Paprika
- Fullt af góðum kryddu, og steikarkryddum
- Góð sósa úr sýrðum með grænum pipar, graslauk eða eitthvað gott.
Einnig er gott að skera kartöflur í tvennt og baka í ofni þar til eldaðar svo að sárið (skurðurinn) er orðinn vel brúnn, jafnvel smá brunninn og bera fram með þessu öllu.
Kúrbítur og rauðlaukur skorinn í skífur, paprikan í stóra bita og kjötið í fremur þunnar sneiðar. Svo grillar hver og einn fyrir sig.
Með þessu kom Chianti Classico, ISOLE E OLENA, 2005. Og ég verð að mæla með Johnny Cash, nokkrum greatest hits með svona rétti, amk Ring of fire, Folsom Prison Blues, Walk the line og Hurt.
Soffía Gísladóttir © www.soffia.net
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 18:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.3.2009 | 10:08
Ofsaltaður hestur
Hrossið, sem ég fékk í Ostabúðinni hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér, en í þetta sinn var það allt of salt. Þrátt fyrir að vera saltfíkill þá hefði ég viljað hafa það mun ósaltara til að kjötið sjálft fengi að njóta sín betur.
Borið fram með Faustino I, 1996. Tera vín! Island in the stream með Kenny og Dolly er must með þessum rétt.
Soffía Gísladóttir © www.soffia.net