Ekkert til, en samt nóg til

Kannist þið ekki við það að fara inn í eldhús til að búa til kvöldmat og það er ekkert til.  Lendi oft í þessu en í staðin fyrir að fara út í búð þá challenge-um við hvort annað og búum til sitthvorn réttinn. 

Í kvöld var það fyrst ég og hann smakkaðist TERA vel og nú er hann að byrja á sínum rétt með hausinn inn í ísskáp að sagði.  "Það er rosa challenge í gangi" 

Sé hann taka jagemeister flösku úr frystinum, en vona að hann ætli bara að drekka það núna en ekki marinera humar í því eða eitthvað. 

Nei, hann er búin að fá sér jagemeister í kokteilglas, verð bara að fara að taka mynd af þessu...augnablik. 

 www.soffia.net

  Soffía  Gísladóttir © www.soffia.net

 

Rétturinn sem ég gerði var 

Túnfisks cannelone með djúpsteiktu hamborgarabrauði

  • Túnfiskur í dós
  • Laukur
  • Kúrbítur
  • Hvítlaukur
  • Hakkaðir tómatar úr dós
  • Heitt pizzakrydd (mjög heitt hjá mér þessa dagana, fer svo TERA vel með öllu)
  • Salt og pipar
  • Smjör 
  • Hvítvín
  • Lasagna plata eða cannelone rör)

Mallið lauk, kúrbít og hvítlauk, allt smátt skorið,  á pönnu í smjöri.  Bætið við túnfisks og svo tómötum í dós.  Svo setti ég smá hvítvín og aðeins meira smjör.  Mallimall. 

Setti lasagna plötu  í sjóðandi vatn svo hún mýktist.  Hún kólnaði aðeins og þá setti ég túnfisksfyllingunaá plötuna og rúllaði upp. 

Setti smá af sósunni í eldfast mót og rúllurnar ofan (svo þær festist ekki við botninn).  Og svo smá af hökkuðu tómötunum ofan á ásamt parmagiano.

Inn í ofn í 5 mín eða svo.

Á meðan cannelone-ið var í ofninum skar ég tvær sneiðar af Höfðingja, velti honum upp úr þeyttu eggi og brauðraspi, sem var hamborgarabrauð sem ég fann inn í frysti og rifinn parmagiano.  Djúpsteikti þetta og bar fram með cannelone-nu.

 

Og í anda þess að það sé ekkert til þá mæli ég með að bera fram Solaz rauðvín úr kassa og lagið Fuzzy með Grant Lee Buffalo, flott lag sem vinur minn benti mér á fyrir stuttu og hljómar TERA vel. 

 

www.soffia.nte

 Soffía  Gísladóttir © www.soffia.net

 

Seinni rétturinn var í anda spænskrar ommelettu með kúrbít, lauk og soðinni kartöflu.  Muy bien!

 

 


Allar uppskriftirnar so far

Þarf svo við tækifæri að koma upp einhverju skipulagi á þessar uppskriftir sem ég hef sett hér inn. 

  1. HumarHallar (A la afmælis)
  2. SKARFUR  
  3. Let the game begin (rjúpusúpa)
  4. Pepp  (Steikt egg, ostur, pepperone)
  5. Austurlandahraðlestin (lambakjöt í pítu)
  6. Fiskurinn í sjónum (Ofnbakaður a la Halli)
  7. Tagliatelle og önd
  8. Pizza með kotasælu
  9. kúreka bbq sósa
  10. Harðfiskur með hvítlaukssmjöri
  11. Beikon og egg (með hrísgrjónum ofl.)
  12. Fullorðinsbollur (bolludags)
  13. Pizza með bönunum og camembert
  14. Tandoorikjúklingavængir
  15. Matchbox jeppi
  16. Djúpsteiktar pulsur
  17. Sætar fermingafranskar (Sweet bar mitzvah)
  18. Patchos sósa
  19. Inspired (kjúkl. vængir með hýðishrísgrjónum)
  20. Appelsínukókóssósa
  21. Linsubaunasósa
  22. Hot House fajitas
  23. Grindexican
  24. Geðsjúk köld sósa (thai, sýrður og ofnbakaður hvítlaukur)
  25. Karrrrtöflur
  26. Melt in your-mouth Súkkulaðikaka
  27. Kúrbíts súkkulaðikaka
  28. Semi-Belgískar sódavatns vöfflur
  29. Grænmetis Tagliatelli
  30. va va va vino
  31. Gráðosta-Jalapeno sósa
  32. Chile con carne
  33. LAX Í SKÁL
  34. Lax (grillaður)
  35. Spínat salat með rauðlauk og beikoni
  36. Hvítlaukssteiktar rækjur með hrísgrjónum soðnum í kókósmjólk
  37. Fallegasta samloka í heimi
  38. Lime Jalapeño aioli
  39. Kleinuhringir úr pizzadeigi
  40. Svartar baunir og kjúklingabaunir dip
  41. Humar á jóladag með rjómaostasósu
  42. Humarsúpa á annan í jólum
  43. Laxamauk borið fram í harðsoðnu eggi.
  44. Laxa-eggja salat
  45. Lax með rjómaosti og rauðlauk og kapers
  46. Lambafille með avacadomauki
  47. Lambakjöt með Red Curry
  48. Kjúklinga cannelone
  49. Saltfiskur með súkkíní og fleiru góðu
  50. Rækjutapas
  51. Kjúklingasúpa með núðlum
  52. Appelsínurjómasósa
  53. Hrísgrjón soðin í kókósmjólk
  54. Besta kombó í heimi,tapas rauðlauk pulsa ost ofl
  55. Fransbrauð með púðursykri
  56. Eggjatapas
  57. Ólífuolíukakódressing
  58. Kabab masala wannabe bollur
  59. Tikka Masala.
  60. Tvö tonn af osti... tetilla ostasamlokan
  61. Kartöflu-túnfisks-ítalskt salat
  62. Tagliatelle Bolognese eins og ég geri
  63. Kartaflan í örbylgjuofninum
  64. Bruchetta (Basic uppskrift)
  65. Kartöflumós
  66. Hunangssmjör
  67. Súper góð snitta með smurost og ólífum
  68. Papadams forréttur
  69. Tortilla og Krabbasalat
  70. Krabbasalat
  71. Fancy Patatas Bravas
  72. PATATAS BRAVAS
  73. Treo(Hráskinka-aspas-parmaostur)
  74. Tagliatelli Parma
  75. G&T -  ekki fyrir stelpur
  76. Ansjósur barþjónsins
  77. Svartbaunasúpa
  78. Skinkurúlla
  79. Spínatpönnukökur (Gestgjafinn)
  80. Tinto de verano
  81. Húrrandi holl grænmetissúpa
  82. Tortilla de español
  83. Letingjabrauð
  84. Minn Hummus
  85. Papriku og chile sósa
  86. Lambið sem fór til Arabíu
  87. Mango Tango ( Mango curry kjúklingur með hörpudisk)
  88. Avacado mauk
  89. Manchego ostur
  90. Salat með Manchego og hunangsdressingu.
  91. Hunangsdressing
  92. Focaccia samloka með nautahakki
  93. Kúrbíts-gulrótarbrauð
  94. Hvítlauks-salatdressing
  95. Lahmacun
  96. Crêpes
  97. Sinnepssósa
  98. Sinneps kræklingur
  99. Taí  kræklingur
  100. klettasalatspestókartöflusalat
  101. Verkamannaútgáfa af Paralyzer
  102. Humar og Avacado - match made in heaven
  103. Kúrbítsblóm (Zukkini flowers)
  104. Egyptian Walking Onions
  105. Rauðbeðsídýfa
  106. Belgbaunir með hnetum og hvítlauk
  107. Pizza Pizza. Nokkur ráð
  108. Ógeðslega einfalt (Rjómaostur og sweet and sour tai sósu)
  109. Gulrótar og appelsínu súpa
  110. Gallo Pinto
  111. Dürum
  112. Semi Raita
  113. Chile Olía
  114. DAHL úr rauðum linsum borið fram með Roti, Raita og Mango chutney
www.soffia.net

Humar og koníak er alveg TERA gott saman

Um kl 23.00 var komið að þriðja réttinum.  Það var humar með rjómasósu.  Humar og koníak er match made in heaven, þannig að setjið koniaksslurk út í sósuna ef þið eigið.

Er að hlusta á soundtrack frá Twin Peaks, held það færi mjög vel með þessum rétti ásamt Vicar´s choice chardonnay.

HumarHallar

  • Humarhalar
  • Paprika, mjög fínt skorin
  • pressaður hvítlaukur
  • Rjómaostur
  • Rjómi
  • Hvítvín
  • Koníak
  • Smjör
  • Salt
  • Pipar
  • Heitt Pizzakrydd

 

Takið humarinn hálfan upp úr skelinni með að skera ofan á skelina og lyfta humrinum ögn upp.  Steikið bara örstutt á pönnu upp úr smjöri og hvítlauk.  Leggið til hliðar.  Þá er komið smá humarfílingur á pönnuna.

Mallið á pönnunni án þess að þrífa hana hvítlauk og papriku,  bætið smá smjöri við, rjómaosti og svo rjóma og hvítvíni. Látið malla, setjið svo smá koníak.  Ég kryddaði með salti og pipar og smá af heitu pizzakryddi frá Pottagöldrum (TERA krydd).

Setjið humarinn aftur á pönnuna í 1 mín eða svo til að fá smá hita í hann og blanda honum við sósuna, bara passa sig að ofsteikja hann ekki.

Geymið svo skeljarnar  og gerið úr þeim humarsúpu.  

 www.soffia.net

  Soffía  Gísladóttir © www.soffia.net


Bloggfærslur 11. mars 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband