7.2.2009 | 23:23
Foodwaves í beinni
Ef J Cash er ekki mest töff í heimi, fyrir utan kærastann þá hvað? Nema hvað, vorum að ljúka við rétt númer 2, framreiddur af kærastanum. Þvílík snilld. Það er einmitt þetta sem foodwaves "is all about".... Hráefnið og hugmyndaflug, ekkert flókið en samt cool.
Sætar fermingafranskar (Sweet bar mitzvah)
- Kartafla
- Sæt kartafla
- Brauðostur
- Vorlaukur
- Salt
Kartöflur skornar í fína strimla, svona svipað og potato sticks í dósunum, aðeins þykkari. Djúpsteikt. Borið fram með vorlauk og heimalagaðri kokteilsósu.
Fyrir ykkur sem vita hvað patchos eru frá kelly O! þá er þetta málið, og svo er bara að henda í sinnepssósu með! Sem gæti hljómað svona:
Patchos sósa
- Sýrður og eða mæjó
- Sætt sinnep
- Salt og pipar
- Maple sýróp
Svo er eitthvað "leynikrydd" sem ég man ekki alveg hvað er...svona eins og dill eða eitthvað þannig...en samt ekki dill!
Og hér er svo mynd af snilldinni.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 23:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.2.2009 | 22:35
Foodwaves í beinni
Fórum í bleika svínið að kaupa klósettpappír osfv... Ég vil minna ef þið eruð enn að spyrja ykkur, hvað er foodwaves þá má lesa um það hér, og já it´s the next big wave.
Fyrsti rétturinn heitir Inspired. Framreiddur af mér kl 21.20
- Hýðishrísgrjón, soðin.
- Sýrður rjómi
- Grænt epli
- Heslihnetur
- Vorlaukur
- Salt
Kælið grjónin smá og blandið svo saman við smá sýrðum, söxuðum hnetum, vorlauk, smátt skornum eplum og blandið vel saman með gafli
Og ástæðan fyrir heslihnetunum er sú að ég á svona granola musli poka og týndi þær úr honum. Ekki gleyma vorlauk, gerir kraftaverk. Rauðlaukur rokkar, vorlaukur er galdur.
- Kjúklingavængir
- Salt
- Pipar
- Ólífuolía
- Hvítlaukur
Setti kjúklingavængi í ofninn með olíu, salti pipar og hvítlauk, skar nokkur rif tilhelminga. Fyrir þennan rétt tók ég svo út einn vænginn, reif hann niður. Í olíu á pönnu hitaði ég hvítlauk og engifer, bæði rifið og fínt skorinn vorlauk. Bætti út í kjúkling í smá stund. (Auðvitað hefði verið hægt að setja engifer og hvítlauk yfir kjúkling inn í ofninum nema hér er ekkert fyrirfram planað)
Bar þetta fram í kokteilglasi, hrísgrjónasullið í botninn svo rifin kjúkling og skreytt með ferskum vorlauk.
Nú er kærastinn í eldhúsinu, maður má nú ekki kíkja á hvað hann er að gera, you know, en ilmar mjög exotic! Ætla að setja J. Cash á fóninn og svo styttist í næsta rétt, blogga um það á eftir!
Walk the line!
Sx
Hér er ég að vera töff á íbúðarhótelinu í Madrid!
Matur og drykkur | Breytt 9.2.2009 kl. 00:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)