Osborne

Prófaði nýjan rauðvínskút, Solaz, Tempranillo - Cab Sauv, frá Spáni, 2006.  Skál, barasta fínt vín. 

En eins og sumir sem ég þekki og vilja prófa eitthvað nýtt  "No, if anyone orders Merlot, I'm leaving. I am NOT drinking any fucking Merlot!"  þá er þetta líka til í Merlot - tempranillo.

Myndin mín hér að neðan er ekki ólík því sem sést á vínkútnum, en þið sem hafið keyrt um Spán hafið eflaust orðið vör við þetta naut, en það er mikil saga á bak við það og skemmtileg.  Það má lesa allt um það á þessari slóð www.osborne.es  

Sxx

 

IMG

 Soffía  Gísladóttir © www.soffia.net


Oh, baby baby

How was I supposed to know?  Ég alveg datt í lukkupottinn áðan.  Nema hvað, þegar ég  þurfti að þjóta áðan þá var það vel þess virði, haldið þið ekki að ég hafi fengið.....

Og útúrdúr. Var að hlusta á gamlan disk með Britney Spears.  Gimme gimme og You wanna piece of me kemur mér alltaf í stuð. Þá vitið þið það.  Ég fíla Brit.  Var reyndar að skipta yfir í gamlan disk með Ash.  Sem bara fær mann til að tæma flöskuna. 

Nema já, ég fékk...

....Matchbox jeppa  ...búnað dreyma um það svo lengi

  • Nautahakk
  • Chile, sterkur
  • Hvítlaukur
  • Pipar
  • Salt
  • kúrbítur, fínt skorinn, galdur í matargerð!  Kúrbítur klikkarekki!!
  • Smáskornir sveppir

Allt steikt á pönnu.

Sósa

Klassísk sinnepssósa sem ég hef svo oft bloggað um

Brauðostur, kemur sífellt sterkari inn, maður þarf ekkert alltaf að vera að fjárfesta í rándýrum mossarellaosti, ekki það að þessi brauðostur sé ekki nógu dýr.

Tortilla kökur, skornar með ofur hringskera pro 2000 áhaldinu.  Hakk og ostur ásamt sósu á milli og inn í snilldar paninigrillið, sem ætti að vera til á hverju heimili. 

Þannig að kærastinn kom með frábæra útgáfu af rétti sem ég hef bloggað um áður en á algjörlega sinn hátt og svo vel gert, úr því sem er til var á heimilinu!!  Life is good!

ok, ég er alveg að klúðra myndatökunum...en bara verður að fá að fylgja með hversu awesome matchbox jeppinn leit út.

IMG

 

Sxxxsleeeeeeeeeeeef


Bloggfærslur 10. febrúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband