Veistu ekki hvað á að vera í matinn í kvöld?

Langar þér í eitthvað einfalt, hollt og gott?  Hvað með kjúklinga pítu með grískri stemmningu.  Eða ef þú nennir að henda í falafel, þá fer það vel með í stað kjúklingsins.

Svona gerum við  til að hafa þetta einfalt.

  • Tortilla (burritos) kökur (þessar stærstu frá Casa fiesta finnst mér bestar, eru aðeins þynnri en minni stærðin held ég)
  • Fetaostur í kryddolíu
  • Grænmeti, smátt skorið
  • Kjúklingur ( eða falafel)
  • Ab jógúrt sósa.

 

Byrjum á sóunni

  • Ab mjólk
  • Rauðlaukur
  • 1 hvítlauksrif
  • Salt, pipar og e.t.v smá garam masala eða annað gott krydd 

Skerið laukinn fremur smátt, blandið öllu við ab mjólkina og geymið inn í ísskáp.

Svo er þetta ekki flóknara en svo:

  1. Hitið tortilla/burritos kökurnar í ofni.  Setjið þær í álpappír og inn i ofn á ca 200¨ í 10 - 15 mín, eða þar til þær eru heitar.
  2. Skerið niður grænmeti, tómata, agúrku, papriku, iceberg eða annað salat....eða  það grænmeti sem ykkur finnst gott .  Ólífur ganga vel með ef ykkur finnst þær góðar.
  3. Skerið kjúklingabringu(r) í munnbita.  Kryddið með t.d karry de lux eða turmeric og cumin eða einhverju góðu kryddi.  Steikið  á pönnu.

Setjið kjúkling og grænmeti í  tortilla köku, sullið á smá jógúrtsósu og fetaost. Voilá!

Ég nota tortilla kökurnar, finnst þær mjög góðar, amk betri en sum keypt pítubrauðin.  en ef þið lumið á góðum pítubrauðum þá er um að gera að nota þau.

Svo ef þið hafið EEEEKKERT betra að gera þá má alltaf henda í roti kökur í stað tortilla eða pítu brauðs.

 www.soffia.net

Ef þið viljið eyða aðeins meira púðri í þetta þá mæli ég með falafel í stað kjúklingsins.  Það er ekki mikið mál að gera falafel.  En bollurnar vilja stundum vera svoldið lausar í sér þannig að það þarf að taka varlega á þeim.

 

Falafel

  • 1 dós kjúklingabaunir
  • Hálfur laukur, smátt skorinn
  • 3-4 hvítlauksrif (eða eftir smekk)
  • 2 msk hveiti
  • 1/2 - 1 tsk cumin
  • 1-2 - 1 tsk túrmeric
  • Chili pipar, smátt skorinn, magn fer eftir styrkleika piparsins
  • Fersk kóríander, smátt skorið, 2-3  msk.
  • Salt
  • Pipar
  • 1 msk matarolía
  • Olía til steikingar

Sigtið vatnið frá kjúklingabaununum.  Maukið allt í matvinnsluvél.  Mótið litlar bollur, stærðin skiptir ekki öllu en reynið að hafa þær allar svipaðar af stærð.  Mínar eru ca 3-4 sm í þvermál.  Steikið í slatta af olíu.  (Má líka djúpsteikja).  Leggið þær á eldhúspappír sem sígur í sig eitthvað af steikarolíunni

Það er í góðu lagi að sleppa kóríander ef þið eigið það ekki og chili piparnum.  Grunnurinn hér eru kjúklingabaunirnar og svo má leika sér með kryddin.

www.soffia.net

 www.soffia.net

 

 

 

 


Bloggfærslur 29. október 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband