Færsluflokkur: Matur og drykkur
Gaman að segja frá því og talandi um kjötbollur. Eftir að ég skrifaði þessa færslu fór ég að elda kvöldmat og endaði á að gera bestu kjötbollur sem ég hef gert! Hvorki meira né minna og það er fyndið því þessi færsla fjallar um góðar kjötbollur. Og til að hafa þessa færslu ekki of langa þá kem ég með uppskriftina af kjötbollum kvöldsins á morgun sem er næstum því hinar fullkomnu kjötbollur.
Og þá hefst lesturinn:
Það gerir gæfumun að hægelda tómata, setja þá í ofninn á lágan hita í nokkra klukkutíma.
Það er rosalega gott með kjötbollum. Ég er alltaf að leita að hinum fullkomnu ítölsku kjötbollum. Ég hef ekki enn fundið þær og enn hefur mér ekki tekist að búa þær til sjálf.
Ég datt niður á rosalega heimilislegan ítalskan stað í New York, þetta var eins og að vera komin í eldhúsið hjá ama de la casa, ítölsku ömmu gömlu. Maður labbaði inn langan gang þar til maður kom inn í eldhús með nokkrum stólum og borðum. Þar fékk ég mjög góðar bollur og þær voru svo mjúkar, mér finnst mínar oft verða eitthvað svo steiktar...
Og þetta var svona kjötbollur í sub, lungamjúku brauði.
Ég bjó til kjötbollur fyrir 5 rétta matarboðið, þær voru góðar, en ekki fullkomnar. Ég held að eldunartími sé stórt atriði í að fá þær mjúkar og góðar. Eins hef ég heyrt að gott sé að blanda saman kjöti, ég prófaði það, var með svínahakk, kálfalundir og nautahakk. Svo er málið að vera með góða fitu prósentu, gott krydd og bindiefni svo þær verði ekki lausar í sér.
Gamla góða uppskriftin með ritz kexi og púrrulaukssúpu er klassík, en ekki alveg þessi hefðbundna ítalska eins og ég er að leita að.
Hér er uppskriftin eins og gerði fyrir boðið góða. Ég held að málið sé að steikja þær ekki um of heldur leyfa þeim að eldast í tómatsósunni.
Ítalskar kjötbollur með hægelduðum kirsuberjatómötum og baguette með hvítlauksmauki
- 150 g svínahakk
- 100 g kálfalundir
- 150 g nautahakk
- 1 egg + extra eggjarauða
- 1 dl rifinn parmasnostur
- 1/2 dl steinselja
- Salt
- Pipar
- 1 dl brauðrasp (bleytið aðeins í því)
- Hvítlaukur
Hakkið kjötið og blandið öllu vel saman í skál, mótið úr þessu bollur, aðeins minni en golfkúlur. Létt steikið þær við vægan hita upp úr olíu. Klárið að elda þær í tómatsósunni...
...sem gæti hljóðað svona...
- Tómatar í dós
- hvítlaukur
- Agave sýróp
- Balsamic edik
Allt látið malla.
Hægeldaðir tómatar
- Tómatar (ég notaði kirsuberjatómata)
- Salt
- Pipar
- Hvítlaukur
- Ólífuolía
Skerið tómatana til helminga, raðið þeim á bökunarplötu á bökunarpappír. Dreypið yfir ólífuolíu, saltið og piprið. Skellið nokkrum hvítlaukum með í ofninn, án þess að taka þá úr hýðinu.
Eldið í 120°heitum ofni í 3 klst.
Hvítlaukinn tók ég síðan úr hýðinu og maukaði og smurði það á baguette.
Svo þegar þið eruð búin að elda tómatana þá mætti bræða saman í potti ólífuolíu og sykur og pensla tómatana með því.
Sykurgljái
- 1 msk sykur
- 4 msk ólífuolía
- krydd, t.d 4 msk ferskt oregano
Bræðið sykur í ólífuolíu í potti, bætið við kryddi. Penslið tómata með blöndunni.
18.4.2011 | 16:18
Alinea, svakalega flott matreiðslubók
Ég keypti matreiðslubók út í NY, rosalega flott, algjört listaverk og heitir Alinea, Alinea er veitingastaður í Chicago sem er með 3 michelin stjörnur og kokkurinn þar er þekktur fyrir svokallaða molecular gastronomy
Matreiðslan er ofur metnaðarfull og ég hlakka til að takast á við uppskriftirnar í henni. En fyrst þarf ég að finna út hvað xanthan gum er og hvernig maður notar fljótandi nitrogen.
Inn á milli eru uppskriftir sem ég ætti að ráða við og svo er þetta frábær bók til að fá hugmyndir af skemmtilegum samsetningum og hráefnanotkun og síðast en ekki síst presentation, en útfærslunar á sumum réttum eru vægast sagt magnaðar.
Ég hef fundið nokkrar síður á netinu þar sem fólk hefur eldað allar uppskriftirnar í bókinni og bloggað um það. Ég sé mig nú ekki vera að fara að gera neitt slíkt, en ég mun að sjálfsögðu blogga um það sem ég mun prófa.
Til dæmis þessi gaur, hann er með skemmtilega síðu sem þið getið skoðað hér.
Og að lokum er hér myndband á youtube um veitingastaðinn. Margir myndu eflaust fussa yfir tilgerðinni, en ég hef svo gaman að þessu.
15.4.2011 | 16:01
Föstudagsfjör
Þá er komið að föstudagsfjörinu.
FÖSTUDAGSFJÖR
Uppskrift vikunnar: Ætli það sé ekki bara mánudagsdrykkurinn okkar, sem verður þá að föstudags eða laugardagsdrykki.. GINGER MOJITO
Vefsíðan: Hér er leitarvél sem sérhæfir sig í matarbloggum: foodblogsearch.com
Vínið: Cuvelier Los Andes, fæst reyndar ekki hér heima en mæli með því ef þið eruð á ferðinni, en hér heima mæli ég með Columbia Crest Grand Estates, Merlot frá Bandaríkjunum.
Random uppskrift frá matarblogginu mínu: Þessir er nú ekki valin hjá mér alveg af handahófi en ég er að fara að borða svona í kvöld hjá góðu fólki sem komu mér upp á bragðið. Og nú er það árlegur viðburður hjá okkur að fara í mat til þeirra í sveitakæfu. Hættulega gott..
Tónlist: Krakkarnir í Vicky koma manni í rokkara gírinn fyrir kvöldið, skellið í ykkur einum þreföldum af Ginger Mojito á meðan þið hlustið á Blizzard með Vicky.
Ljósmynd vikunnar: Það var ekki leiðinlegt að fara til New York, draumastaður þeirra sem hafa gaman að því að borða, það get ég sagt ykkur. Maður dó ekki úr hungri. Við náðum í vorið í enda ferðarinnar, það var dásamlegt.
11.4.2011 | 17:04
Mánudagur? Romm með engifer og myntu
Er mánudagur í þér? Þá mæli ég með þessum, hann hristir vel í manni og er frábær mánudagsdrykkur, sérstaklega í þessu óvorlega veðurfari. Hann er stútfullur af engifer sem er víst svo hollt, ekki er það nú verra.
Það kannast flestir við Mojito, en hér er hann spæsaður upp með engifer og nóg af því. Það er rosalega gott. Og fyrir þá sem vilja sleppa áfengi þá er það líka hægt, setið þá bara meir af sódavatni...
Mojito með engifer (fyrir 1)
- 1-2 stilkar fersk mynta
- 2 cm af fínt rifinni ferskri engiferrót
- 1 tsk sykur
- 1 hluti af sódavatni
- 1 hluti ferskur lime safi
- 2 hlutar ljóst romm
Merjið myntuna, sykurinn og engifer saman í morteli eða í glasi með skeið ef þið eigið ekki mortel. Blandið saman vökva og bætið myntu-engifers pestóinu við og hrærið vel saman. (1 hluti getur verið t.d ca 1 skotglas)
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 17:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.4.2011 | 12:46
Chilpotle in adobo sauce dósin vígð!
Ég næ að skrifa þessa færslu á meðan dóttirin leikur sér með kúrekastígvélin mín og frostpinna...eða ekki, frostpinninn er komin ofan í stígvélin..brb
Fyrsti rétturinn sem var eldaður var með chilpotle-inu var mjög beisik.
Baunastappa með Chilpotle in adobo sauce
- Mixed beans frá biona organic (fæst víða)
- 2 tsk sósan frá Chilpotle in adobo sauce dósinni
- 1 hvítlauksrif
Tortillur úr maís hveiti
- Maíshveiti
- vatn
- salt
Gerið deig, mótið úr því litlar kúlur, fletjið kúlurnar út með því að setja þær á milli tveggja smjörpappírsblaða og þrýsta ofan á þær með t.d litlu skurðbretti.
Tómatsalsa
- Tómatar
- Maís úr dós
- Ananas úr dós
- Salt
- Pipar
Maukið allt saman í matvinnsluvél, frekar gróft samt. Hlutföllin hér eru ekki svo nákvæm, ég notaði 2 tómata, eina ananas sneið og 3 msk maísbaunir, smá salt og pipar.
Ég hef ekki séð chilpotle in adobo sauce hér heima, en þetta er í svo mörgum uppskriftum sem ég hef verið að lesa og mig hefur langað að smakka hana, en ég er mikið fyrir chile af öllum stærðum og gerðum.
Ég keypti þrjár dósir (þetta er í niðursuðudósum) og nú er að finna eitthvað af þessum uppskriftum. Ein sem ég man eftir í fljótu bragði er að gera kalda sósu með mæjónesi.
Það er víst hægt að búa til svona frá skrats, hef ekki prófað það en það má gúggla Chilpotle Adobo sauce Recipes.
Ég fann þessa linka sem ég ætla að kíkja betur á:
http://www.inspiredtaste.net/3506/agave-salmon-burgers-with-chipotle-mayonnaise
http://www.bigoven.com/recipe/15956/adobo-sauce
http://patismexicantable.com/2011/02/chipotle-chiles-in-adobo-sauce.html
http://www.grouprecipes.com/108319/chipotles-en-adobo-chipotles-chili-in-adobo-sauce.html
http://www.cheftalk.com/forum/thread/31924/wanted-adobo-sauce-recipe
Og víkjum okkur að listum. Vinkona mín, Rakel Mcmahon, er með skemmtilegan gjörning á Sequence hátíðinni, hann er að Grandagörðum 16 og í dag er síðasti sýningardagur. Mæli með því að kíkja þangað í sunnudagsbíltúrnum, þar eru líka fleiri ungir og hæfileikaríkir listamenn að sýna.
9.4.2011 | 19:29
Étið í New York... og sushi með hýðishrísgrjónum, mæli með þvi!
Það hefur verið fátt um færslur síðustu daga þar sem ég fór í reisu til New York.
central park
Á to do listanum mínum var meðal annars:
- Borða kúbu samloku
- Kaupa local vín
- Fá mér New York slice
- Kaupa Chilpotle í Adobo sósu sem ég hef ekki fundið hér heima
- Kaupa maís hveiti til að gera mexikóskar tortillas (ekki maís mjöl sko)
- Fá mér sushi
- Fara á indverskan stað
- Kaupa skemmtileg krydd
- Versla skemmtilegar matreiðslubækur, var með nokkrar vel valdar í huga
- Rölta um og njóta mannlífsins
- Skemmta mér með dóttur minni og manni á barnvænum vettvangi
- Eyða tíma með góðri vinkonu sem var svo vinarleg að taka á móti okkur og fá mér rauðvín með henni.
Eitt af því sem ég gerði ekki á þessum lista var að fara á Indverskan, en við fórum á stað frá Sri Lanka í staðin...
Þetta er svona sirka það sem var á listanum....minna um það að fara að skoða styttur og söfn, það verður bara að vera næst. Það er ómögulegt að sjá allt sem manni langar í einni stuttri ferð, en New Yok hefur upp á svo óendanlega margt að bjóða...ÓENDANLEGA margt.
Fyrsta máltíðin í NY var sushi, gert úr hýðishrísgrjónum, ég mæli eindregið með að þið prófið það!
Súper dúper hollt Sushi...
8.4.2011 | 13:27
Nýr liður í blogginu - Föstudagsfjör
Föstudagsfjör
Uppskrift vikunnar: Hafragrautskex
Vín: Baron de lay
Tónlist: Ain´t no grave með Johnny Cash
Skemmtileg vefsíða (tengd mat og drykk sem ég hef dottið niður á vikunni):http://foodgawker.com/ Síða sem leggur mikið upp úr fallegum myndum af mat....og uppskrift fylgir hverri mynd.
Random uppskrift frá matarblogginu mínu: Steikarsamloka. Já, þessi er ekki af verri endanum, frábær föstudagsmatur með ííísköldum og svalandi ölsopa eða flauelsmjúku Merlot...
Ljósmynd vikunnar: Eyddi helgi fyrir stuttu í sumarbústaði í Borgarfirði, fór í göngutúr í góðu en köldu veðri. Það var mikil ofankoma og óð maður snjóinn sumstaðar upp að hné.
Góða helgi!
Soffia.net
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 17:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.4.2011 | 21:43
Gúgglaðu það!
Ég var að taka eftir nýju apparati í Google, uppskriftarleitar-hjálpartæki : RECIPES
Þegar þú slærð inn leitarorðið þitt þá birtist gluggi til hliðar þar sem þú getur einangrað leitina enn frekar eftir hráefnum ofl.
Þið getið smellt á myndina til að sjá hana stærri.
Þarna er hægt að útiloka hráefni eða segja til hvaða hráefni þið viljið, svo er hægt að velja eldunartíma og kaloríur.
Spurning hvort þetta sé eitthvað sem maður á eftir að notfæra sér...
24.3.2011 | 14:49
Grísasnitta
Ég bjó til kúbubrauðið aftur, það heppnaðist ágætlega. Mig langar að minna ykkur á þetta dásamlega kombó sem einkennir samloku kennda við Kúbu.
Ég skar eitt brauðið í sneiðar og bar fram með skinku, osti, sinnepssósu, grísalundinni og súrum gúrkum, en súrar gúrkur fara einstaklega vel með þessu kombói.
Ef þið eigið ekki grísalund þá er um að gera að prófa snittu með sinnepssósu, skinku, góðum osti og súrum gúrkum. Og setja hana undir grillið í ofninum og bræða ostinn. En grísalundin er þó galdur í þessari snittu. Svo væri hægt að skella öðru snittubrauði ofan á og gera þannig úr þessu samloka og setja í panini grillið eða í samlokugrill. Lykilatriðið er að bræða ostinn, nammi namm.
Ég marinera grísalundina einhvernvegin svona eins og ég hef áður sagt frá:
Grísalund með Mojo marineríngu
Grísalund ca 1/2 kg
Marinering:
10 - 20 hvítlauksrif
2 tsk salt
1 1/2 bolli appelsínusafi
Safi úr einni sítrónu og einu lime
1 bolli hakkaður laukur
1 msk oregano
1 1/2 bolli góð ólífuolía
Merjið hvítlauk með hvítlaukspressu og hakkið laukinn og setjið svo allt nema ólífuolíu í mixer. Hitið olíu á pönnu og setjið allt mixið í olíuna og látið malla. Hrærið vel í.
Stingið fullt af götum með hníf eða gaffli í lundina og hellið svo marineríngunni yfir og látið marinerast í 2-3 tíma eða yfir nótt. (mætti því gera marinerínguna þegar þið gerið "drulluna" og láta standa yfir nótt)
Eldið svo lundina í ofni í um hálftíma á 180°c
Og svo mæli ég með þessu á pizzu.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 15:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.3.2011 | 09:17
Glettilega góð fiskisúpa
Mér finnst fiskur rosalega góður og hægt að elda hann á svo marga vegu en samt dett ég of oft í nautahakks pakkann og eitthvað allt annað en fisk.
Veit ekki hvað það er, hann er kannski ekki nógu djúsí, svona þegar maður er svangur að versla í matinn....sem maður á víst ekki að gera, að fara svangur að versla.
En undanfarið hef ég borðað mjög mikið af fiski og í gær gerði fiskisúpu úr því sem til var. Ég var að glugga í bókina Betri kostur - fiskréttir og þar er uppskrift af fiskisúpu. Ég ákvað að styðjast við þá uppskrift.
Svona varð mín útgáfa
Glettilega góð fiskisúpa
- 1/2 kg ýsa
- Smá lax (átti um 2-300 g)
- Rækjur, um 1 dl
- Laukur eftir smekk
- Hvítlaukur eftir smekk
- 2-3 saxaðir tómatar
- Tómatsósa í dós eða tómat paste
- Kartöflur, ég notaði um 5 stk
- 1 tsk cumin
- Lúka af grænum baunum
- 1 tsk fiskikrydd frá Prima, rann út fyrir 3 árum..
- Safi úr 1/2 sítrónu, mætti líka rífa smá af berkinum út í
- 2-3 msk matarolía
- Lúka af steinselju
- Smá ferskur parmasen ostur
Svitið lauk og hvítlauk í olíunni.
Bætið við kartöflum, vatni, salti og pipar, sjóðið í 10 mín.
Bætið við tómötum, tómatsósu eða tómatpaste, cumin, smá sítrónu, grænum baunum og fiskinum sem þið notið og rækjum. Sjóðið í 10 mín. Bætið við steinselju og parmasen osti.
Berið fram með góðu baguette og glasi af shiraz. Hafið smá steinselju á borðinu og parmasen ost
til að rífa út í súpuskálina.
NB: Ef þið eigið einhver góð fiskikrydd endilega prófið þau í þessa súpu. Grænu baunirnar (sem ég átti í frysti) voru súper góðar í þessa súpu.