Færsluflokkur: Dægurmál

Er eitthvað að skyggja á þetta fallega sólarlag?

Þar sem ég bý í Hvalfirðinum þá tek ég oftar en ekki myndir af firðinum fallega.  Finnst ykkur þetta ekki dásamlegt?

solarlag i kjos 


Gleðileg jól

Jólagjöfin mín í ár er app sem ég bjó til fyrir Android síma, íslenska stafrófið með myndum. Ég mun bjóða upp á þetta app ókeypis í óákveðin tíma.

stafir

Ég bjó það til fyrir dóttur mína sem fer að verða tveggja ára. 

Þetta app hentar börnum sem eru að læra stafrófið sem og smábörnum sem þarf að hafa ofan fyrir.  Börn allt að niður í níu mánaða gætu haft gaman að þessu.  Þau læra þá ýmisleg orð um leið og stafrófið dettur inn í undirmeðvitundina.

Einnig hentar þetta öllum þeim sem ekki kunna íslensku og langar til að læra íslenska stafrófið.

Ástæðan fyrir því að ég bjó þetta til er sú að ég hef ekki rekist á neitt þessu líkt fyrir síma nema þá á ensku.  Og þegar dóttir mín var farin að syngja ei, bí, cí, dí þá var komin tími til að taka málið í sínar hendur.

Það stendur til að setja þetta forrit inn á vefsíðu, þá gagnast það líka þeim sem ekki eiga Android síma.

Það má nálgast Stafrófið á Android market eða skanna það inn með QR kóðanum hér fyrir neðan. Það er líka hægt að fara inn á Android Market á símanum sínum og slá inn "Stafrófið" í leitarglugganum.

stafrofid_qr

Ef einhverjir fá Android síma í jólagjöf þá er hægt að ná sér í QR skanna hér.

 

jól

GLEÐILEG JÓL

 

 


Pizza Pizza. Nokkur ráð

Þegar ég nenni ekki að gera mitt pizzadeig þá hef ég keypt þetta upprúllaða á smjörpappír í plastinu, sem maður bara rúllar út..NEMA...  hér koma nokkur tips.

Ég skeri deigið í tvo jafna helminga og rúlla þeim út með kökukefli þynnra á nýja smjörpappírs örk með smá hveiti svo ekki klístrist.  Svo miklu betra. 

  • Ég set botninn í ofninn í 30 sek til eina og hálfa mínótu (fer eftir hitanum í ofni)  áður en ég set á hann sósu og álegg.
  • Ég hef ofninn alltaf á heitasta hita og hita hann í 30 -  60 mínútur áður en ég set pizzu inn.
  • Góður pizzasteinn kemur sterkur inn.
  • Durum 00 hveiti er mjög gott, og svo jafnast ekkert á við mossarella di buffola, sem fæst því miður ekki hér en mossarella kúlurnar í vökvanum eru fínar.

Ég bæti svo við þetta þegar mér dettur meir í hug.

pizza

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég fór til Napoli fyrir nokkrum árum í vikuferð, bara til að borða pizzur, pílagrímsferð til mekka pizzunnar, varð ekki fyrir vonbrigðum, besti staðurinn án efa var Pizzeria da Michele.  Langar biðraðir eftir borði myndast á háannatíma.  Okkur var skellt við borð með ókunnugum, bara gaman að því, nýta sætin. 

 Sx

 


Tapas sprengja í Köben!

Það liggur við að finna megi tapas bari í hverri einustu götu Kaupmannahafnar.  Ég er mikill aðdáandi tapas, og hef því heimsótt nokkra þeirra. 



Villa Vino er ítalskur tapasbar.  Vínseðill er fínn, og margar tegundir seldar "by glass". Osta og skinku bakkinn smakkast vel.  Þeir bjóða einnig upp á grillaða baguette, sem ég hef reyndar ekki prófað, en lítur vel út.


Il Senso er einn af mínum uppáhalds tapasstöðum.  Þessi staður er ítalskur, og er með gott úrval af Diavola vínum, sem mér finnst frábærlega góð.  ég mæli með Bianco Toscano ”Dievolino” 2005, Dievole.  Mjög gott  hvítvín.  Rosso Veronese ”Il Groto” 2005, Aldegheri er virkilega gott rauðvín, það fæst líka sem Valpolicella Classico, en er helmingi dýrara.  Fyrir utan tapas rétti þá eru þeir með matseðil, sem er breytilegur frá degi til dags.


El tapeo.  Þetta er spænskur tapas staður.  Hann er ágætur. En ég ætla aldrei þarna aftur.
Málið er, ég hef farið nokkrum sinnum og pantað stóran menu, sem er einn kaldur bakki af tapas, einn heitur bakki, og ostar í eftirrétt.


Ég og maðurinn minn látum okkur nægja einn menu fyrir okkur tvö, enda er það meir en nóg, og meira að segja ef við erum fjögur saman, þá nægir einn menu.  Um daginn vorum við sex sem fórum þarna, og því keyptum við tvo skammta. 

Við báðum um að þetta kæmi allt í einu, báðir skammtarnir. En þetta var nákvæmlega jafn mikið magn af mat og þegar við kaupum einn menu.  Þetta var frekar seint um kvöld og allir búnir að snæða smá áður,þannig að engin var glorsoltin, og því allir saddir á því sem var borið fram. Svo kom reikningurinn og þar var rukkað fyrir tvo menu, en við sögðum honum að þetta var bara jafn mikið og einn, en þjónninn neitaði því. 

Við höfum komið þarna nokkrum sinnum og vitum betur, en nenntum ekki að rífast við hann.  Svo eru þeir líka alltaf að reyna að pranga meiri mat á fólk en það þarf.   En við komum ekki þarna aftur.


Bibendum
Þetta er uppáhalds tapas barinn minn, góð vín og mjög góður tapasbakki.  Staðurinn er mjög kósí, og ágætis þjónusta.

El meson.  Þetta er víst elsti tapas staðurinn, en hann er ekki að gera sig. Maturinn er alveg metnaðarlaus, þar má t.d nefna hvítann aspas, sem kemur á disk beint úr dósinni, og ekkert meir! 


Rétt hjá Istegade er gata með nokkrum tapas stöðum, við kíktum á einn sem leit vel út útlitslega séð. Ég man ekki hað staðurinn heitir en held hann sé í Abel Cathrines Gade, labbað upp 2-3 tröppur (eiginlega við hliðina á, vinstra megin,  er annar tapas bar) Maturinn var ágætur, en það var samt hálf undarleg stemmning, þjóninn hálf undarlegur.  Hann t.d missti rauðvínsflöskuna okkar svo það helltist úr henni á borðið okkar, og skvettist smá á mig.  Hann baðst afsökunar, en lét okkur ekki fá nýja flösku,eða gerði neitt til að bæta fyrir það sem fór úr flöskunni.  Komum ekki aftur.



Tapasbaren.  Ég fór á þennan stað í góðra vina hóp. Félagsskapurinn var alveg frábær, vínin góð og maturinn fínn.

Í Bakken skemmtigarðinum er tapas staður sem ég man ekki hvað heitir, fór þangað í vínglas og nokkur tapas, sem smakkaðist bara vel.  Mjög kósí staður ef maður vill komast úr skarkalanum í smá stund.

 Salut!  Soffía

 

 


PIZZA PIZZA

Það eru þó nokkrir pizzastaðir hér í Köben.  Ég er fyrir þunnbotna ítalskar pizzur, og lang LANG besti staðurinn heitir Il Peccio og er með eldbakaðar pizzur.  Þetta er mjög flottur ítalskur staður, og af því að mér finnst pizzurnar svo geggjaðar þá hef ég ekki prófað neitt annað af matseðlinum.

Áður en ég uppgötvaði þennan stað þá hef ég farið á nokkra ítalska, en mér fannst engin þeirra neitt sérstakur, get búið til betri pizzur heima hjá mér. ( En ég er reyndar áhugamaður um pizzur og fór t.d í viku ferð til Napolí, bara til að borða pizzur, og reyna að finna hina fullkomnu pizzu)

Hér er upptalning á ítölskum pizzastöðum sem ég hef prófað.

Il peccato 

Langbestu pizzurnar.
Flott umhverfi.
Góð þjónusta, oft þéttsetinn um helgar og því gott að panta borð.
Flestir þjónarnir tala spænsku, ítölsku, ensku og dönsku.
Pizzurnar eru stórar, ég og maðurinn minn deilum alltaf einni pizzu.
Verð er um 110 dkr fyrir pizzu.
Vín hússins er fínt, bæði rautt og hvítt.  ( Mér finnst hvíta aðeins betra )


La vecchia signora 

Þetta er ágætur staður.  Yfirleitt þéttsetin og frekar þurr þjónusta.
Fór með vini okkar og honum fannst þetta fínar pizzur. 

La Vecchia Gastronomia


Ágætis staður í Fredriksberg.  Kósí og fín þjónusta, ágætis pizzur.

Ristorante Italiano

Þetta er mjög mikill túristastaður, pizzurnar eru ekki sérstakar, fjöldaframleiddar, eiginlega
með smá frosnu pakka bragði.  En staðsetningin á sumrin er góð, því það eru fullt af borðum úti.
Ég myndi hugsanlega fara þarna ef mig langaði að setjast niður úti í sól og sumri, og nennti ekki að leita lengra.  En þá bara fá mér salat.  Rauðvín hússins var bara ágætt.  Þjónustan er líka ágæt, þeir eru með einhvern lista inn í eldhúsi með löndum og borgum og  rassgat í bala orðaforða á öllum tungumálum, svo spurja þeir þig hvaðað þú ert og þegar þeir koma svo með matinn þá  slá þeir um sig með íslenskum rassa setningum.


Restaurant Navona

Þessi staður er á Skindergade 42, og er alveg glataður. Held þeir séu nú ekki með pizzur.
EN! Það er eins og þeir viti hvað þeir séu ömurlegir, og séu að fara á hausinn og gæti ekki verið meira sama. Alveg metnaðarlaus, og vínið (Frascati)  sem við fengum fæst í Netto á 30 dkr, og er ekki gott vín.
GLATAÐUR STAÐUR, fer ekki aftur þangað.

 

 


Skál fyrir kokkinum

Nú er ég búin að búa hér í Kaupmannahöfn í nokkurn tíma.  Það er búið að vera mikill gestagangur og því hef ég farið ansi oft út að borða og út í drykki.  Ég ætla því að deila með ykkur þekkingu minni á veitingarstöðum, pöbbum og kaffihúsum hér í Köben.

Ég er ekki alveg búin að finna út hvernig best verður að blogga um þetta, finn út úr því með tímanum. 
Ég mun hafa link um staðina frá aok.dk sem er mjög góð síða.

Ef þið hafið einhverjar spurning, hugmyndir eða reynslu af stöðunum endilega látið í ykkur heyra.

Ég ætla að byrja á að segja ykkur frá staðnum sem ég fór á í dag, The de mente 
Ég get algjörlega mælt með honum. Maturinn var mjög góður, og á fínu verði.  Fékk mér chili kjúkling með tilheyrandi meðlæti (sem fylgir öllum réttum) Meðlætið var heil hrísgrjón, hummus, salat, jógúrt sósa, rauðrófur, bakaðar gulrætur og belgbaunir. 
Með þessu drakk ég svaka gott myntu te.

Ég er nýbyrjuð að meta rauðrófur, hér voru þær mjög góðar, mæli með að þeir sem eru ekki fyrir rauðrófur að prófa þær.

Staðurinn er kósí og skemmtilega innréttaður í Marokkóskum stíl. Hann er staðsettur ekki langt frá Strikinu.  (sjá kort á aok síðunni)

Næst myndi ég hæglega deila einum svona disk með manninum mínum, þetta er svo vel útlátið. Þessi staður bíður upp á take away, upplagt að taka með sér einn skamt, ná í flösku af köldu hvítvíni í Irma og kíkja í Rosenborg garðinn á heitum sumardegi.

SAMANTEKT:
marokkósk te-salon
Mjög góður matur
Hollur
Gott verð  $$

Ég kem aftur!


Draumur

1804391198_b17f899efc


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband