Færsluflokkur: Menntun og skóli
24.12.2011 | 14:56
Gleðileg jól
Jólagjöfin mín í ár er app sem ég bjó til fyrir Android síma, íslenska stafrófið með myndum. Ég mun bjóða upp á þetta app ókeypis í óákveðin tíma.
Ég bjó það til fyrir dóttur mína sem fer að verða tveggja ára.
Þetta app hentar börnum sem eru að læra stafrófið sem og smábörnum sem þarf að hafa ofan fyrir. Börn allt að niður í níu mánaða gætu haft gaman að þessu. Þau læra þá ýmisleg orð um leið og stafrófið dettur inn í undirmeðvitundina.
Einnig hentar þetta öllum þeim sem ekki kunna íslensku og langar til að læra íslenska stafrófið.
Ástæðan fyrir því að ég bjó þetta til er sú að ég hef ekki rekist á neitt þessu líkt fyrir síma nema þá á ensku. Og þegar dóttir mín var farin að syngja ei, bí, cí, dí þá var komin tími til að taka málið í sínar hendur.
Það stendur til að setja þetta forrit inn á vefsíðu, þá gagnast það líka þeim sem ekki eiga Android síma.
Það má nálgast Stafrófið á Android market eða skanna það inn með QR kóðanum hér fyrir neðan. Það er líka hægt að fara inn á Android Market á símanum sínum og slá inn "Stafrófið" í leitarglugganum.
Ef einhverjir fá Android síma í jólagjöf þá er hægt að ná sér í QR skanna hér.
GLEÐILEG JÓL
20.11.2009 | 12:46
Námskeið í myndvinnslu á ljósmyndum fyrir byrjendur
Ég verð með námskeið í myndvinnslu á ljósmyndum fyrir byrjendur í nóvember - desember.
Ég mun kenna á myndvinnsluforritið GIMP, sem er sambærilegt Photoshop, nema það er ókeypis.
Nánari upplýsingar eru á http://soffia.net/namskeid.html og á facebook: http://www.facebook.com/event.php?eid=190474807568
Soffía Gísladóttir myndlistarmaður býður upp á námskeið í myndvinnslu á ljósmyndum.
Markmið þessa námskeiðs er að fólk nái tökum á myndvinnsluforritinu til að geta aflað sér svo frekari þekkingar sjálfur.
Námskeiðið hentar hvort sem er þeim sem taka myndir á litlar snap shot (point and shoot) myndavélar eða SLR.
Kennt verður á myndvinnsluforritið GIMP, sem hægt er að nálgast ókeypis á netinu. GIMP virkar eins og Photoshop.
Nánar má lesa um námskeiðið á slóðinni: soffia.net/namskeid.html og vefsíða Soffíu er www.soffia.net
Fyrsta námskeiðið verður haldið 30.11 - 09.12, mánud og miðvikud frá kl 19.30 - 22.00.
Staður: Klapparstígur 28
Verð: 12.900
Kennslustundir: 10 klst
Einnig er í boði hálft námskeið, 30.nóv og 2.des á 7000 kr.
Takmarkaður fjöldi
Skráning: soffiagg@gmail.com
Nánari upplýsingar: www.soffia.net/namskeid
Frekari fyrirspurnir: soffiagg@gmail.com
Nemendur koma með sína eigin fartölvu.