13.5.2011 | 17:32
Föstudagsfjör
Tónlist vikunnar er að þessu sinni valin að hinum geðþekka tónlistarmanni og bónda í Hvalfirði Eberg. og vini hans honum Halla. Áður en þið hefjið lestur smellið þá á linkinn hér fyrir neðan og setjið þar með á tónlist vikunnar sem að þessu sinni er með hljómsveitinni Weezer.
Uppskrift vikunnar: Avacado franskar, þarf ég nokkuð að hafa fleiri orð um það? Avacado er alltaf góður... ferskur, grillaður, ofnbakaður oooog djúpsteiktur!
Vefsíðan: Ég elska magasín um mat og vín og ekki er það verra þegar maður getur nálgast gæðablöð á netinu og það ókeypis. http://www.crushmagonline.com/
Vínið: Mér finnst rosalega gaman að smakka ný vín, sem er eflaust ástæðan fyrir því að þegar ég fer í ríkið þá hef ég smakkað meirihlutann af því sem er í hillunum, fyrir utan kannski þessa efstu, þar sem
flöskurnar kosta að meðaltali 6000 kr.
Ég smakkaði í vikunni HAYES RANCH, in the saddle, 2007 cab sauv frá Kaliforníu.
Random uppskrift frá matarblogginu mínu: Spínatpönnukökur
Mynd vikunnar: Þá fer maí að verða búinn og maður á eftir að setja niður kartöflurnar og fleiri vorverk. Það breytti ýmsu að það snjóaði þessi lifandis býsn fyrstu helgina í maí.
Það er ekki fyrr en um síðustu helgi að vorið datt inn finnst mér. Og fátt betra en stemmningin sem fylgir vorinu, fræin sem maður sáði eru farin að blómstra og kryddjurtir og matjurtir að verða tilbúnar að fara út í garðinn.
En þetta verður mynd vikunnar: Loksins, loksins, GLEÐILEGT SUMAR
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 17:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.5.2011 | 16:03
Avacado franskar - djúpsteiktur avacado
Ég prófaði að djúpsteikja avacado sem ég hafði velt upp úr brauðmylsnu og eggi. Það kom ferlega vel út og smakkast rosalega vel með góðri sósu, t.d jalapeno-lime sósu.
Avacado franskar (fyrir 2)
- Avacado, 2 stk.
- Brauðmylsna, ca 1-2 dl
- Byggflögur ef þið viljið, 1/2 dl eða svo
- Salt
- Lemon pepper
- Og svo hvaða krydd sem ykkur dettur í hug og finnst gott ef þið viljið hafa þetta meira spicy...
Skerið avacado í sneiðar, sem líta út svona eins og franskar í lögun. Ég skar hann í tvennt, fjarlægði steininn og skar svo 3-4 rákir endilangt og skóf svo úr hýðinu.
Veltið honum upp úr eggi, brauðmylsnu og jafnvel aftur í egg og aftur brauðmylsnu ef þið viljið þykkari húð utan um hann.
Djúpsteikið í potti í 10 -15 sek, eða þar til hann lítur gullinbrúnn út, en þó ekki brunninn.
Jalapeno sósa
- 2 msk sýrður rjómi
- Smátt skorinn jalapeno, niðursoðinn (2-3 hringir)
- 1-2 tsk lime safi
- 1 tsk sýróp
- Salt
Öllu blandað vel saman. Ég steytti í morteli jalapeno, lime og salti, bætti svo við sýrðum og sýrópi.
Ég elska hamborgara og stundum langar mig í hamborgara með sinnepi og gúrkum og á sömu stundu borgara með guacamole eða bbq með chilpote mæjónesi.
Í gær var svoleiðis dagur þannig að ég bjó til sliders, litla hamborgara. Ég bjó til hamborgabrauðið sjálf. Með lítilli fyrirhöfn var ég komin með 16 lítil hamborgarabrauð sem smökkuðust mjög vel, en sama deig væri líka hægt að nota í pulsubrauð.
Hver hamborgari er um 40 grömm. Ég gerði grunnhakk og tók svo til hliðar part af því og bætti við það indverskum kryddum og bar þann borgara fram með "hamborgara-raitu"
Nokkra penslaði ég með bbq sósu og nokkrir voru þurrkryddaðir.
Hamborgarabrauð
- 1 1/4 bolli mjólk
- 6 msk Palmin
- 3 bollar hveiti
- 1/4 bolli sykur
- 2 1/4 tsk þurrger
- 1 msk salt
1 bolli = 2,4 dl
Hitið mjólkina, bætið Palmin út í svo það bráðnar.
Skellið öllu í hrærivél með krókinn á. Hrærið þar til deigið er farið að verða mjúkt og klísturslaus. Um það bil 4 mínútur á meðalhraða.
Látið hefast undir rökum klút í klst. Mótið 16 bollur úr deiginu, raðið á bökunarplötu og leyfið hefast aftur undir rökum klút í ca hálftíma. Bakið í um 20 - 30 mín við 200 °c.
Ég penslaði sum brauðin í lokin með eggjahvítu og stráði sesam fræjum yfir 10 mín áður en ég tók þau út.
Nautahakk
- Krydd eftir smekk
Mótið litla hamborgara og steikið.
Ég notaði shalottlauk, chilpotle krydd, salt, pipar, hvítlauk, byggflögur og egg.
Svo gerði ég bbq sósu í potti: Smjör, hvítlaukur, shalottlauk, púðursykur, tómatsósa, tómatar í dós, ananassafi, chilpotle krydd, salt og pipar, rauðvín og chilpotle pipar í adobo sósu.
Hamborgararaitan var ab mjólk, rauðlaukur, tómatar, paprika og agúrka, allt smátt skorið og blandað við ab mjólkina, kryddað með tikka masala kryddi og hvítlauk.
Svo gerði ég chilpotle sósu, skar hálfan chilpotle og hrærði við sýrðan rjóma. Ef þið eruð erlendis þá mæli ég með að þið kíkjið eftir dós af chilpotle í adobo sósu, frábærlega gott!
Matur og drykkur | Breytt 10.5.2011 kl. 01:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.5.2011 | 21:57
Páskadagur, óvenjuleg eldamennska
Og á meðan laufin sváfu lá ég, spaðinn, í matreiðslubókum og skrifum, og henti í einn rétt sem ég beið spennt eftir að geta klárað þegar fólkið mitt vaknaði. (Hér var ég að vitna í snilldar frasa úr gömlu áramótarskaupi, á meðan laufin sofa liggja spaðarnir andvaka...)
Og svo fór að ganga á byrgðir. Engin ostur til né hvítlaukur og það er það sem ég helst tók eftir að mig langaði að grípa í.
Þetta er ekki kokteilsósa
Ég var með hrísgrjónapappír sem mig langaði að steikja en var ekki með nákvæma hugmynd um fyllingu, svona miðað við það sem til var, steikt nautahakk, paprika, agúrka... eitthvað svoleiðis... og svo var til svakalega góð sterk chili sósa.
Úr varð að ég tók steikta nautahakkið, setti það í pott með smjöri, myntu, fersku rifnu engifer og sveppum. Ég leyfði þessu malla við vægan hita í smá stund.
Þá tók ég hrísgrjónablöðin, bleytti þau, lét þau standa í eina mínútu á viskastykki og setti nautahakksfyllinguna á þau og rúllaði þeim upp svipað og vorrúllur.
Ég steikti rúllurnar í örfáar mínútur í olíu á pönnu.
Með þeim bar ég fram sýrðan rjóma sem ég hafði hrært við Sriracha chili sósu. Ég held að það sé hægt að fá hana þessa í austurlensku búðunum. Sósan leit út eins og kokteilsósa þegar ég hrærði chili sósunni saman við sýrða rjómann, og þegar kærastinn sá réttinn sagði hann, NEI! Kokteilsósa. Þannig að rétturinn ber nafnið Þetta er ekki kokteilsósa.
Svo skar ég niður agúrku og kreisti yfir hana lime, smátt skorna myntu og salt.
Og hvernig smakkaðist þetta svo....super duper ljómandi vel!
3.5.2011 | 22:39
Svartar baunir og egg í morgunmat
Á páskamorgun gerði ég morgunverð með mexíkósku yfirbragði. Ég átti chilpotle í adobo sósu, maíshveiti og svartar baunir. Snilldar hráefni. Ég var undir áhrifum Huevos rancheros og notaði það sem til var í kofanum. Nema það að ég þurfti að stela tveimur eggjum frá hænsnabóndanum á næsta bæ. Ég vona að hann lesi ekki þessa færslu... :D
Ég mæli með því að þið prófið að fá ykkur svartar baunir með eggi einn morgunin þegar þið hafið tíma til að dunda við morgunverðinn. Þið getið t.d fylgt þessari uppskrift en sleppt chilpotle piparnum og notað venjulegan chili eða chilikrydd í staðin eða sleppt chili ef þið viljið ekki mjög sterkan mat.
Mér finnst líka mjög gott að hita baunirnar (úr dós) einar og sér og borða með tortilla og eggi, það sem sagt þarf ekki að steikja þær með fullt af gumsi en það er líka gott, um að gera að þreyfa sig áfram með því sem manni finnst gott.
Svartar baunir með chilpotle
- 1 dós svartar baunir
- 1 chilpotle í adobo sósu (það er hægt að panta svoleiðis á netinu)
- Græn paprika
- Laukur
- Hvítlaukur
- Salt
- Smjör
- 2-3 msk tómatar eða tómatsósa í dós, ég notaði crushed tomatoes frá Eden
Bræðið smjör, svitið græna papriku, lauk og hvítlauk. Bætið við smátt skornum chilpotle pipar og dósatómatsósunni. Hrærið saman. Bætið við svörtu baununum, annað hvort soðnum eða tilbúnum úr dós. Saltið eftir smekk.
Ef þið eigið ekki chilpotle þá má nota hvaða chile sem er í staðin, en það góða við chilpotle er að það er rosalega gott reykt bragð af honum.
Maískökur
- Maíshveiti
- Vatn
- Hveiti
Hnoðað saman, flatt út og steikt á pönnu eins og ég hef áður sagt frá.
Salsa
- Tómatar
- Laukur
- Græn paprika
- Jalapeno, niðursoðinn
- Salt
- Pipar
Skerið allt smátt og blandið vel saman. (Ef þið eigið ferskt kóríander þá er það nú ekki verra)
Egg
- Egg
- Salt
Eldið eggin eins og ykkur finnst best, mér finnst over easy must með þessum rétt en ég skramblaði þau reyndar í þetta sinn.
Daginn eftir hafði ég afganga af baununum og steikti eggið. Þá prófaði ég líka að setja baunir í hrísgrjónapappír sem ég svo steikti, mér fannst það ekki jafn gott og að hafa þær bara lausar on the side, en alltaf gaman að prófa sig áfram.
Ef þið viljið lesa ykkur til frekar um Huevos rancheros þá er um að gera að gúgla það, Huevos rancheros. Ég mæli með þvi.
Dagurinn fór svo í heimsókn á næsta bæ og þar var staldrað við í drykk og fékk ég að fylgjast með húsfrúnni undirbúa Páskabrunch. Hún er frá Sviss og þar er hefð að lita soðin páskaegg sem eru svo borðuð í brönsinum.
Þurrkaðar lýs
Það væri ekki frásögu færandi nema bleiki liturinn fæst með því að sjóða þurrkaðar lýs frá Perú með eggjunum. Svo var mér sagt að konur í Morocco nota þessar lýs til að gera bleika varaliti.
Bleik egg lituð með lúsunum
Eggjaleikurinn felst í því í grófum dráttum að sessunautar slá saman sitthvoru egginu þar til annað brotnar og sá sem endar með heilt egg stendur uppi sem sigurvegari.
Einnig bakaði frúin ofboðslega fallegt flettubrauð. Mjólk, hveiti, ger... ég þarf að nálgast þessa uppskrift!
Lisa, bóndi á Hálsi
Bændurnir komu svo yfir í mat og drykk. Á boðstólnum var kræklingur með pizzabrauði. Ég notaði einfalda uppskrift.
Kræklingur í rjóma og hvítvíni
- Kræklingur
- Laukur
- Rjómi
- Smjör
- Hvítvín
- Hvítlaukur
- Fersk steinselja
- Dijon sinnep
Laukur og hvítlaukur svitaður í smjöri, skvetta af hvítvíni og slatti af rjóma. Bragðbætt með salti, pipar og Dijon sinnepi. Ég sauð kræklingin í öðrum potti, eins og í síðustu kræklingauppskrift og bætti honum svo við í soðið þegar hann hafði opnað sig.
Skreytt með ferskri steinselju.
Pizzabrauð með ólífum og feta
- Pizzadeig
- Fetaostur í kryddlegi
- Svartar ólífur
- Salt
Fletjið út pizzabotn, dreyfið yfir fetaosti og ólífum og slatta af salti, bakið við 220 þar til botninn er bakaður.
Pizzabrauð með hvítlauk
- Ólífuolía
- Hvítlaukur
Fletjið út deig, penslið með ólífuolíu. Skerið hvítlaukinn í þunnar sneiðar og dreyfið yfir. Salti vel. Bakið í ofni við 220°c þar til botninn er bakaður.
29.4.2011 | 10:04
Föstudagsfjör
Jedúddamía, mér finnst alltaf vera föstudagar eftir að ég fór að hafa föstudagsfjör.
Uppskrift vikunnar: Sólarlag í Hvalfirði er réttur vikunnar. Af því að mér finnst svo sniðugt að gera heitan saumaklúbbsrétt og nota bulgur í staðin fyrir brauð. Það mætti jafnvel nota couscous.
Vefsíðan: Marta vinkona www.marthastewart.com er með margt sniðugt á síðunni sinni t.d þessi poki.
Vínið: Þetta var nú ekki mikil vínvika, en fyrir stuttu prófaði ég nokkrar af litlu flöskunum sem fást í ríkinu og mér fannst Faustino VII mjög fín.
Random uppskrift frá matarblogginu mínu: Lax í skál. Skál fyrir því! Það er líka hægt að nota reyktan lax í þessum rétti í staðin fyrir hráan. Þetta er frábær forréttur ef þið eigið von á gestum í mat um helgina.
Tónlist: Eitt fallegt af nýju plötunni með Amiinu
Mynd vikunnar: Ég fór um daginn austur undir Eyjafjöll að hitta vinkonu sem er á fullu í að opna kaffihús, ég segi ykkur meir frá því síðar, en það er spennandi verkefni. Það má fylgjast með bændunum á Hvassafelli og kaffihúsinu þeirra, Gamla fjósið, hér.
Í þeirri ferð fórum við að Seljalandslaug, hún er ansi söndug og það væri vert að taka aðeins til hendinni þar.
Það er Páskadagur hér í sveitinni þegar þetta er skrifað og hér snjóar og það er hífandi rok og skítakuldi. Stundum held ég að þakið ætli af húsinu, er þetta ekki komið gott?
En, þá er lítið annað að gera en að opna góða rauðvínsflösku og skrifa niður allar góðu uppskriftirnar sem hafa orðið til yfir páskana.
Föstudagskvöldið var stórskemmtilegt. Við ákváðum að elda sinn hvorn smáréttinn, og til að fá smá krydd í eldamennskuna þá urðum við að nota hráefni sem hinn aðilinn lagði til. Ég lét kærastann nota bulgur og grænan aspas í dós og hann lét mig nota kjúklingabringu, sykur og sólblómafræ.
Kærastinn gerði dúndurgóðan rétt, í anda saumaklúbbs-aspasréttina. En í staðin fyrir brauð vorum við með bulgur.
(Ég steingleymdi að mynda þessa rétti, vandræðalegt!)
Sólarlag í Hvalfirði
- Aspas í dós
- Bulgur, soðnar skv leiðbeiningum
- Tómatar
- Kartöfluklattar
- Hvítlaukur
- Ostur
- Salt
- Pipar
Kartöflubrauðið rifið niður, tómatar skornir smátt, hvítlaukurinn pressaður. Bulgurnar settar í botninn á eldföstu móti og bleyttar aðeins með safa úr aspasdósinni, restinni dreift yfir og rifinn ostur stráður yfir allt.
Í þessu tilfelli var afgangur af kartöfluklöttum, það má algjörlega sleppa þeim, eða t.d rífa niður soðnar kartöflur og nota í réttinn.
Þetta var bakað í ofni við 200°c í korter eða svo.
Ég þurfti að nota kjúklingabringu, sykur og sólblómafræ og bjó til úr því fyllta tómata með virkilega góðum sumarlegum drykk þrátt fyrir að það hafi ekkert gefið til kynna að sumarið væri komið..
Fylltir tómatar
- Tómatur
- Kjúklingabringa
- Rúsínur
- Sólblómafræ
- Soðnar bulgur
- Lime
- Engifer
- Hvítlaukur
- Mynta
- Smjör
Ég skar í tvennt tómat og skóf innan úr honum. Setti þá í eldfast fat og inn í ofn á meðan ég gerði eftirfarandi:
Ég setti soðnar bulgur í pott með smjöri, myntu, rúsínum, sólblómafræjum, það sem var inn í tómatnum og hvítlauk og lét sjóða saman.
Á pönnu steikti ég kjúkling með hvítlauk, lime, salti og pipar og blandaði honum svo við bulgurnar.
Ég fyllti tómatana í eldfasta fatinu með bulgur-kjúklinga mixinu, dreifði smá rifnum ost yfir og setti inn í ofn á 200°c í smá stund, eða þar til osturinn var fallega bráðnaður.
Ég bar tómatana fram á hvolfi og skreytti með myntu sem ég skar til í hjarta. Rómó...
Páskaliljurnar horfa út um gluggann og skilja ekkert í þessu íslenska sumarveðri.
Með þessu bar ég fram drykk sem var með svipuð element og rétturinn, þ.e lime og myntu til að vinna með bragðinu í réttinum. Einnig notaði ég eitt af því hráefni sem ég varð að nota, þ.e sykurinn.
Þessi drykkur verður á boðstólnum fyrir gesti og gangandi í sumar og heitir:
Velkomin í Hvalfjörðinn
- Sykur
- Lime
- Fersk mynta
- Ferskt engifer
- Sódavatn
- Hvítvín
- Skvetta af Superberries djúsi frá the berry company.
Maukið saman myntu, sykur, lime og engifer, svipað og ef þið væruð að gera Mojito. Hellið saman við það hvítvíni, smá sódavatni og skvettu af berjadjúsi. Það mætti nota hvaða berjadjús sem er, Pomegranate djús væri eflaust rosalega góður líka.
27.4.2011 | 14:54
Kræklingur, nýtíndur og spriklandi ferskur
Á föstudeginum fórum við í sveitina og byrjuðum á því að týna krækling. Nóg var til af honum í fjörunni. Þetta var hin besta skemmtun, góð hreyfing, hressileg útivera og síðast en ekki síst fullur poki af fersku hráefni.
Kærastinn úti að tína krækling í poka
Ég eldaði kræklinginn að þessu sinni svona...
Kræklingur í hvítvínssósu
- Nokkrar lúkur af kræklingi
- Dágóð skvetta af hvítvíni
- Laukur
- Græn paprika
- Tómatur
- Hvítlaukur
- Salt
- Pipar
- Fersk steinselja
- Smjör
- Smá Dijon sinnep
Bræðið smjör. Svitið lauk, hvítlauk, papriku og svo tómata. Bætið við hvítvíni, eins mikið og þarf til að fá gott soð miðað við magn af kræklingi og smakkið svo til með salti, pipar og Dijon sinnepi.
Í þessu tilviki þá sauð ég kræklinginn í smá vatni í öðrum potti og setti hann svo í hvítvínssoðið eftir á því það var svolítill sandur sem fylgdi honum. Vatnið þarf ekki að fljóta yfir kræklinginn heldur lokaði ég pottinum þannig að hann gufusauð einnig og veiddi hann svo upp úr pottinum og setti í hvítvínssoðið.
Berið fram með góðu brauði sem hægt er að drekkja í soðinu.. Ég átti ekki brauð þannig að ég sauð kartöflur, stappaði þær með hveiti og smá vatni og salti og steikti á pönnu, einhverskonar kartöfluklattabrauð. Það var mjög gott. Ég ætlaði að djúpsteikja kartöflurnar og hafa með að Belgískum sið en svo nennti ég ekki að djúpsteikja þannig að ég ákvað að gera klatta, kartöflurnar fara mjög vel með krækling.
Einnig bar ég fram með kræklingnum ferskan lime.
26.4.2011 | 15:15
Fimm daga veisla, dagur eitt...
Ég ákvað að versla ekki í páskamatinn þetta árið. Venjuleg ferð í matvörubúð kostar mig alltaf 15.000 kall plús þannig að ég hefði eflaust endað með 25.000 kr matarinnkaup að miiiinnsta kosti.
Því ákvað ég að kaupa helstu nauðsynjar (7000 kall) og elda úr því sem til væri. Og ekki nóg með það heldur fórum við í sveitina svo það til var var það sem rúmaðist í einum bláum IKEA poka.Ég semsagt gramsaði í eldhússkápunum heima og týndi til það sem mér þótti spennandi og lét það duga.Og hingað til hefur engin soltið, það er búið að vera veisla á hverjum degi síðan á fimmtudag.
Fyrsta daginn okkar í sveitinni fórum við að týna krækling. Úr varð kræklingaveisla tvo daga. Annarsvegar strax eftir að við komum heim úr kræklingatínslu og hinsvegar á laugardagskveldi er við buðum bóndanum og frú af næsta bæ í léttan kvöldverð.
Byrjum á byrjuninni, fimmtudeginum.
Þá var okkur boðið í mat til vina. Þar var nóg til af mat og elduðum við smárétti eftir hentisemi. Þetta er langskemmtilegustu matarboðin sem ég fer í þar sem borið er fram nokkrir smáréttir og hver og einn eldar eins og honum langar úr því sem til. Þetta hentar vel fyrir þá sem hafa gaman að því að elda og langar í smá challenge.
Kjúklingabitar með sesam, sýrópi og soya
Að þessu sinni varð úr 7 rétta veisla með frábærum eftirrétti, sem var þó ekki síðasti rétturinn, eftirréttamilliréttur...
Á boðstólnum var:
- Kjúklingabitar með sesame, sýrópi og soya.
- Nautaframhryggsbiti, létt steiktur á grillpönnu borin fram á baguette með rauðlaukssalsa og klettasalati
- Humar steiktur með sterkri thai chili sósu, kláraður í hvítvínssósu með rjómaosti og vorlauk
- Tikka masala kjúlingur í hrísgrjónapappír með mango chutney og raita
- Lambafille með blómkálssósu og sætri kartöflu.
- Perur í karamellulegi með rjóma og myntu
- Maís tortillameð nautakjöti í Chilpotle Adobo sósu
Og stiklum nú á stóru í þessari upptalningu.
Nautaframhryggsbiti með rauðlaukssalsa
Rauðlaukssalsa
Grillið rauðlauk á grillpönnu (skerið hann þá í fernt t.d ) eða setjið hann heilan í ofn. Skerið smátt og maukið með sýrðum rjóma og salti og pipar.