Eggjasalat

Hvað er það besta sem þú hefur borðað á þessu ári? Ég var að velta þessu fyrir mér, nú eru að verða búnir 2 mánuðir af þessu nýja ári sem mér finnst hafa byrjað í gær.  Ég var að reyna að rifja upp hvað ég hef verið að gera og ég held að kínversku dumplingarnir mínir séu það besta sem ég hef eldað á þessu ári.

Ég kem með uppskrift við fyrsta tækifæri. 

Ég ætlaði að skera grænmeti sem álegg á brauð en ákvað svo að skera allt smátt og hræra þvi saman við eggjasalat.  Það var mjög ferskt og bragðgott.

eggjasalat 

Eggjasalat 

  • 3 egg
  • 1/2 paprika
  • 1/4 agúrka
  • 1-2 vorlaukar
  • 3-5 msk heimagert mæjónes eða sýrður rjómi
  • Salt og pipar
(mælieiningar eru svona til viðmiðunar)

Skerið eggin með eggjaskera, langsum og þversum.  (Hæfilega miðlungsbita).  Skerið grænmetið smátt.  Blandið öllu saman með heimagerðu mæjó eða sýrðum.  Saltið og piprið eftir smekk eða um 1 tsk af salti og 1/2 af pipar.  Magnið af mæjó fer líka eftir smekk, bætið við einni og einni matskeið þar til þið eruð sátt við áferðina.

Ég kryddaði mitt ekkert meir, en það gæti eflaust verið gott að setja karrí eða jafnvel smá sinnep. Þetta var mjög ferskt svona einfalt.

Það var ansi vetrarlegt í Kjósinni um daginn en hundarnir að Hálsi létu það ekkert á sig fá og hlupu um í snjónum, en það er sem betur fer aðeins hlýrra þessa dagana.

háls 


Þurrkaður chili pipar og markaðsetning fyrir börn

Chili piparinn frá Engi er svo góður, hæfilega sterkur.  Ég kaupi sjaldan þurrkuð krydd, þessi í stórmörkuðum eru bragðlausari en Fréttablaðið.

Ég tók mig til og þurrkaði nokkra chili pipra og setti þá í mortel og hamraði á þeim þar til þeir voru orðnir að dufti.  Það væri eflaust hægt að mala þá í kaffikvörn. Þetta var svo gott krydd að ég er komin með 4 aðra í þurrkun.  Ég bjó til Indverskan mat um daginn þar sem ég notaði engin krydd nema ferskan hvítlauk, ferskt engifer og chiliduftið mitt og smá túrmerik.  Þetta var ótrúlega bragðgóður og bragðmikill réttur.

chili duft 

Ég fór í Krónuna, um leið og maður gekk inn var búið að setja parísar hoppileik á gólfið og dóttir mín hoppaði eftir tölunum í leiknum þar til hún stoppaði við stóra stæðu af Orkumjólk frá Latabæ. Frábær markaðsetning.  Hún ætlaði að taka sér kippu en ég tók fyrir það.  Mér er svo illa við svona markaðsetningar fyrir börn og versla ekkert með Latabæ.  Innihaldslýsing Orkumjólkur er sú sama og á sykurskertri kókómjólk. Það stendur meira að segja orðrétt að mjólkursykurinn sé klofinn eins og stendur á kókómjólkinni.

Þannig að ég er að velta fyrir mér hvort þetta sé sama mjólkin og frá MS, þótt svo að Vífilfell sé framleiðandi?

 

Svona þurrkaði ég chilipiparinn 

chili 

 

 


Vatnsdeigsbollur - nokkrar uppskriftir og samtíningur

Ég valdi af handahófi nokkrar vatnsdeigsbolluuppskriftir af netinu til að bera saman ásamt uppskriftum frá mömmu og tengdó sem hafa bakað sínar bollur í tööööttöguogfimm ár (eða kannski nær 45 árum).  Uppskrift frá Cafe Sigrún fær að fljóta með því það eru svo margir í spelt - agave - kókósolíu pælingunni.

vatnsdeigsbollur 

Leiðbeiningar við bakstur eru yfirleitt mjög svipaðar.

Sjóðið saman vatn og smjör (sykur og salt ef það er notað).  Bætið við hveiti í pottinn og hræra því kekklaust saman við. Sumir hafa pottinn á hellunni á meðan þeir hræra í hveitið aðrir taka pott af hellunni á meðan.

Setjið deigið í hrærivél

Hrærið við eggjum, einu í einu.

Deigið á ekki að leka, heldur halda lögun.

Og svo þarf að muna:

  • Það er alveg bannað að opna ofninn á meðan verið er að baka bollurnar
  • Hafa gott bil á milli þeirra  á plötunni
  • Betra of lítið af eggi en of mikið, hálft egg of mikið getur eyðilagt uppskrift

Smellið á myndina til að sjá hana stærri:

vatnsdeigsbolla

Leiðbeiningamiðstöð heimilina

Mosfellsbakarí

Pressan.is

Freisting.is

Mömmur.is

Cafe Sigrún

bollur

UPPFÆRSLA FRÁ RITSTJÓRA:

Ég var að smakka bollurnar hennar mömmu, bakaðar skv. hennar uppskrift sem má sjá hér að ofan.  þær heppnuðust vel og voru mjög bragðgóðar.  Get mælt með þeirri uppskrift.


Barnaafmæli - Möndlu og 70 % súkkulaðikaka með döðlum

Dóttir mín átti afmæli og við heldum litla afmælisveislu í tilefni dagsins.  við ákváðum að "less is more".  Það voru krakkar, kaka, kerti og blöðrur.  Fyrir henni var það hið fullkomna afmæli.

Ég á það til að fara fram úr sjálfri mér og gera roooosa mikið en í þetta sinn staldraði ég við og hugsaði, hvað borðar fólk og hvernig köku langar afmælisbarninu í.   Henni langaði í Dóru landkönnuðar köku.  NEI! Ég var ekki að fara að gera Dora the Explorer köku í fullri stærð úr fondant sem engum finnst gott.  Kökur eru til að borða ekki bara til að dást að...

Ég notaði Betty Crocker Devil´s köku,  mér finnst þær svo miklu betri en heimabakað og það er ekki eins og ég sé með hollustuna í fyrirrúmi hvort eð er.  

Svo klippti ég út Dóru landkönnuðar pappadisk og setti fígúrur á grillpinna og stakk í kökuna.  Sú þriggja ára var rosalega ánægð og fondant smondant, kakan var góð.

Ég var þó næstum búin að klúðra þessu þegar ég setti stjörnuljós sem var búið að beygja eins og tölustafinn 3 á kökuna en engin kerti.  Þá sagði mín, "Ég vil fá kerti til að blása á! ". Ég átti sem betur fer kerti.

 afmæli

Note to self...  Þetta eru börn, það eru hefðir, höldum okkur við þær.  Héðan í frá verða alltaf kerti á afmæliskökum :)

 hamborgarakaka02

Einu sinni gerði ég hamborgaraköku, það var samt alveg gaman.  Og reyndar var fondant bara inn í kökunni.

 

Heilsusamlega kakan kom úr uppskriftarsafni frá Ebbu Guðnýju skilst mér.  Ég fann uppskriftina hér.

 

döðlukaka 

Möndlu og 70 % súkkulaðikaka með döðlum  

  • 1 bolli döðlur, (leggja ´ibleyti í smá stund)
  • 1 bolli möndlur
  • 120 g 70 % súkkulaði
  • 1/4 bolli sykur
  • 3 msk hveiti
  • 1 teskeið vanilludropar
  • 3 msk vatn (vatnið sem döðlurnar lágu í)
  • 2 egg
  • 1 tsk lyftiduft
Blandið öllu saman.  Ég saxaði möndlurnar og súkkulaði gróft, en það mætti líka setja það í matvinnsluvél.

Setjið blönduna í form og bakið við 150°c í 40 mínútur.  Berið fram með rjóma eða Ís.  

Ég nota venjulegan sykur og hvítt hveiti (reyndar lífrænt og steinmalað en ekki spelt eins og upprunalega uppskriftin segir) 

döðlukaka

 

 

 

 


Matur fyrir ungabörn - Hvað er tísku núna?

Það vefst eflaust fyrir mörgum foreldrum hvað gefa eigi börnunum þegar þau fara að fá fyrstu alvöru fæðuna.  

barn 

Það er ekki langt síðan ég var í þessum vangaveltum með fyrsta barn og er nú aftur að velta þessu fyrir mér með annað barn.  Auðvitað byrjar maður á því að flækja hlutina því maður er að reyna að gera sitt allra allra besta þegar kemur að því að næra litla krílið sitt.

Ef þið nennið ekki að lesa alla færsluna þá er hér stutta útgáfan:

Stutta útgáfan...

Fiskur er víst rosa fínn fyrir 7. mánaða skv nýjustu rannsóknum.

Cheerios er skítur, Byggi er flottur

Borðum íslenskt, eldum mat frá grunni

Bökum brauð 

Og sú langa... 

kartöflur 

Ég var á því að kartöflur og fiskur væri góður matur.  Þetta hefur fætt íslendinga frá örófi alda.  Þetta er eitthvað sem landið gefur af sér og það er það fyrsta sem ég hugsa til, hvað vex í kringum okkur.

Kornið hefur verið lengi til.  Bygg er ræktað á Íslandi með góðum árangri.  Bygggrautur með íslensku smjöri er afbragðs fæða.  Ég byrjaði á hirsigraut fyrsta mánuðinn á meðan líkaminn var að koma sér í gang að byrja að melta eitthvað annað en móðurmjólkina.

En svo byrjar maður að google-a og þá byrja vandræðin.  Það má alls ekki gefa hveiti, það er svo mikill ofnæmisvaldur, það má alls ekki gefa fisk fyrsta árið og svo framvegis, ekkert má.  

drekaávöxtur 

En svo les maður að það sé svaka sniðugt að gefa Papya, kókósolíu, og eitthvað fleira sem er svo fjarri mér hér á litla Íslandi.

Þangað til...  Ég talaði við hjúkrunarfræðinginn um fiskinn góða og jújú, nú er búið að breyta.  Það má alveg gefa fisk.  Rannsóknir sem sýndu annað eru þá úreldar og nýjustu rannsóknir sýna að fiskur er fínn fyrir 7. mánaða börn og ekki sá ofnæmisvaldur sem menn héldu.

Jæja, segi ég þá.   Fiskur, kartöflur og íslensk smjör skal það vera, ÍSLENSKT SMJÖR en ekki kókósolía í krukku sem ég veit ekkert um... (miðað við ólífuolíu skandalinn)

gulrætur 

Svo eigum við fullt af góðu grænmeti, paprikur, gulrætur, agúrkur, tómatar svo eitthvað sé nefnt.

Það þarf ekki alltaf að flækja málin.  

rauðmagi

En eins og málin standa í dag þá á að vera í góðu lagi að gefa ungabörnum fisk, samkvæmt hjúkrunarfræðingi í ungbarnaeftirliti.

Það er mjög gott að hafa til hliðsjónar hvað sé ekki æskilegt því það er ýmislegt sem ekki ekki má gefa ungum börnum eins og til dæmis hunang og það er vitað mál og sleppa salti því nýrun eru óþroskuð.  Maður verður svo einna helst að hlusta á eigin sannfæringu.  

Og svo í lokin þá er ég antí Cheerios manneskja.  Þar er afurð full af allskonar þótt þeir gefi sig út fyrir að vera rosa hollir, aðallega því þeir eru með minni sykur en margt annað morgunkorn.

Ástæðan fyrir því að ég útiloka Cheerios og amerísk morgunkorn er sú að það er hægt að dansa svo í kringum hlutina til að þeir hljómi hollir og FDA dansar með stóru fyrirtækjunum.  (ég er farin að hljóma eins og samsæriskenningaróð manneskja, o well).   Cheerios inniheldur Trisodium phosphate sem er notaði í þvottaefni og sápur, bragðefni, HFCS (High fructose corn syrup), svo hef ég heyrt að 8 g af 28 g séu whole grain.  Og þar sem FDA segir að MSG þurfi ekki að standa á vörunni þá er það eflaust til staðar. 

Ég kaupi Bygga, hreinan og íslenskur í alla staði.  Þegar litlu dúllurnar eru farnar að æfa fínhreyfingar þá er upplagt að gefa þeim Bygga, frekar en Cheerios.  Og þá segja margir, en Byggi er eins og borða fréttablaðið á meðan Cheerios er gott, en afhverju haldiði að Cheerios sé svona "gott"?  Því það er allt sett í það til að kítla bragðlaukana og fá okkur til að kaupa meira og meira, því þegar allt kemur til alls þá snýst þetta um markaðsetningu og sölumennsku.

brauð

Á ég eitthvað að minnast á hversu frábært það er að baka sitt eigið brauð þar sem þú veist hvað fer í það.  Ég veit að mörg brauð út í búð nota til dæmis smjörlíki og heyrst hefur líka, tata... iðnaðarsalt ;) 

Ef þið kaupið brauð spurjið bakarann hvaða hráefni hann notar.  Ég get mælt með súrdeigsbrauðunum frá Sandholt.

hveiti 

Ég nota lífrænt hveiti, steinmalað frá ítalíu, hveiti sem ég treysti að sé gott.  Hvað er betra fyrir litlu angana en að narta í litla brauðmola, heimabakað með smá smjöri? 

Þetta voru hugleiðingar dagsins, alltaf gott að hugsa "upphátt".

Skál :P ! 

 


Bestu uppskriftirnar 2012

Ég hef svo gaman af svona "top ten" og "best of", uppgjörinu í byrjun á nýju ári.  Ég byrjaði  að þýða uppskriftirnar mínar yfir á ensku fyrir þó nokkru.

Hugmyndin var að ég myndi gera mitt íslenska blogg og þýða það svo yfir á ensku en ég komst fljótlega að því að markhópurinn var svo ólíkur að þegar ég var búin að tuða um íslenskt verðlag eða SS pulsur þá einhvervegin átti það ekkert erindi til þeirra sem lesa bloggið á ensku, svo var ég að tala um norðurljós og eitthvað sem ég átti von á að íslenskir lesendur hefðu ekkert gaman að.  Úr varð að ég hef verið með sömu uppskriftir en ólíkan inngang.

Enn er ég að reyna að ákveða mig hvort ég eigi að halda áfram þessu röfli á íslensku eða bara láta enska bloggið duga þar sem flest allir skilja ensku jafn vel og móðurmálið.

Þar sem ég er ekki alveg tilbúin til að gefa íslenska bloggið upp á bátinn þá mun ég halda áfram að setja hér inn færslur en eflaust blanda þeim eitthvað saman við ensku uppskriftirnar.

Matarbloggið mitt er  http://thehousebythesea.wordpress.com

Ég tók saman lista yfir uppáhalds uppskriftirnar sem ég bloggaði um 2012.  Það má glöggt sjá að brauðmeti er í miklu uppáhaldi hjá mér þar sem pizzur og samlokur eru allsráðandi en einnig þónokkrir gómsætir sjávarréttir eins og hörpudiskur, humar og lax.  

top10 

Listann með mínum top 10 uppáhalds má finna á

síðunni minni The House by the Sea - Foodwaves

 

 


Gleðilegt ár - besti hamborgari ársins 2013

Það er eitthvað við byrjun á nýju ári, það minnir mig á þegar ég byrjaði skólaárið, yddaði alla blýanta og fögur fyrirheit að læra alltaf heima.  Viku síðar voru oddar á öllum blýöntum brotnir, yddarinn týndur og ég hafði eitthvað betra að gera en að læra heima.

Þannig að ég mun ekki fara í megrun, ræktina eða hætta að drekka þetta árið.  

sliders 

Ég bjó til fáránlega góðan hamborgara áðan og í staðin fyrir að endurtaka mig þá getið þið lesið allt um hann hér.

GLEÐILEGT ÁR VÚHÚÚ!!!

 

 


Gleðileg jól

Gleðileg jól!
 
calendar24 

Jóladagatal ...1

I have been pinning so much Christmas stuff on Pinterest, but not much time to do it all.  It is not crazy to do things over the whole year instead of planning on doing everything  in December. I have a Christmas board here with lots of cool Christmas Ideas.

calendar23 


Jóladagatal ...2 - Saltfiskur með kúrbít og eggaldin

Ætli það sé ekki gaman að vera jólasveinn, í skjóli skeggsins og fíflast.

Ég hitti einn við Fossá, hann var fyndinn.  Það kom fólk og bað um að fá að taka mynd af honum.  Þá sagði hann, ætliði að setja hana á facebook?  Svo spurðu þau, "Hvað heitir þú?" Stekkjastaur segir hann, þið getið taggað mig.  Nútímajólasveinn! 

christmas

Svo var farið á jólaball, mín situr spennt og fylgist með. 

 Þorláksmessa á morgun. Þá er komið að kæstu skötunni, ég er ekki mikið fyrir kæsta skötu en hef stundum fengið mér saltfisk í staðin.  Yfirleitt kýs ég að hafa saltfiskinn soðinn með kartöflum og nóg af smjöri.  Þetta er uppskrift sem ég rakst á í bók frá Sigga Hall.  Frábær réttur.

Saltfiskur með súkkíní og fleiru góðu

  • Saltfiskur, nokkur stykki (ca 2 flök)
  • Hveiti
  • 1 dl. ólífuolía
  • 1/2 eggaldin
  • 1/2 súkkíní
  • 1 dós tómatar, stewed
  • Smá hvítlauksrif
  • Basil, ferskt
  • Steinselja, fersk
  • Sérrí edik
  • Hlynsýróp
  • 1 dl gott hvítvín
  • Salt og pipar

Veltið fiski upp úr hveiti og steikið ca 2 mín á hvorri hlið á pönnu eða þar til hann er eldaður.  Leggið til hliðar

Steikið upp úr olíu eggaldin, súkkíní sem er skorið í fremur smáa teninga og hvítlauk.  Bætið við tómötum og kryddi, svo sérrí ediki (sem ég reyndar sleppi því ég á það aldrei) hvítvíni (aldrei nota vont hvítvín í matargerð).  Látið malla.

Setjið svo allt í eldfast mót og salfisksstykkin ofan á og berið fram með t.d litlum smjörsteiktum kartöflum.

 

22...

calendar22


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband