Food revolution

Hafið þið séð Food revolution með Jamie Oliver?  Þetta er flottir þættir, Jamie er að reyna að ná til hins dæmigerða kana sem lifir á skyndibita og hugsar ekki um afleiðingar þess að borða unninn skít.

Ef einhvernvegin væri hægt að ná til  þessa fólks sem ekki hugar að matarræði og þar með heilsunni þá væri það eflaust í gegnum raunveruleikasjónvarp. 

Það er áhugavert að sjá hann berjast við kerfið til að komast í mötuneyti skólanna.

Þróunin hér heima er að vera álíka, stórmarkaðir hérna fyllast af unnum matvörum, frosið, niðursoðið, þurrkað... 

Ég hef áður talað um það og segi það aftur, farið í stórmarkað og verslið í útjaðri búðarinnar, ferskvörunni og látið unnar og tilbúnar matvörur eiga sig.

Ef manni langar í góðan og einfaldan mat , langar helst í pizzu en  nennir ekki fyrirhöfninni þá er þetta málið!

pizza brauð 

Súrdeigsbrauð pizzastyle 

  • Ótrúlega gott súrdeigsbrauð úr bakaríi, loftkennt og létt!
  • Tómat passata
  • Ferskur mossarella
  • Ofur gott salami úr kjötborði
  • Ferskan og góðan lauk, ef þið eigið, bestur í Frú laugu!
  • Oregano, salt og pipar

*hráefnið í réttinn hér að ofan fæst í Frú Laugu, þau eru yfirleitt með salami frá Kjötpól, sem er annars bara beint á móti Frú Laugu í Laugarnesi.

Dreyfið úr tómat passata á brauðsneið, leggið ostsneiðar, salami og lauk yfir.  Bakið í ofni á grilli þar til osturinn byrjar að brúnast. Stráið oregano, salti og pipar yfir þegar brauðið kemur úr ofninum.

Ef þið eigið ferskt oregano (timian) þá er það frábært annars hefur mér fundist oregano kryddið frá Himneskt alveg ágætt.

soffia_kritar 

Ef þið eigið börn þá minni ég á heimasíðuna mína www.soffia.net með allskonar skemmtilegu og lærdómsríku efni. ég var að setja inn nýjan leik um formin.

 

 


Bráðum kemur betri tíð með ber í haga - Grænkálsflögur, gott hollustusnakk

Eitt af því sem réttlætir það fyrir mér að það sé farið að hausta eru bláberin og krækiber.  Krækiberin eru orðin ansi vænleg og ég sé fram á fína sprettu í ár, en krækiberin hjá okkur voru frekar dapurleg í fyrra.


BER 

Ég veit um svo marga sem eru meira fyrir bláber en krækiber, ég er ein af þeim.  En eftir að ég djúsaði krækiberin þá finnst mér þau ómissandi í smoothie eða bara fá sér smá í staup.

Einu sinni prófaði ég þrjár aðferðir við að djúsa krækiber, með djúsara apparati á Kitchen Aid, með Djúser og svo með því að setja í blender með ögn af vatni til að koma græjunni af stað.  Blenderinn kom best út, auðvelt að þrífa, einfalt, fljótlegt og heldur meira af djúsi meir að segja (og ég tel ekki með þennan slurk af vatni sem fór með).  
 
krækiber

Ég mæli sérlega með að tína krækiberin líka og mauka þau svo í djús, þannig losnar maður við beiskjuna sem er í hratinu.
 
 krækiberjasmoothie
 
Ég skaust út í garð síðustu helgi og náði mér í góða lúku af krækiberjum, maukaði þau og setti krækiberjasafann í smoothie, bara hressandi.

 
 
Ég hef verið að versla svolítið af grænkáli, þá má nýta það á marga vegu og mér finnst Grænkálsflögur alltaf góðar.
grænkálsflögur 
 
Grænkálsflögur
  • Grænkál
  • Svakalega góð Extra Virgin Ólífuolía
  • Sjávarsalt
 
Blandið káli, olíu og salti vel saman.  Ég set allt í lítinn plastpoka og nunna þessu vel saman.  
 
grænkálsflögur 
 
Svo dreyfið þið úr kálinu á smjörpappír í ofnskúffu og bakið í ofni á 200°c í ca 20 mín eða þar til grænkálið er orðið stökkt, fylgist vel með því svo það brenni ekki.
 
Einnig hef ég séð útfærslu með soya og sesamfræjum sem vert væri að prófa.
 
 

Sweets for my sweet, og hugsað upphátt um græðgi

Eftir sumarfrí þá er maður búinn að vera að sulla í sykri og sælgæti, ís, baka kökur, borða nammi...

Um verslunarmannahelgina keypti ég mér Freyju karamellupoka til að maula á yfir helgina, svo á þriðjudeginum finn ég hann í töskunni minni, óátekinn.  Löngunin hafði ekki verið meiri en svo að ég snerti ekki á honum.  Nokkrum dögum síðar hugsaði ég ekki um annað en þennan karamellupoka og viljið þið vita ástæðuna?  

Á mánudeginum hafði ég tekið þá ákvörðun að borða ekki sykur og sælgæti í eina viku.  Og af því að ég má ekki fá mér eina karamellu þá auðvitað langar mér þeim mun meira í hana.
 
Maðurinn minn spurði mig afhverju ég henti ekki bara pokanum, en það kemur ekki til greina.  Það væri dapur viljastyrkur að geta ekki setið á sér að borða nammi í eina litla viku!  Og miðað við hvernið tíminn líður þá er nú ekki langt í að ég geti opnað pokann, nema þá hef ég eflaust engan áhuga ;)
 
 sleikjo

Ég er nú ekkert að fara að taka sykur úr matarræðinu hjá mér, þetta er meira til þess gert að kúpla sig úr því að vera alltaf að borða sætindi og sykur.  Ég er alveg á því að sælgætisát sé ekki af hinu góða, en í ALGJÖRU hófi getur maður fengið sér ís eða karamellu öðru hvoru.

Svo held ég að hvítur sykur sé verri en hrár, ekki að hrár sé hollur, heldur er hann ekki jafn unnin. Smá lesning.

Svo er ég alfarið á móti sætuefnum og ég vona að fólk spái aðeins í sykurlausum vörum stútfullum af aspartame sem er algjör skítur og aðeins samþykkt af FDA út af peningum og völdum.  

Ágætis samantekt um Aspartame má nálgast hér...
 
Og þar sem ég er öll í samsæriskenningum þá versla ég ekki við stóru fyrirtækin (...eeemmm...eins lítið og ég get, sem er ansi lítið) og þar þarf maður að vera á tánum því þau eru sífellt að versla öll önnur fyrirtæki.  
 
Er ekki við hæfi að setja inn mynd af afmælisköku sem ég gerði með Maltesers, sem er framleitt af MARS INC,  áður en við höldum áfram...
kaka 
 
 
Tökum Nestlé sem dæmi, það eru endalausir skandalar, einn sá versti var þegar þeir urðu valdir að dauða barna í þriðja heims ríkjum því þeir mæltu gegn því að börn fengju brjóstamjólk og fengju frekar formúlu mjólk frá nestle, sell sell sell!!!  en þeir voru ekki að taka það fram að það þyrfti hreint og soðið vatn í formúluna og konur voru að blanda þetta með skítugu vatni því aumingja mæðurnar höfðu bara flestar ekki aðgang að hreinu vatni, ekki voru þeir með alla sína peninga að sjá til þess að þær fengju hreint vatn, nei þeir voru að selja þeim formúlu. DÆS...
 
Undir hatti Nestlé er ansi margt, hér er t.d listi.  
 
Lesið þetta og hugsið ykkur svo tvisvar um áður en þið verslið Nestle fyrir börnin ykkar.  Það er fullt af barnamat í boði í dag (sem oft er nauðsynlegt að geta gripið í) og kannski ögn dýrari, en það er oft ástæða fyrir því ef eitthvað er ódýrara.  
 
Jæja, þessi færsla er aldeilis komin út í allt aðra sálma en ég upphaflega ætlaði mér, það er bara þegar maður kemst á flug þá leiðir eitt að öðru. Ég get haldið áfram, gosdrykkjaframleiðendur, skyndibiti...en látum þetta gott heita í þetta sinn.
 
Ég enda þetta á orðum forstjóra Nestlé því þessi maður þarf að græða meira og hvað getur hann gert næst?
 
 Í stuttu máli er hann að segja:
 
 “Access to water should not be a public right.”

eða eins og hann orðar það:(NGO er non governmental organization)

"The NGO's bang on declaring that water is a public right. That means a human being should have a right to water. That is an extreme solution. It's a question of whether we should privatise the normal water supply for the population. Water is a food (stuff) and like any other food it should have a market value. Personally I believe it's better to give water a food (stuff) value so that we're all aware that it has it's price." 

 Spáið í þetta næst þegar þið þurfið "food stuff".

Hvað finnst ykkur?  Eiga allir að hafa rétt á vatni eða á að einkavæða allt neysluvatn? 

Endilega horfið á þessa áhugaverðu sýn hans  hér á youtube

Þetta er svona grunnt í árina tekið hjá mér, ég er bara að hugsa upphátt...

 



Hin fullkomna pizza, þriðji hluti - áleggið

Regla númer eitt, ekki troða of miklu á pizzuna, þá verður botnin slepjuelgur.  Ég veit það er stundum erfitt að hemja sig en less is more í þessu tilviki.  Ég á það sérstaklega til að setja of mikið þegar kemur að burrito og öðru sem þarf að vefja, þá er það ómögulegt því ég er búin að troða helling af öllu.

Ég er þó alveg búin að læra að hemja mig þegar kemur að pizzugerð.

pizza 

Það sem þarf að huga að þegar gera skal góða pizzu hvað varðar álegg er eftirfarandi:

 

  • Less is more
  • Nota gæða álegg
  • Nota ferskan mozzarella og ferska basiliku
  • Ekki vera hræddur við að prófa eitthvað nýtt  
pizza
Ég mæli sérstaklega með að fara í kjötborð og fá gott salami, uppáhaldið mitt er grænpipars salami í ostabúðinni, en það hefur því miður ekki fengist undanfarið.

pizza 
Mér finnst klettasalat fara með með flestum pizzum, ekki bara þessari klassísku hráskinku.
 
  
pizza 
Ég gerði pizzuáleggi ítarleg skil á síðunni minn The House by the Sea.
Þar eru nokkrar góðar hugmyndir hvað setja má á pizzur. 
 
Einnig hef ég fjallað um:

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband