11.4.2010 | 13:17
Bananamuffins, upplagt með sunnudagskaffinu
Í hvert skipti sem ég baka muffins byrja ég á að eyða tíma í að finna uppskrift og svo hefur það komið fyrir að ég lendi á ekki nógu góðri uppskrift. Þess vegna ætla ég að henda inn hér uppskrift sem ég var að baka og smakkast mjög vel.
Ég vil benda á að muffinsið í Matarást (ein af mínum uppáhalds bókmenntum) er eitthvað undarleg, amk er sykurmagnið í lægri kantinum svo að mér fannst þær óætar.
Bananamuffins (ca 12-14 stk)
- 5 dl hveiti
- 2.5 dl sykur
- 1 tsk lyftiduft
- 1 tsk salt
- 1.25 dl olía
- 1.25 dl mjólk
- 2 egg
- 2 litlir bananar
Svo má skipta út bönunum fyrir eitthvað annað gott, t.d bláber sem er uppáhalds hjá mér.
Blandið saman þurrefnum í eina skál og vökva (mjólk, olía og egg) í aðra, þ.e allt nema banana. Þeytið saman vökvann og bætið honum út í þurrefnin. Stappið banana og hrærið saman við með sleif.
Setjið í mót eða muffinsform og bakið í ca 30 mín við 180° C.
10.4.2010 | 10:41
Kjúklingaleggir með anís og austurlensku ívafi
Ég bjó til mjög góða kjúklingaleggi í hádeginu í dag með nýju sniði. Tilbreytingin fólst í þurrkuðum anís. Þeir voru svo góðir að ég bjó þá aftur til í kvöldmat handa manninum.
Þessi réttur kom verulega á óvart og það var TERA gott að rífa kjúklinginn af beinunum og fylla kínverskar pönnukökur með kjúklingnum, agúrku, fínt skorinni púrru eða vorlauk og hrísgrjónum....og extra soði af kjúklingnum, svona í anda "Crispy aromatic duck"
Kjúklingaleggir með anís og austurlensku ívafi
- 1 pakki kjúklingaleggir
- 4 dl vatn eða nóg til að hylja kjúklinginn.
- ca 6 anís stjörnur
- 6 msk púðursykur
- 1 msk balsamik edik (dökkt eða ljóst)
- 5 msk rifin engiferrót
- 2-3 hvítlauksrif
- Salt og pipar
Setjið allt nema leggi í pott, komið upp suðu. Bætið kjúklingaleggjum út í og setjið lok á pott. Mallið í 40 - 60 mín eða þar til kjúklingurinn er eldaður. Hrærið í og snúið við leggjunum af og til.
Sósan er svo góða að ég mæli með að gera nóg til að drekkja hrísgrjónunum í. Ef þið viljið þykkja hana með hveiti eða jafnara þá gæti það örugglega virkað vel.
Ég henti í nokkrar kínverskar pönnukökur, hveiti og sjóðandi vatn hrært saman. Þetta er svo rúllað út eftir kúnstarinnar reglum og hitað á pönnu. Mæli með að þið skoðið myndbönd á youtube hvernig þetta er gert. Þetta er ekki flókið. En það má líka eflaust kaupa svona pönnukökur tilbúnar.
www.soffia.net
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 14:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.4.2010 | 09:27
Reykt hrefnukjöt með Wasabi Sesame Dressing
Ég hef verið að gera tilraunir með Wasabi sesame dressinguna. Nú síðast bar ég hana fram sem dipping sauce með reyktri hrefnu. Svona svipaður fílíngur og soya með sushi. Mér fannst þetta passa ágætlega saman.
Annars er rótsterk hvítlaukssósa líka góð með hrefnunni. Sýrður rjómi eða grísk jógúrt með fullt af hvítlauk, salti og pipar. NB að hafa vel af hvítlauk, það gerir galdurinn.
Einnig kom með á disknum Höfðingi sem ég skellti á pönnu og bar fram með Thai sweet chili sauce.
Í aðalrétt var svo klassískur réttur. Nóg af humri með smjöri og hvítlauk. Ekkert prjál og stendur alltaf fyrir sínu. Mikilvægt að bera fram gott baguette með þessum rétti og kalt ferskt hvítvín.
www.soffia.net
8.4.2010 | 11:32
Mangó Karrý kjúklingur
Þennan rétt þekkja nú flestir en ég var beðin um að setja hann hér inn. Hlutföllin eru nú ekki nojuð frekar en fyrri daginn. En þetta gerði ég:
Mangó Karrý kjúklingur
- 2 kjúklingabringur, skornar í bita
- 400 dl rjómi
- 2-3 hvítlauksrif
- 4 kúffullar msk mango chutney
- 3..4..5... tsk karrí, alveg eftir smekk!
- 2 tsk eða svo af túrmerik
- Salt og pipar
- Olía eða smjör til steikingar
Bringur skornar í bita, steiktar með smjöri eða olíu ásamt kjúkling og karrí, túrmerik, hvítlauk, salti og pipar. Mangó chutney og rjómi settur útí og látið malla. Túrmerik er ekki nauðsynlegt, ég er bara með túrmerik æði. Svo ef þið viljið þykkja sósuna þá má alltaf setja smá af sósujafnara, mér finnst þó betra að hafa hana meira fljótandi.
Borið fram með naan brauði.
5.4.2010 | 12:18
Heit frönsk sveitakæfa með sveppasósu og rúgbrauði
Þetta er ljúffengur matur, borið fram með köldu hvítvíni eða góðu rauðvíni. Þetta er algjör stemmnings matur og gaman að bera á borð fyrir góða gesti. Það eru til ýmsar útfærslur á sveitakæfu. Ég fékk uppskrift hjá vinkonu og svona endaði þetta hjá mér.
Frönsk sveitakæfa
- 400 g svínahakk
- 400 g svínalifur og spekk (2:1, 2 hlutar lifur, 1 spekk)
- 100 g beikon
- 1 egg
- 1 msk hveiti
- 1/4 l rjómi
- Salt
- Pipar
- Krydd, t.d timian
- 1 dl haframjöl
- 1/2 laukur
- 1-2 rif hvítlaukur
Ég kryddaði með lamba kryddblöndu frá NOMU, sem í var m.a cumin, timian, rósmarín ofl.
Öllu blandað saman í skál, ég notaði hendurnar. Látið standa í ísskáp í klst eða svo. Setjið í smurt eldfast mót og inn í ofn í klst á 180°. (Gæti þurft að vera lengur í ofninum þó). Hafið vatn í ofnskúffu í ofninum á meðan þið eldið kæfuna.
Berið fram með sveppasósu, rúgbrauði, súrum gúrkum og rauðbeðum.
Sveppasósa
- 1 box sveppir
- 1/2 L rjómi
- 2 msk hvítlauksrjómaostur
- Smá hvítlaukur
- Salt
- Pipar
- Timian
- Smjör
- Sósujafnari
Steikið sveppi upp úr smjöri og smá hvítlauk. Bætið við rjóma og rjómaostinum. Kryddið. Látið malla, þykkið með sósujafnara. Ef þið eigið koníak er gott að setja smá skvettu út í, eða smá skvettu af hvítvíni.
Það vantar alveg löðrandi rjómalöguðu sveppasósuna og íslenska smjörið á rúgbrauðið á þennan disk!
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 15:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)