Hugmynd að einföldu Tapas matarboði inni eða í góða veðrinu úti á svölum með svalandi hvítvíni

Stundum langar manni að njóta þess að drekka góð vín, spjalla fram eftir kvöldi við borðstofuborðið með góðum vinum og seðja hungrið nú eða spjalla, borða og drekka  í sól og sumri út á svölum.  Þá eru tapas réttir málið. 

 

Það eru til svo mikið af góðum tapasréttum, suma þarf maður að dudda sér við eins og kartöflukroketur, djúpsteiktur saltfiskur og tortilla (spænsk eggjakaka).

Ef ykkur langar að henda í mjööög einfalt smáréttaboð sem KLIKKAR EKKI!  þá væri hægt að bjóða upp á eftirfarandi:

 

Ostar og salami

  • Brie ost
  • Prima Donna ost
  • Franska eða Ítalska salami
  • Sulta
  • Rauðlaukur skorinn í hringi
  • Paprika, skorin í hringi
  • Baguette
Raðað á ostabakka og brauðið skorið í sneiðar

Hráskinka

  • Klettasalat
  • Hráskinka
  • Hunangsmelóna

Melóna skorin í bita, skinkan rifin niður mjög gróft. Lagt á klettasalatbeð.

 

Bruchetta í baguette

  • 3-4 tómatar, skornir í teninga
  • 1 búnt fersk basil, söxuð
  • 1 hvítlauksrif
  • 1 kúla ferskur mossarella, skorinn í sneiðar
  • Góða EV ólífuolíu
  • Maldon salt
  • Svartur pipar
  • Frosið baguette (látið þiðna)

Forhitið brauðið aðeins. Öllu blandað saman í skál nema baguette og osti. Baguette klofið ofan á, eða skorið eins og pulsubrauð og fyllingin sett í brauðið og svo ostsneiðarnar ofan á.  Hitað í ofni á ca 200°c  þar til osturinn bráðnar og brauðið orðið fallega gullið.

Baguette með brie

  • Frosið baguette
  • Brie ostur, skorinn í sneiðar
  • Frönsk salami 
  • Rauðlaukur, skorinn í hringi

Forbakið brauðið í nokkrar mínútur. Kljúfið brauðið svo og raðið salami, osti og lauk í brauðið, dreypið yfir með góðri ólífuolíu, saltið og piprið.  Setjið í ofn á ca 200°c þar til osturinn er aðeins farin að bráðna.

Svartar og grænar ólífur í skál

Berið fram eina skál með svörtu ólífum og aðra með grænum.

Balsamic og olía

Hafið á borðinu góða ólífuolíu og balsamic , gróft salt og piparkvörn.  Gott er að hella smá af olíu og balsamic á diskinn sinn, salta vel og pipra og dýfa góðu baguette í þetta.

 

Flóknara þarf þetta ekki að vera, þetta er ávísun á gott kvöld. Svo er málið að bera fram extra góð vín!

 

 

 


Chile con carne með baunum, nammi nammmmmmm

Ég keypti nokkrar mismunandi dósir af chilli beans um daginn og opnaði þær allar til að finna út hver þeir væri best.  Mér fannst Chili beans, red chili -  Jalapenos frá Eden lang best!

chilli beans

 Ég hef nú áður bloggað um chile con carne en hér kemur einföld útgáfa þar sem ég nota chili beans frá Eden

Chile con carne

 

  • 500 g nautahakk
  • 1/2 - 1 laukur
  • Hálf askja sveppir
  • Ferskur chili, eftir smekk
  • Nokkur hvítlauksrif, eftir smekk
  • Nautakraftur og vatn, 1/2 L eða svo
  • 1 dós hakkaðir tómatar
  • 1 lítil dós tómatpure
  • 1 dós chili beans frá Eden (eða einhverjar nýrnabaunir)
  • Salt
  • Pipar
  • Oregano
  • Smjör, 2-3 msk

Steikið sveppi, lauk og hakk upp úr smjöri með hvítlauk og smátt skornum chili. Bætið öllu hinu út í og látið malla vel og lengi.

Það er bara um að gera að smakka sig áfram þegar maður býr til chili con carne. Það má svo bragðbæta með t.d  hvítvíni, bjór, steiktu beikoni eða einhverjum góðum kryddum ...

Borið fram með sýrðum rjóma, hrísgrjónum, tortillakökum eða nachos-i.


Krydd í tilverunni - Kebab, einfalt, fljótlegt og upplagt í grillpartíið

Ég keypti nokkur krydd í Tiger, því ég hafði prófað Gyros kryddið hjá þeim og finnst það mjög gott.  Ég prófaði núna Kebab krydd og Tzatziki krydd.  Bæði mjög bragðgóð.

Þetta er svo einfalt að það er ekki fyndið og því mjög hentugt þegar skella þarf í einfalt og fljótlegt, en gott grill.  Það væri rosa gott að þræða kryddaða kjúklinginn upp á grilltein og gott grænmeti á annan. 

Ég reyndar eldaði kjúklinginn bara á pönnu og ekki er það síðra.

Kebab með souvlaki keim og Tzatziki sósu (fyrir 2)

  • 1 kjúklingabringa skorin í hæfilega stóra munnbita
  • Kebab krydd frá Tiger, eftir smekk (t.d 2-3 tsk)
  • Matarolía

Veltið kjúklingabitum upp úr kryddi og olíu og steikið á pönnu.

 

Tzatziki

  • AB mjólk
  • Tzatziki krydd frá Tige, 2-3 tsk eða eftir smekk, um að gera að smakka þetta til

 Blandið saman í skál.

Hugmyndir að meðlæti: 

Hrísgrjón með grænum baunum

Grískt salat sem t.d gæti samanstaðið af smátt skornum agúrkum, lauk, tómötum og ólífum, blandað við hreinan fetaost eða fetaost í kryddlegi.

Tortilla kökur, naan brauð, focaccia eða hvítlauksbrauð...

kebab

 

 


Eldað eftir uppskrift frá hælinu.

Ég fór á hælið í hádegismat, þá er ég að tala um heilsuhælið í Hveragerði.  Þar fékk ég dýrindis tortilla. 

Ég ætlaði ekki að trúa því að eina kryddið í réttinum var Kanill.  I kid you not, það var allt og sumt því ég prófaði að elda þennan rétt eftir uppskrift áðan og hann var fáránlega bragðgóður.

 

Ég fylgdi uppskriftinni nokkuð vel en svona fór ég að...

 

Nýrnabaunatortilla

 

  • 1 dós baunir (blanda af pinto, kidney og canelini baunum)
  • 1 gulrót
  • 1 Steinseljurót (parsnip)
  • 1/2 laukur
  • 1 dós hakkaðir tómatar
  • 2 hvítlauksrif
  • 1 tsk kanill
  • 1-2 tsk salt
  • 1 bolli rifinn ostur
  • Tortilla kökur

Skerið lauk, nípu og gulrætur í tenginga og steikið upp úr smá olíu ásamt salti og kanil.  Bætið svo við baunum og tómötum.  Látið malla.  Setjið fyllingu í tortilla (burritos kökur) ásamt rifnum osti og inn í ofn í 5 mínútur við 200°c.

 

Með þessu bar ég fram Jalapeno sósu

  • 2 msk sýrður rjómi
  • Smátt skorinn jalapeno, niðursoðinn (2-3 hringir)
  • 1-2 tsk lime safi
  • 1 tsk sýróp
  • Salt 

Öllu blandað vel saman.  Ég steytti í morteli jalapeno, lime og salti, bætti svo við sýrðum og sýrópi.

 

Svo bjó ég til Tómat salsa úr því sem til var

  • 2 ferskir tómatar
  • 3-4 hringir niðursoðinn jalapeno
  • Salt og pipar
  • 1/4 laukur
Tómatar, laukur og jalapeno skorið smátt og öllu blandað saman.


Ég sauð hrísgrjón og bætti svo við þau grænum baunum (frosnum), smjöri og salti.

 nýrnabauna tortilla

 

 

 

 


Fagur fiskur á salatbeði

Síðastur í eldhúsið í þessu Foodwaves ævintýri var Halli.  Hann fann ýsu í frystinum og henti fram einum klassískum Halla rétti sem klikkaði ekki frekar en fyrri daginn.
 
Fagur fiskur á salatbeði
  • Ýsa
  • Sveppir
  • Vorlaukur
  • Hvítvín
  • Rjómi
  • Smjör
  • Hvítlaukur
  • Salt og Pipar
  • Parmasen

Sósan löguð í potti úr sveppum, vorlauk, hvítvíni, rjóma, smjöri, salti og pipar.  
Ýsan sett í eldfast fat og sósunni helt yfir.  Bakað í ofni þar til ýsan er elduð í gegn.  Skreytt með parmasen.
 
 
 

Salat með granateplum og passion ávextum, einfalt

Hér er svo þriðji rétturinn í foodwaves.  Þá var komið að mér að elda eitthvað.
 
Ég get algjörlega mælt með þessum rétti.  Granateplið og möndluRnar voru að dansa saman og passion ávöxturinn smellpassaði með þessu öllu.  Fullt af skemmtilegheitum fyrir bragðlaukana.
 
 passion ávöxtur
 
 
Misuna Passion salat (fyrir 2)
  • 1 Baguette
  • Kryddleginn mossarella
  • 2 Passion ávextir 
  • Mizuna salat
  • 1 Granatepli
  • 1/2 Grilluð paprika í strimlum
  • Hálfur poki möndlur
  • Ólífuolía
  • Maldon salt


Kljúfið Baguette langsum og skerið í tvennt (miða við hálfa baguette á mann) og fyllið með mizuna salati, mossarella og gumsinu innan úr passion ávextinum.
Grillið í rifluðu samlokugrilli.

Ristið möndlur á pönnu og bætið við fræjunum innan úr granat epli og hitið smá. Blandið saman við Mizuna salat og saltið vel með Maldon salti og dreypið vel yfir með góðri ólífuolíu.
 
Berið fram með samlokunni.
 
Lokahandbragðið fólst í góðri ólífuolíu og slatta af henni ásamt grófu Maldon salti.
 
salat
 
 
 
granatepli

Naanbrauð nýtt á nýjan hátt

Það er ekkert smá flott hvað fólk sem kemur til okkar í foodwaves er duglegt að elda og  frumlegt í eldamennsku, það þorir að prófa allskonar skemmtilegar samsetningar. 
 
Eins og þið kannski vitið þá á ekki að styðjast við uppskriftir og fólk má gramsa í öllum skápum og nota hvaða hráefni sem það finnur. 
 
Því er fólk að koma inn í eldhús án þess að hafa glóru um hvaða hráefni er til sem það getur eldað úr.
 
Og nú held ég áfram að segja ykkur frá réttunum sem voru framreiddir föstudagskvöldið forðum. Sú sem var næst í eldhúsið að malla brást ekki bogalistin og eldaði hún dýrindis rétt.
 
Punjabi with twists (fyrir 2 sem aðalréttur)

  • 2 Naan brauð
  • 2 Dvergrauðlaukur
  • Ca 1/3 krukka Feta ostur
  • 1/2 Grænt epli
  • 2-3 msk Mangó - jalapeno glaze
  • Hamborgarakrydd
  • Svartur pipar

Laukur og epli steikt upp úr mangó glaze, kryddað með svörtum pipar og hamborgarakryddi. Það er sett á naan brauð ásamt fetaosti.  Hitað í ofni við 200° c í ca 5 mínútur.
 
naan



Frábærlega vel heppnað föstudags Foodwaves

Við buðum vinum í mat sem okkur hefur hlakkað mikið til að bjóða upp á foodwaves, þar sem þau eru gourmet fólk, bæði tvö.

Allir réttirnir voru snilldarlega bragðgóðir og skemmtilegir, og fengu þeir að sjálfsögðu 5 m, mmmmm.

Vaninn er að þeir sem koma í foodwaves eiga að koma með eitthvað hráefni með sér, það má vera hvað sem er, eitt hráefni eða fleiri, laukur eða humarhalar og allt þar á milli.

Vinir okkar mættu með Wild Poppy Vinegar og White Truffle Aroma ólífuolíu, ekki amalegt það og undirstrikar hversu mikið gourmet fólk þau eru.

Fyrir þá sem vilja vita nánar hvað Foodwaves er þá má lesa allt um það hér!

Vinur okkar eldaði fyrsta rétt kvöldsins

Bruchetta með kúfskel, dvergrauðlauk og valmúga ediki
 
  • Einn poki kúfskel
  • 1-2 dvergrauðlaukur, smátt saxaður
  • Hálf paprika, smátt sökuð
  • Marokóskt krydd, Touqe
  • Salt
  • 1-2 tsk Valmúgaedik
  • Baguette

Eldið papriku, rauðlauk og kúfskel á wok, kryddið.
Borið fram á baguette sneið.

kúfskel

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband