Pizzadeig á 5 mín.

Sem pizzu fanatic þá er ég búin að komast að því að þessi uppskrift er alveg jafn góð og þegar ég er að eltast við 00 durum hveiti, með hitamælir í vatninu og með lífrænt ger.  Tala nú ekki um þegar maður lætur deigið lyfta sér 2 x og jafnvel í ísskáp yfir nótt.

Ég hef talað um blessaða Roti brauðið svona hundrað sinnum, en það er bara mesta snilld í heimi. 

HVEITI - VOLGT VATN - SALT 

Þannig að setjið eins mikið hveiti í skál og þið þurfið, bætið við salti eftir smekk og svo smá saman vatninu, hnoðið þangað til þið fáið pizzadeigsfílinginn.  Ekki blautt og ekki of þurrt.

Rúllið þetta út mjög þunnt.  Bakið í hálfa til eina mín í ofninum.  Setjið svo á tómatsósu og alles og aftur í ofn þar til ostur og læti er farið að look-a good.

Ég skelli bara stewed tomatos beint úr dós á botninn og krydd yfir ef ég nenni ekki að gefa mig í þetta. (Hægt að sigta mestan vökva frá).  

Og svo bara einhvern mildan góðan brauðost eða mossarella, svona stykki sem lítur út eins og brauðostur)  Fínt að kaupa svona mossarella stykki, rífa það niður í nokkra hæfilega skammta í setja í nokkra nestispoka og inn í frysti.

Svo notar maður bara það sem til er ofan á, alltaf gott að setja á hvítlauk og ferskan chile.

Þetta er þúsund sinnum betra en take away pizzur...finnst mér alla vega, jafn fljótlegt  og trilljón sinnum ódýrara.

 

Alltaf að setja ofn á hæsta hita og hafa hann vel heitann þegar þið bakið pizzuna.  Minn fer upp í 300° og svo má líka setja á grill í smá stund, en bara passa að fylgjast vel með, svo þetta brenni ekki hjá manni.  Mér finnst gott að fá smá svona brennt hér og þar á kantana, svona eldbakað stemmning.

www.soffia.net

Gleðilegt sumar!

 


Threesome, bara gaman

Það er alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt og um að gera að vera opin fyrir öllum nýungum.  Sem ég svo sannarlega var þegar vinur okkar bauð okkur heim um helgina.  Hann er myndarlegur og skemmtilegur strákur, og ég þekkti aðeins til hans fyrri verka. Og ég veit nú alveg að kærastinn minn kann sitt. Þannig að úr varð að við tókum Jambalaya á þetta.

Og við inprúvæseruðum algjörlega, og ákváðum frá byrjun að það yrðu engar spurningar, bara gert það sem manni datt í hug, út frá því að útkoman yrði í stíl við Jambalaya með Paella ívafi. 

Og þegar kærastinn minn tók upp nautahakkið þá kom á mig smá efi, því við ætluðum líka að hafa kjúkling, en ég hef aldrei áður eldað saman pottrétt með bæði nautahakki og kjúkling, en þetta var snilld og hvernig getur nautahakk svo sem klikkað.  

Þannig að það er ljóst að það er mjög gaman þegar þrír elda saman sama réttinn, án þess að ræða málin neitt að ráði, og án þess að vita sérstaklega hvaða hráefni eru í Jambalaya.

Annað fínt threesome er kjúklingur, nautahakk og pólskar pulsur! 

Það er slatta langur listinn af hráefnum, en í stað þess að einblína á hvert og eitt þá frekar að horfa á heildarmyndina, og svo bara búa til sína eigin útfærslu á Jambalaya/paella! Og bara láta vaða, það er erfitt að klúðra svona pottréttum.

Málið hér var að elda úr því sem til var og við komum með nautahakk, chile og eitthvað dót, þannig að það var svo bara ákveðið á staðnum í hvaða átt við myndum fara.  Þannig að þetta er svona réttur sem maður á ekki að versla inn í, heldur að ná sér í smá grunn og nota það sem til er.

Jambaella

  • Nautahakk
  • Pólskar pulsur (góðar, mun fjárfesta í svoleiðis fljótlega)
  • Kjúklingabringa
  • Hvítlauksrif
  • Ferskur chile
  • Smjör
  • olía
  • Salt 
  • Pipar
  • Hot chile flakes
  • Tómatar í dós
  • Tómat purre
  • Laukur
  • Paprika (rauð og græn)
  • Sweet thai chili sauce (virkar í allt)
  • Banana chile sauce (hefur samt ekkert með banana að gera! piparinn heitir banana chile)
  • Rækjur
  • Hænsna kraftur, teningur og vatn
  • Hrísgrjón (ósoðin)
  • Paella krydd
  • Oregano

Ok, og svo bara eldað eins og pottréttur...

Byrjuðum á að steikja nautahakk með garlic, chile og lauk.  Og skárum pólsku pulsunar í bita og út í.

Svo sullaðist hitt bara í svona eitt af öðru eftir því sem hverjum og einum datt í hug.

Ég er með kjúklinga fóbíu, já nei, kannski frekar salmonellu fóbíu... þannig að ég lokaði kjúklingabitunum á annari pönnu og bætti þeim svo við þegar tómatarnir, kraftur og vatn var komið saman við hakkið.  En það er kannski bara ég.

Og við sjóðum hrísgrjónin í  pottinum.  Þannig að ágætt að fylgjast með að bæta við vatni þegar þarf, svona líka til að það sé ekki notað of mikið vatn.

Kryddin  í svona rétt eru einhver samtíningur.  Við notuðum slatta af hvítlauk, chile, sem var með bite-i og svo oregano. 

Og svo er það þetta Paella krydd sem gerði mikið.  En kannski ekki hægt að fá þannig hér út í búð, veit ekki.  En paella krydd gæti verið t.d salt, paprikuduft, og svo turmeric eða saffron. 

Ég keypti einhvern tíma saffron hér á Íslandi, sem er dýrasta krydd í heimi eða eitthvað og fannst það bara ekki vera að gera sig, og er því með smá saffron fordóma eftir það.  Þarf að prófa það aftur...

Svo er þetta bara allt látið malla þar til hrísgrjónin eru til.  Þau fóru næst síðast útí.

Í blálokin setttum við rækjurnar út í , sem höfðu fengið að marinerast aðeins í Paellu kryddinu.

 

Þetta er svona réttur sem ég á eftir að gera aftur, en á aldrei eftir að vera nákvæmlega eins, þótt ég myndir reyna.  Og hef hlutföll engan vegin á hreinu þar sem þrír voru hér að verki.... sem minnir á að þau (hlutföllin) skipta oft engu máli.

 

Mjög gott að rífa niður óðalsost og dreifa yfir kássuna þegar hún er komin á diskinn.  Og fínt að hafa með þessu sýrðan rjóma, eða jafnvel rjómaost, gott brauð eða tortilla kökur.  Þetta er algjörlega svo alþjóðlegt að allt virkar með þessum rétt!

 

Þetta er nú bara svona klessuverk, en TERA gott!

www.soffia.net


Heima(gert) er bezt

Var að búa til pastadeig og ricotta ost. Tók 5 mínútur að gera pastadeig. Egg og hveiti. Og hálftíma að gera ricotta ost. Mjólk og safi úr sítrónu. Svo bjó ég til ricotta fyllt ravioli. KVISS BANG BÚMM!

Eina sem vantaði þegar sest var til borðs voru góðir vinir til að njóta þessarar snilldar máltíðar með okkur og kannski nýbakað baguette.  Jú og uppþvottavél því eldhúsið er í rúst...

Pastadeig

  • 300 gr hveiti
  • 3 egg

Hrært saman í mixer í hálfa mínútu og svo smá í höndunum (1 mín.)

Ricotta ostur

  • 4-5 dl mjólk
  • 1 sítróna

Hitið mjólk að suðu, bætið út í safa úr einni sítrónu. Takið pott af hellu, setjið lok á pott og látið standa í u.þ.b hálftíma. Sigtið svo vökvann frá í gegnum viskastykki, þá situr osturinn eftir í viskastykkinu.  

 www.soffia.net

Ravioli með ricottafyllingu

  • Pastadeig
  • Ricottaostur
  • Parmigiano Reggiano
  • Salt
  • Pipar
  • Smá rifinn sítrónubörkur
  • Ólífuolía

Fletjið út pastadeig þunnt.   Hrærið saman ricotta ost, parma ost, salt, pipar og smá fínt rifinn sítrónubörk.  Setjið ca 1-2 tsk af ostamixi á útflatt pastadeig, penslið með einu hrærðu eggi (eða bara rauðunni). 

Og þetta var svo feeerskt og gott að það þurfti enga sósu með þessu, bara dreypa ólífuolíu yfir, smá ferskum parmigiano, salti og pipar.  Svo fer balsamik sýróp vel með þessu.

Þetta er nú engin beginners lýsing á hvernig gera skal ravioli en það má finna fullt um það á youtube. Til dæmis þessi amma hér.

Amma býr það til í höndunum en ég mæli nú alveg með matvinnsluvél.

Ég á reyndar ekki pastavél þannig að ég notaði kökukefli. 

Of svo má skera þetta með því sem ykkur dettur í hug ef þið eigið engan hringlóttann skera, og þess vegna bara hníf eða pizzaskera og hafa koddana ferkantaða.

Farin í uppvaskið,  SKÁL!  Sx

 

 


Kartöfluræktun út á svölum

Maður þarf ekki að eiga garð eða búa upp í sveit til að rækta kartöflur.  Það má rækta fína uppskeru út á svölum.  Ég setti niður kartöflur í gær.  Setti mold í svarta plastpoka (svona í 1/3 af pokanum ca) Stakk þremur kartöflum ofan í hvern poka og svo er bara að bíða. Svo bætir maður á mold smám saman fram á sumar.

Það má endalaust google-a hvernig þetta er gert.

Hér er video sem sýnir hvernig  Jamie og vinur hans gera þetta.

Einnig hægt að rækta þær í hjólbörðum eins og sjá má hér

Og hér er ein aðferð í viðbót

 

Hér er uppskrift af réttinum sem ég gerði í gær, virkar sem aðalréttur, meðlæti eða forréttur. Vinir okkar gáfu okkur ofur karftöflur frá þykkvabænum sem við elduðum úr í gær, og svo setti ég niður þrjár af þeim, hlakka til þeirrar uppskeru.

www.soffia.net

Kartöflur og hvítvín með sítrónu

  • Kartöflur
  • Hrísgrjón (soðin)
  • Blandaðar hnetur og fræ, Salatblanda (fæst í pokum út í búð)
  • Hvítlaukur
  • Engifer
  • Sítróna
  • Salt
  • pipar
  • Sýrður Rjómi
  • Brauðostur
  • Graslaukur

Skerið kartöflur í tvennt og bakið í ofni þar til ready og sárið komið með fallega brúna húð. Þegar þær eru til hreinsið þá af húðina sem myndaðist og skafið svo kartöfluna úr hýðinu, án þess þó að skemma hýðið því við setjum fyllinguna svo ofan í hýðið.

Bræðið smjör í potti.  Bætið við engifer, hvítlauk og soðnu hrísgrjónunum og látið malla í nokkrar mínútur.  Bætið hrísgrjónum í skálina með kartöflum. Hrærið saman við hnetunum og fræjum, skvettu úr sítrónu og smá sýrðan rjóma. Salt og pipar.

Setjið mixið aftur í kartöfluhýðin, dreifið rifnum osti yfir og bakið í ofni á grilli þar til osturinn bráðnar. Að lokum skreytti ég með ferskum graslauk sem er algjört möst.

Þessi réttur var borin fram með Chardonnay með sítrónusneið í litlu glasi.

kv, Soffía

www.soffia.net


Þrjár laxauppskriftir til viðbótar

Þá var komið að mér aftur.  Þetta var vinningsréttur kvöldsins. Fullt hús, 5 M.

I´m sorry Maria

  • Lax
  • Humar
  • Hvítlaukur
  • Smjör 
  • Salt
  • Pipar

 

Sjóðið lax.  Maukið hann saman við humar (óeldaðan) pressaðan hvítlauk, salt og pipar. Búið til bollur og steikið á pönnu upp úr smjöri.

Sósan

  • Piparostur
  • Rjómi
  • Hvítlaukur
  • Hvítvín
  • Salt
  • Pipar
  • Óðalsostur

Allt mallað saman í pott.  Mér finnst óðalsostur gefa sósum skemmtilegan keim.

Meðlæti

  • Kúrbítur
  • Hvítlaukur
  • Smjör

Svitað á pönnu

Allt sett á disk.  Lime on the side.  Ég bara sósuna fram í glasi, upp á presentation.  Og eins og þið sjáið þá fór nú ekki mikið fyrir kúrbítnum, enda er þetta ekki stórir réttir.  Mér finnst alltaf skemmtilegra að borða fleiri rétti í minni skömmtum.

www.soffia.net

 

Svo var það kærastinn.  Hann kom með laxasúpu og laxasalat. (mmmn)  Presentation var awesome! Rörin voru samt bara upp á skraut, við borðuðum súpuna með skeið :)

Ó María, mig langar í

  • Lax
  • Rjómi
  • Laukur
  • Hvítlaukur
  • Salt
  • Pipar
  • Karrí
  • Mjólk

Laxinn var fyrirfram soðinn.  Mall í pott.

Salatið

  • Lax
  • Mæjó
  • Hot pepper spice
  • Salt
  • pipar

www.soffia.net

Síðasti rétturinn kom frá Gunna.

María með morgunverði

  • Lax
  • Piparostur
  • Musli morgunkornablanda
  • Berjasulta

 

Hakkið laxinn og mótið kúlur utan um bita af piparosti.  Salt og pipar eftir smekk.  Bakið í ofni í 15 mínótur eða svo.

Hitið sultu í potti og berið laxakúlurnar fram á sultubeðinu.

www.soffia.net

Það var snilldar hugmynd af hafa piparostinn inn í!

Þá er upptalið þær 6 uppskriftir sem til urðu þetta kvöld.  

Góða helgi!  Sx

 

 


Sex laxar

Vinur okkar kom með maríulaxinn sinn um daginn og við foodwave-uðum hann.  Þvílík snilld, en ég var ekkert á því að fá mér lax samt á næstunni eftir þetta kvöld.  Elduðum laxinn á 6 mismunandi vegu. 

Allir réttir urðu að heita eitthvað sem innihélt orðið María....

Mig langaði, sem fyrsti réttur, að leyfa laxinum að njóta sín, og hafði því enga sósu, en það má eiginlega segja að það vantaði smá sósu element í þennan rétt, að öðru leiti var hann mjög góður.

www.soffia.net

María Gala  (mmmn = þrjú og hálft m. Theme song: The nightingale)

  • Lax
  • Fennel
  • Sellerírót
  • Salt
  • Pipar
  • Kóríander
  • Sítróna
  • Hvítlaukur
  • Smjör
  • Smá dill

Allt á pönnu í smá smjöri.  Reif sellerírótina með fínu rifjárni.

Borið fram með bakaðri kartöflu sem ég skar í teninga og steikti upp úr smjöri á pönnu, saltaði og pipraði.

Fennel rót var steikt og svo borin fram með köld.  Kóríander og dill svo sem skraut.

 

Kærastinn kom með rétt nr 2.

www.soffia.net

Cool kid María (mmmmn)

  • Lax
  • Sæt kartafla
  • ostur
  • salt
  • Pipar
  • Olía
  • Smjör
  • Steikar krydd

Allt í eldfast mót og inn í ofn á ca 200°c þar til eldað.

Sósan

  • Mæjó
  • Sýrður
  • Maple sýróp
  • Rjómi
  • Salt
  • Pipar
  • Steak spice

Gunni kom með þriðja réttinn.

www.soffia.net

María á stráum (mmmm)

  • Sætar kartöflur
  • Kartöflur
  • Lax
  • Salt
  • pipar
  • Sýróp
  • hnetur
  • karrí
  • ólífuolía
  • Rósarsalt

 

Kartöflustrá úr sætum og venjulegum kartöflum með karríkryddi og rósarsalti steikt á pönnu með ólífuolíu.  Laxinn soðinn, rifinn af beinum og hnoðaður í bollu. Steiktur og svo helt yfir Maple sýrópi og muldum hnetum.

 

Svo koma næstu þrjár uppskriftir á morgun...

Sx


The end....

Fjárfestum í entrecote og kinda file fyrir páska, eins og kannski hefur ekki farið fram hjá þeim sem lesa þetta matarblogg.  Nema hvað, loksins náðum við að elda síðasta kjötbitann.  Við höfum búið til marga mismunandi rétti úr þessum hráefnum. 
  1. Fyrsta kvöldið var það rare entrecote og rare kind grilluð á pönnu með piparostarjómasósu og sætri kartöflumós.  Nautið fremur seigt og lofaði því ekki góðu, en það rættist svo aldeilis úr því í síðari réttum.
  2. Dagin eftir var það The chewy beef that became tender, wokréttur og nautið lungamjúkt.
  3. Miðnætursnarlið  sama kvöld var kind með 3 mismunandi sósum.  Súper gott.
  4. Og í hádeginu á páskadag var það hamborgarinn sem var 50/50 entrecote og kinda file.
  5. Annan í páskum kláruðum við svo síðasta kindabitann og hér er sú uppskrift:

Kind of pizza

  • Roti uppskrift (sem botn)
  • Bbq sósan sem var notuð á hamborgarann hér á undan, þið finnið uppskriftina þar
  • Stewed tómatar í dós
  • Kinda file, kryddað með kebab kryddi 
  • Brauðostur
  • Rauðlaukur
  • Ananas
  • Sveppir
  • Salt 
  • Pipar

Hitið ofninn eins hátt og hann fer (300°c í mínu tilfelli).  Búið til Botninn skv Roti uppskriftinni.  (Hveiti, vatn, salt)

Setjið Roti botninn í ofninn í hálfa mínútu eða svo. 

Takið hann út og setjið á sósuna, ég setti bbq sósu á hálfan botninn,og stewed tomatos á hinn helminginn.  (Svona ef bbq sósan væri ekki að gera sig).

Svo ostinn og svo kindina (sem ég steikti á wok pönnu með kebab kryddi, salti og pipar). Of dreifa svo fínt skornum rauðlauk og sveppum yfir allt.

 www.soffia.net

Ég gerði 3 botna, kærastinn setti á næsta.

Páska pizza

  • Roti botn
  • Ostur
  • Sveppir
  • Hvítlaukur
  • Rjómaostur
  • Salt
  • Pipar
  • Rauðlaukur
  • Ananas

Setjið Roti botninn í ofn í hálfa mínútu.  Steikið sveppi með hvítlauk, salti og pipar. Bætið út í rjómaost.  Setjið á Roti botninn ost, svo sveppina, svo rauðlauk og ananas.

www.soffia.net

Ég tók síðasta botninn.

 

Síðasta kjötmáltíðin, almost

  • Grísa-nautahakk
  • Heitt pizzakrydd
  • Salt
  • Pipar
  • Jalapeno, niðursoðið
  • Brauðostur
  • Ananas
  • Stewed toamtos í dós
  • Laukur

Steikti grísa-nautahakk á pönnu með lauk, heitu pizza kryddi, salti og pipar.  Hitaði botninn í hálfa mín, setti á hann stewed tomatos og svo hakkið.  Ost yfir og ofan á hann ferskan lauk, ananas og jalapeno.

Síðasta kjötmáltíðin, almost... því rétt í þessu var verið að bjóða okkur í lamb.  Og svo verður bara grænfóður næstu mánuði.

 

 

 

 


Hamborgari úr entrecote og kinda file

Hádegismaturinn á páskadag var hamborgari.  Hann heppnaðist mjööög vel, virkilega bragðgóður og bráðnaði upp í manni. (Sama entrecote steikin og í færslunum tveim hér á undan) Hökkuðum saman 50/50 entrecote steik og kinda file.  Bættum við hvítlauk, salti, pipar, smá engifer.  Við settum 2 rif í ca 150 gr af hakki. Bjuggum til kúlu úr deiginu, settum í skál og heltum yfir smá ólífuolíu. Lokuðum með plastfilmu og létum standa í ísskáp yfir nótt.

www.soffia.net

Bjó svo til 2 hamborgara, kryddaði með steikarkryddi og steikti hann ca medium.  Það var mjög mikið hvítlauksbragð, hvítlaukurinn greinilega grasseraðist yfir nóttina, en það var mjög gott. 

Bjó til  tómat-bbq sósu, og bar borgarann svo fram með osti, sveppum, lauk og ananas.  Setti hamborgarabrauðið í panini grillið í smá stund. Ef þið eigið eitthvað gott salat þá má nú henda því með, en ég átti bara ekkert slíkt.

Tómat bbq sósan var svipuð og venjulega:

  • Smjör
  • Hvítlaukur
  • Laukur
  • Jalapeno, niðursoðnir
  • Tóamtar í dós (stewed)
  • Ananassafi
  • Hvítvín
  • Smá rauðvín
  • sykur
  • Taco krydd
  • Salt
  • Pipar
  • Dijon sinnep
  • Tómatsósa
Allt mallað saman í potti á hálftíma.

The chewy beef that became tender.

Sagði ykkur frá því í síðustu færslu að nautið var seigt, og ég átti enn í ísskápnum hálfa entrecote steik sem ég vissi ekki hvað ég átti að gera við, lítið gagn í henni bleu eða rare vitandi hvað hún var seig. 

Þannig að í gærkvöldi þá skiptum við  steikinni í tvennt, úr öðrum helmingnum bjuggum við til hamborgara og hinum Wok rétt.

Kærastinn minn sá um hamborgarann sem verður páskahádegisverðurinn (sem við eldum eftir smá og læt ykkur þá vita hvernig það endar síðar).  Hann hakkaði saman entrecode, kinda file og krydd.

Þetta var í forrétta stærð eins og alltaf og ég set til gamans ca hlutföllin sem ég notaði, miðað við tvo í mat.

www.soffia.net

The chewy beef that became tender

  • Naut (entrecote, 6 þunnar sneiðar, tveir munnbitar hver sneið)
  • Wok grænmetisblanda (lúka)
  • Ferskir sveppir (2 stk)
  • Púrra (ca 2sm bútur)
  • Ferskt engifer (ca cm bútur)
  • Hvítlaukur (eitt rif)
  • Hnífsoddur af red curry paste
  • Msk af Sweet Thai chili sauce
  • Olía
  • Salt og Pipar

Á meðan hann var að baksa við borgarann þá tók ég vel valið dótarí úr frosna wok grænmetispokanum í frystinum (gular julienne gulætur, venjulegar gulrætur, baby maís og belgbaunir).  Skar nautið mjög þunnt (2 mm eða svo) og velti því upp úr fersku engifer og hvítlauk og smá pipar.  Skar ferska sveppi fremur gróft og púrru fremur fínt.  

Steikti grænmeti á wok pönnu, salt og pipar og smá hvítlaukur.  Tók það af pönnu, steikti kjötið í ca 1 mínútu, þannig að það var steikt í gegn án þess að vera of steikt.   Bætti grænmetinu aftur á pönnuna.  Setti við þetta eina msk eða svo af Thai chili sósunni og smá red curry paste.  Lét malla í ekki mikið meir en mínútu og bar fram í skál með dressingu sem hljóðar svona:

Sætur sýrður

  • 1 msk Sýrður rjómi 
  • Hálf msk Sweet Thai chili sausce
  • Salt

Hrært saman.

 

Rétt um miðnætti kom svo smá kind með þremur mismunandi sósum.

Kinda file skorið í fremur þunna bita.  Og steikt á pönnu ca medium rare.

Einn biti með svepparjómasósu, einn með sæta sýrða dressingunni og einn með heimagerðu hvítlaukssmjöri.  Allt mjög gott en mér fannst bitinn með hvítlaukssmjörinu bestur. Í því var ekkert nema bráðið smjör, slatti af pressuðum hvítlauk, salt og pipar. 

www.soffia.net

GLEÐILEGA PÁSKA!

Kv, Soffía


me me með meðlæti

Keyptum naut og kind í gær, entrecode og file.   Nautið var fremur seigt, en þú hefðir getað logið að mér að kinde file-ið væri naut.  Ég meðhöndlaði það sem það væri nauta file, kryddaði það með góðu steikar pipar kryddi og steikti það bara rare, og það var svo tender og gott.  Ekki til ullarbragð af því.

Kvöldmaturinn í gær var naut, kind, piparostasósa og sweet potato mós.

Hef kannski komið með svipaða sósu hér áður.  Kannski eitthvað svipað og rjómasósan sem fór yfir humarinn hér í einhverri færslunni.

  • Piparostur
  • Rjómi
  • Rjómaostur
  • Sveppir
  • Hvítlaukur
  • Púrra
  • Salt
  • Pipar
  • Hvítvín
  • Smjör

Og í mósinu var:

  • Sæt kartafla
  • Smjör
  • Rjómi
  • Hvítlaukur
  • Parmigiano Reggiano

www.soffia.net

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband