27.11.2012 | 16:57
Ekki er allt vænt sem vel er grænt - Svínafóður!
Ég er frekar fúl út í einstaka kartöflubændur, ég hef keypt oftar en ekki poka þar sem meirihlutinn eru grænar kartöflur. Þsð er sagt að maður eigi ekki að borða grænar kartöflur, þær hafa fengið á sig sól og mynda óæskileg efni (Sólanín) ásamt því að vera beiskar og þar af leiðandi bara óætar.
Og þótt svo þetta drepi mann ekki endilega þá er þetta ekki eitthvað sem maður á að láta bjóða sér, sérstaklega þar sem kartöfluræktun er eitt af því fá hér á landi sem þrífst vel.
Svo er maður svo mikill plebbi að maður fer aldrei í búðina til að skila svona óætum vörum, heldur sker maður hýðið af kartöflunni, svo vel að eftir stendur afhýðuð kartafla á stærð við baun.
Svo eru þessar kartöflur í gulum pokum svo það er ómögulegt að segja til um hvernig ástand þeirra er.
Þá er ég búin að létta á mér. Á hressari nótum... þá geri ég stundum mæjónes. Stundum tekst það ekki sem skildi og ég sit uppi með hálfan líter af olíu og eggjarauðu.
Það er víst lykilatriði að vera með olíu og eggjarauðu við stofuhita.
Ef þið eruð með egg beint úr ísskáp þá má setja það í volgt vatn í smá stund til að flýta fyrir að það nái stofuhita.
Mayo
- 1 eggjarauða
- 3/4 bolli ólífuolía (eða um það bil)
- Salt, bara smá
- 1-2 msk sítrónusafi
Nú þarf sterka hönd og eitthvað til að hræra mig, eða það þarf helst 2 hendur þannig að það er ágætt að fá einhvern í lið með sér til að skiptast á að hræra.
Blandið saman eggjarauðu, salti og sítrónusafa. Hellið olíunni mjög hægt til að byrja með, bara í dropatali. Þegar blandan fer að ná þeirri þykkt sem líkist mæjónesi þá má hella henni hraðar.
Eins og svo oft þá má finna heilan helling um mæjónes gerð á netinu og með því að fara á Youtube þá er hægt að sjá myndbönd þar sem fólk gerir mæjó á engri stundu með matvinnsluvél eins og til dæmis hann Gordon Ramsey eins og sjá má hér.
Það má nota ýmsa olíu, grænmetis, ólífuolíu eða jarðhnetuolíu. Extra Virgin olía er bragðmeiri en mér finnst það reyndar gott.
Svo er hægt að krydda mæjónesið að vild með því að blanda saman við rauðuna t.d hvítlauk eða Dijon sinnepi.
14.11.2012 | 18:06
Hinn dæmigerði bloggari - þræll samfélagsmiðla?
12.11.2012 | 16:14
Líkjör með kaffiklökum og ekki neitt fyrir 12.000 kall
Ég er alveg komin með upp í kok á að fara í matvörubúðir því ég man svo vel þegar mér blöskraði það að þurfa að borga 3500 kall fyrir ekki neitt, og enn betur man ég eftir því þegar ég borgaði 7000 kall fyrir ekki neitt. Það er eiginlega bara í móðu þegar ég borgaði 10.000 kall fyrir ekki neitt því það tímabil stóð svo stutt yfir því það fór strax í 12.000 kall fyrir ekki neitt.
Nú eru málin þannig að við erum að fara hægt og rólega í 17.000 kall fyrir ekki neitt, því stundum borga ég 12.000 og ef ég bæti við flösku af hlynsýrópi, pakka af 70 % súkkulaði, einum kassa af grænu tei og 3 avocadóa, fancy fancy... þá kostar það 17.000.
Svo kom ég heim áðan og ætlaði að fara yfir þennan 12.000 kr strimil því í þetta sinn keypti ég EKKERT, þá var ég með rangan strimil. Hef gripið strimil einhvers annars. Hann hljóðaði upp á 7000 krónur. Það var nú ekkert gæfulegri strimill. Fáeinir hlutri en það gaman að rúlla yfir hann og sjá hversu ólíkt maður verslar miðað við marga aðra. Þarna mátti sjá frosnar pizzur, daloon vorrúllur og beikon lifrakæfu :)
En það sem ég fæ fyrir minn 12.00 kall í dag eru drykkjarvörur eins og trópí og mjólk, bleyjupakki, ab mjólk, egg og smjör. Það er ekkert mikið meira. Ég keypti engan mat, eins og fisk eða kjöt, kartöflur eða grænmeti. Aldrei kaupi ég unnar vörur og tilbuin mat. Ekkert bruðl, bara rán um hábjartan dag.
Snökt snökt...
En á léttari nótum þá er hér uppskrift af ferlega góðum drykk sem sómir sér vel eftir góða máltíð.
Líkjör með kaffiklökum
- Líkjör, t.d Amarula eða Bailey's
- Gott kaffi
Hellið upp á eitthvað gott kaffi. Leyfið því kólna og setjið það svo í klakabox og inn í frysti. Þegar klakarnir eru tilbúnir setjið þá út í glas af líkjör. Líkjörinn helst kaldur og ekkert vatnssull þegar þeir bráðna.
3.11.2012 | 17:34
Sítrónu kjúklingur með tagliatelle
Ég fékk þessa frábæru uppskrift frá henni Nönnu, gúmelaðe matgæðingi, þegar ég var andlaus hér um daginn.
Ég lét svo vaða og viti menn. Þetta var frábær uppskrift. Þetta er svona uppskrift að næst þegar ég verð með "casual" matarboð þá verður þessi réttur í boði. Nú er bara að vona að einhver vilji koma í mat fljótlega.
"Lemon chicken a delicious recipe.
2-4 chicken breasts (depending on how many people you have for dinner)
Cut each into two pieces, on the thicker side, i.e. thinning each.
That leaves you with 4-8 pieces which you coat with flour or spelt, liberally seasoned with black pepper.
Fry the chicken breasts in a mixture of olive oil and vegetable oil and put in a baking dish to keep in oven for about 20 minutes at 180 degrees. Due to the thinness of the slices they dont need long.
DO NOT DISCARD THE OIL AND FLOUR! in your pan.
Press 1-2 lemons and add the lemon juice to the pan, along with some chicken stock, around a cup or so. Add more pepper to taste, and finally 250 ml. cream, full fat or other according to taste.
Pour the thickened sauce over chicken and boil some tagliatelle.
Serve piping hot with Parmesan and a good, green salad."