Lambakjötbollur

 

Ég er mikið fyrir lambahakk þessa dagana, og ekki þykir mér kindahakk verra.  Hef nú ekki séð það í búðum, en hef hakkað mitt eigið.   

Lambakjötbollur

  • 400 g lambahakk
  • 1 egg
  • 1 msk hveiti
  • 1 dl sódavatn
  • 2 hvítlauksrif
  • 50 g þurrkaðar aprikósur (eða sólþurrkaðir tómatar)
  • 3 stilkar rósmarín
  • 3 stilkar mynta
  • Salt
  • Pipar
  • Olía

 

Blandið saman eggi, hveiti, vatni og lambahakki.  

Pressið hvítlauk, hakkið apríkósur og kryddið.  Blandið þessu saman við hakkið. Saltið og piprið.

Búið til bollur úr hakkinu. Hitið olíu á  pönnu og steikið bollurnar í nokkrar mínútur á hvorri hlið.

www.soffia.net

 www.soffia.net

 

Hér er svo ein hugmynd að kvöldmat, random uppskrift sem ég hef áður birt: 

Yaki soba núðlur

Og fyrir ykkur sem eigið  svona grill í bakgarðinum þá rúllið þið þessu upp.  Ég væri alveg til í svona grip og dudda við matargerðina  í sólinni og logninu á pallinn hjá mér í Hvalfirðinum.

GÓÐA HELGI!

 

 


Veistu ekki hvað á að vera í matinn í kvöld?

Langar þér í eitthvað einfalt, hollt og gott?  Hvað með kjúklinga pítu með grískri stemmningu.  Eða ef þú nennir að henda í falafel, þá fer það vel með í stað kjúklingsins.

Svona gerum við  til að hafa þetta einfalt.

  • Tortilla (burritos) kökur (þessar stærstu frá Casa fiesta finnst mér bestar, eru aðeins þynnri en minni stærðin held ég)
  • Fetaostur í kryddolíu
  • Grænmeti, smátt skorið
  • Kjúklingur ( eða falafel)
  • Ab jógúrt sósa.

 

Byrjum á sóunni

  • Ab mjólk
  • Rauðlaukur
  • 1 hvítlauksrif
  • Salt, pipar og e.t.v smá garam masala eða annað gott krydd 

Skerið laukinn fremur smátt, blandið öllu við ab mjólkina og geymið inn í ísskáp.

Svo er þetta ekki flóknara en svo:

  1. Hitið tortilla/burritos kökurnar í ofni.  Setjið þær í álpappír og inn i ofn á ca 200¨ í 10 - 15 mín, eða þar til þær eru heitar.
  2. Skerið niður grænmeti, tómata, agúrku, papriku, iceberg eða annað salat....eða  það grænmeti sem ykkur finnst gott .  Ólífur ganga vel með ef ykkur finnst þær góðar.
  3. Skerið kjúklingabringu(r) í munnbita.  Kryddið með t.d karry de lux eða turmeric og cumin eða einhverju góðu kryddi.  Steikið  á pönnu.

Setjið kjúkling og grænmeti í  tortilla köku, sullið á smá jógúrtsósu og fetaost. Voilá!

Ég nota tortilla kökurnar, finnst þær mjög góðar, amk betri en sum keypt pítubrauðin.  en ef þið lumið á góðum pítubrauðum þá er um að gera að nota þau.

Svo ef þið hafið EEEEKKERT betra að gera þá má alltaf henda í roti kökur í stað tortilla eða pítu brauðs.

 www.soffia.net

Ef þið viljið eyða aðeins meira púðri í þetta þá mæli ég með falafel í stað kjúklingsins.  Það er ekki mikið mál að gera falafel.  En bollurnar vilja stundum vera svoldið lausar í sér þannig að það þarf að taka varlega á þeim.

 

Falafel

  • 1 dós kjúklingabaunir
  • Hálfur laukur, smátt skorinn
  • 3-4 hvítlauksrif (eða eftir smekk)
  • 2 msk hveiti
  • 1/2 - 1 tsk cumin
  • 1-2 - 1 tsk túrmeric
  • Chili pipar, smátt skorinn, magn fer eftir styrkleika piparsins
  • Fersk kóríander, smátt skorið, 2-3  msk.
  • Salt
  • Pipar
  • 1 msk matarolía
  • Olía til steikingar

Sigtið vatnið frá kjúklingabaununum.  Maukið allt í matvinnsluvél.  Mótið litlar bollur, stærðin skiptir ekki öllu en reynið að hafa þær allar svipaðar af stærð.  Mínar eru ca 3-4 sm í þvermál.  Steikið í slatta af olíu.  (Má líka djúpsteikja).  Leggið þær á eldhúspappír sem sígur í sig eitthvað af steikarolíunni

Það er í góðu lagi að sleppa kóríander ef þið eigið það ekki og chili piparnum.  Grunnurinn hér eru kjúklingabaunirnar og svo má leika sér með kryddin.

www.soffia.net

 www.soffia.net

 

 

 

 


Hvítur aspas með myntusmjöri

 Ég tími nú reyndar ekki að kaupa ferskan aspas þessa dagana.  Tilefnið þyrfti þá að vera eitthvað mjög sérstakt. 

 Smjörið passar þó vel með ýmsu öðru en aspas...

Hvítur aspas með myntusmjöri

  • Fersk mynta, eitt búnt
  • Safi úr ca hálfri sítrónu
  • Salt
  • 30 - 40 g smjör

Maukið myntu, sítrónu og salt í morteli, blandið vel saman við bráðið smjör.

Borið fram með hvítum (eða grænum) aspas

www.soffia.net

 


Tagliatelle með rósmarínkrydduðum kjúklingi

Þurrkuð krydd eru mjög mismunandi, geta verið svolítið beisk finnst mér stundum.  Ég lét vaða á að krydda kjúklingabringu með rósmarín, óreganó og eðal kjúklingakryddi frá Pottagöldrum og það kom bara mjög vel út.

 

Tagliatelle með rósmarín kjúklingi (fyrir 2)

  • Tagliatelle
  • 1 kjúklingabringa
  • Hvítlaukur
  • Sveppir
  • Púrra
  • Ferskur chile
  • Rjómi
  • Paprika, fínt skorin
  • Eðal kjúklingakrydd
  • Rósmarín
  • Oregano
  • Salt
  • Pipar
  • Smjör

 

Sjóðið tagliatelle.  

Skerið bringuna niður í hæfilega munnbita.  Kryddið með Eðal kjúklingakryddi frá pottagöldrum og þurrkuðu rósmarín og oregano, salti og pipar.  Steikið á pönnu, bætið við hvítlauk, papriku, sveppum, chile og púrru.  Bætið svo við rjóma og látið malla smá.

Borið fram með hvítlauksbrauði.

www.soffia.net

 www.soffia.net


Snilldar smáréttur eða forréttur

Að ég skuli ekki vera búin að setja inn þessa uppskrift...  Ótrúlega einfalt og tilvalið að bjóða svöngum gestum upp á til að seðja mesta hungrið á meðan beðið er eftir aðalréttinum.

Snittubrauð með jalapeno og osti

  • Baguette
  • Gouda brauðostur  (eða einhver góður brauðostur)
  • Sýrður rjómi
  • Jalapeño (í glerkrukkunum)
  • Salt
  • Pipar

 

Rífið ostinn niður og blandið  honum saman við sýrða rjómann.  (Hlutföllin ca ostur 60% sýrður 30-40%). Skerið niðursoðna jalapeño í semí smáa bita, hvern hring í fernt eða svo.  Blandið við ostamaukið.  Saltið og piprið.  Skerið baguette í sneiðar.  Setjið um matskeið af ostamaukinu á hverja snittu.  Raðið á grind og inn í ofn á grill í nokkrar mínútur.  Fylgist vel með því brauðið getur auðveldlega brunnið undir heitu grilli. 

 

Fyrir þá sem ekki eru mikið fyrir sterkan chile þá mætti nota hvað sem er í staðin.  T.d smátt skorna tómata, niðursoðinn aspas, ólífur, sólþurrkaða tómata..... svo fátt eitt sé nefnt. 

www.soffia.net

 

 www.soffia.net


Kjúklingabringur með sólþurkuðum tómötum og pestó. Mjög gott!!

Kjúklingur með sólþurrkuðum tómötum og pestó

  • Kjúklingabringur
  • Rautt pestó
  • Sólþurrkaðir tómatar
  • Rjómaostur með sólþurrkuðum tómötum
  • Svartar ólífur, steinalausar

 

Hamrið aðeins niður bringurnar eða kljúfið á þær vasa, saltið smá og piprið. Setið ca eina msk pestó, eina msk rjómaost og einn sólþurrkaðann tómat og eina ólífu á hverja bringu. Hálfpartinn rúllið  upp á hverja fyrir sig og festið  með tannstöngli þannig að fyllingin haldist (þarf ekki að gera ef þið klufuð bringuna).  Raðið þeim í eldfast mót og bætið nokkrum skeiðum af rjómaostinum og pestóinu hér og þar í fatið til að fá aðeins meira auka djús með.

Borið fram með ofnbökuðu grænmeti og hvítlauksbrauði, nú eða hrísgrjónum eða kartöflum.....

 

 


Perur, beikon, smjör....

Var inspired af matgæðingi einum að nota perur á snittubrauð (bruschetta).

Ég sá hjá henni uppskrift sem hljómaði stórkostlega, en þar sem ég átti ekki allt í hana þá bjó ég til úr því sem til var.

Hennar Bruschetta hljóðaði svona:  Bruschetta með mango chutney, klettasalati, smjörsteiktum perum, gráðaosti og valhnetum.

Mín uppskrift endaði svona :P

Peru Bruchetta

  • 1 Pera
  • 1-2 msk mango chutney
  • Beikon (2-3 ræmur)
  • Smjör

 

Beikon steikt á pönnu, tekið til hliðar. 

Perur skornar í smáa bita og léttsteikt upp úr smjöri. 

Bætið við Mango chutney, ég sleppti tjönkunum ...the chuncks :) sem eru oft í dósinni þó.

Saxið eða myljið beikonið niður fínt og bætið á pönnuna.  Látið malla stutta stund.

Skerið baguettið og létt ristið á pönnunni á báðum hliðum

Setjið perugumsið á baguettið og berið fram.  Það gæti verið gott að rífa einhvern góðan ost yfir þetta og þá jafnvel setja undir grill í eina mín til að glóða hann.

 

Ég bar þetta svo fram með beikon döðlunum sem ég talaði um í síðust færslu. 

www.soffia.net

 www.soffia.net

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband