30.1.2009 | 18:45
Karrrrtöflur
Góða helgi og vona að þið fáið eitthvað almennilegt að éta!
Karrrrtöflur
Notið svona frekar stórar kartöflur (eða minni, en hafið allar í sirka sömu stærð sem fara inn í ofninn).
Kljúfið þær þversum og setjið á grind inn í 220°heitan ofninn í klst (eða þar til þær eru tilbúnar). Ekki láta ykkur bregða þótt sárið í skurðinum sé vel dökkt eða brunnið.
Þetta er yndislegt meðlæti með Racklette og leggja bráðinn Racklette ostinn ofan á kartöfluna. Ekki gleyma góðri slísí kaldri grillsósu með þessu öllu.
Skál!
Soffía
Soffía Gísladóttir © www.soffia.net
Matur og drykkur | Breytt 4.2.2009 kl. 12:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.1.2009 | 12:43
Melt in your-mouth Súkkulaðikaka
Melt in your-mouth Chocolate Cake
- 200 g Smjör
- 200 g Dökkt súkkulaði
- 200 g sykur
- 4 egg
- 1 kúfull matskeið hveiti
Þeir mæla svo með að þessi sé búin til kvöldið áður, eða að morgni þessi kvölds sem á að borða hana, eins og best er ef notað er dökkt súkkulaði.
Hitið ofninn í 180°. Smyrjið sirka 8" form, eða notið smjörpappír.
Bræðið smjör saman við súkkulaðið. (Í vatnsbaði eða micro). Setjið í skál og blandið við sykri, hrærið (með trésleif segja þeir...veit nú ekki hvaða máli það skiptir hvernig sleif...) og látið standa smá til að kæla aðeins. Bætið þvínæst við eggjum, einu í einu og hrærið vel saman eftir hvert egg. Að lokum, blandið við hveitinu.
Setjið deigið í formið og í ofninn í 30 mín. Slökkvið á ofninum og hafið kökuna þar inni í 10 mín til viðbótar. Setjið kökuna í forminu á grind og kælið alveg. Setjið svo yfir plastfilmu og í ísskáp þar til þið berið hana fram.
Kv, Soffía
Þarna er ég á munnhörpunni á Mojo í Köben og Halli á gítarnum.
Matur og drykkur | Breytt 31.1.2009 kl. 17:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.1.2009 | 11:56
Kúrbíts súkkulaði kaka
Ég er ekki mikið fyrir eftirrétti og sætindi en ég fékk kúrbíts súkkulaði köku fyrir meir en ári síðan sem var svo góð að ég hef ekki fengið neitt jafn minnisstætt í langan tíma.
Fór að googlea uppskrift um daginn, en sá svo uppskrift í Gestgjafanum, 11 tbl. 2008, sem hljómar mjög svipað. En ég hendi inn þessari sem ég googlaði.
Kúrbíts súkkulaðikaka
- 2 bollar hveiti
- 2 bollar sykur
- 3/4 bollar kakó
- 2 tsk matarsódi
- 1 tsk lyftiduft
- 1/2 tsk salt
- 4 egg
- 1 1/2 matarolía
- 3 bollar rifinn kúrbítur
- 3/4 bolli hakkaðar valhnetur
Hitið ofninn í 175°
Smyrjið form (9x13 ")
Hrærið saman hveiti, sykur, kókó, sód, lyftidufti og salti (ef þið fílið kanil þá má bæta hér við einni tsk). Bætið svo við eggjum, matarolíu. Hrærið vel saman. Blandið við hnetum og kúrbít jafnt í deigið. Hellið þessu í formið. Bakið í 50-60 mín. Kælið, setjið á e-ð gott krem og étið.
-1 bolli er 2,4 dl
Kremið úr Gestgjafanum hljómar alveg stórkostlega, því ég er 70% + súkkó fan
- 1/2 dl rjómi
- 100 g 70% súkkulaði, saxað
Hitið rjómann að suðu, bætið við súkkó svo bráðnar. Hellið yfir kökuna.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 17:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.1.2009 | 18:28
Semi-Belgískar sódavatns vöfflur
Ef þetta er ekki viðeigandi uppskrift í þessu krúttlega veðri.
Keypti vöfflujárn og bakaði vöfflur með því EINU SINNI. Þetta var útí Kanada, kærastanum langaði svo í belgískar vöfflur einn daginn þannig að við fórum út og keyptum svona kassalaga vöfflujárn og ég google-aði uppskriftir, tók svo það besta úr öllum og gerði úr þeim eina dúúúndur uppskrift. Ég held að galdurinn hér sé sódavatnið.
En þetta voru súrrealískt flöffí og góðar vöfflur.
Semi-Belgískar sódavatns vöfflur
- 2 Egg ( aðskilja rauðu)
- 1/2 bolli sykur
- 2 bollar hveiti
- 1/2 bolli brætt smjör
- 1 bolli sódavatn
- 1 bolli mjólk
Allt þeytt saman nema hvíturnar, en þær eru stífþeyttar og svo bætt varlega við deigið. Ég held ég eigi bara allt í þetta,og var að kaupa 70% súkkulaði í kakó, held það verði bara rauðvín, vöfflur og kakó í kvöld!
Ég var að setja Johnny Cash á fóninn og opna Beringer, Stone Cellars, Merlot frá 2004. Mjög gott og fínt verð.
Salut, Soffía
Soffía Gísladóttir © www.soffia.net
Matur og drykkur | Breytt 4.2.2009 kl. 12:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.1.2009 | 10:43
Kúrbítur - galdur í matargerð
Hann er algjör snilld. Ef ég elda taí, indverskt eða mexikóst þá yfirleitt sleppi ég kjöti eða kjúkling og nota bara grænmeti.
Rassinn á ameríkönum er eitt stórt hormón og ég er búin að búa undafarið í útlöndum þar sem kjöt og kjúklingur er svo hormónasprautað og bringurnar líta út eins og steraboltar, ekki girnilegt... Samt er ég mikil kjötæta og tek mína steik bleu. En ég reyni að forðast kjötið þegar ég veit ekki meðferðina á því, og þá sérstaklega kjúkling, erlendis.
Nema hvað, kúrbítur er með svo skemmtilegan texture og það er gott að mýkja hann á pönnu. Hann virkar með öllu. Og ég tala nú ekki um kúrbítsbrauðið sem ég bloggaði um hér um daginn.
Nú er maður alltaf að spara og eldar bara úr því sem er til. En það var nú alveg slatti til í gær.
Grænmetis Tagliatelli
- Tagliatelli (eldað skv leiðbeiningum á pakka)
- Kúrbítur
- Laukur
- Sveppir
- Púrra
- Paprika
- Hvítlaukur
- Chile
- Matarolía (t.d Isio)
- Smjör
- Rjómi
- Hvítvín
- Salt og pipar
Mýkið kúrbít, lauk, púrru, papriku og sveppi á pönnu úr olíu og smjöri. Bætið svo við hvítlauk og chile. (Magn fer bara eftir hversu sterkur hann er) Ég keypti pakka af þeim um daginn og þeir voru sætari og mildari en paprika...lítið gagn í þeim)
Svo þegar grænmetið var "ready" þá bætti ég við meira smjöri og svo smá rjóma og að lokum skvettu af hvítvíni. Salt og pipar eftir smekk.
Ef ég hefði átt beikon þá hefði ég steikt það og mulið útí.
Magnið er ekki aðalatriðið í þessari uppskrift, heldur bara að skera smátt það grænmeti sem er til og svo skvetta af rjóma og hvítvíni, sem í mínu tilviki var svona hálfur dl af hvoru. En smjörið spara ég ekki, alveg 5-6 msk.
Svo má setja tagliatelli-ið í skál og henda þessu yfir og blanda vel saman. Þegar þið eruð búin að sletta smá á diskinn ykkar er alveg möst að rífa yfir nóg af parmagiano og mossarella osti.
26.1.2009 | 21:56
va va va vino
Það er ekki uppi á manni typpið eins og áður var þegar maður fór í ríkið og fékk Montecillo, gran reserva "næstum gefins"
Mér finnst fátt skemmtilegra en að detta niður á góð vín. Vorum með matarboð og buðum til okkar skemmtilegu fólki sem býr í Köben, borðuðum kjúklinga cannelone og þau komu með dúndur gott vín. Svo gott að ég hafði vit á að setja það inn í Tasting Notes bókina mína.
Þetta er rauðvínið Castellani Brunello di Montalcino, Ítalíu, 2003. Eflaust ekki ódýrt. *
Gallo rauðvínið, Zinfandel er mjög gott og um 1690 kallinn
Svo duttum við niður á rooosa fínt ítalskt chianti, Villa Puccini, Riserva frá 2003, um 1700 kall.
Svo var þetta ferlega gott, Fortius Temranillo, frá Navarra, Spáni á 1450 kr.
Einnig sá ég Muga vín, reserva, spánskt, á um 3000 kall. Ég var mjög að fíla þetta þetta vín þegar ég bjó á Spáni, og þar var það í dýrari kantinum.
*Kíkti í Tasting notes bókina mína áður en ég fór í ríkið og sá þar svo flöskuna á 5000 kall. Svoooona í dýrari kantinum, en það var algjörlega hverrar krónu virði! Takk fyrir að deila þessari flösku með okkur :)
26.1.2009 | 20:14
Blessuð börnin þegar maður á þau ekki....
Var í 9 tíma flugi um daginn og þetta var eins og að vera á leikskóla á versta tíma, argandi krakkar út um allt.
Fékk semsagt ekki minn 9 tíma fegurðarblund, en skiptir svo sem ekki öllu þar sem ég er gullfalleg og andoxunarefnin í rauðvíninu halda mér unglegri að eilífu.
NEIIII, án gríns þá alveg skil ég foreldraefnin og hversu erfitt það er að vera með vælandi kríli og fólk allt í kring gefandi þeim illt auga. Eflaust ekkert illa meint hjá flestum, bara allir jafn pirraðir.
En eftir nokkrar flöskur af rauðu og/eða hvítu þá byrjar maður að brosa pent til þreyttu foreldrana og jafnvel vorkenna þeim að geta ekki slakað á taugunum með einum tvöföldum eða þreföldum yfir laim bíó mynd sem í boði er í sætisbaki entertainmentsístemsins. Nógu góð einangrandi heyrnartól, væmin bíómynd og slatti af rauðvíni og málið er dautt. Organdi börn hætt að pirra mig.
Ég fór á Chili, ameríska restaurantinn, í millistoppinu í Calgary áður en ég hélt í þetta 9 tíma flug, fékk alveg geðveik góð ribs og kærastinn borgara sem var snilld. Vinur fékk gráðost og jalapeño á sinn borgara og uppgötvaði þá hversu mikil snilldar samsetning það er og ég get staðfest það. Er ekki mikil gráðostamanneska en fyrir þá sem það eru þá mæli ég með að prófa þessa á borgarann eða með kjúklingavængjum:
Gráðosta-Jalapeno sósa
- 1 dl (eða svo og eftir smekk) saxaðir niðursoðnir jalapeños
- 2-3 msk smjör
- Hvítlauksrif
- Sýrður rjómi
- Majónes
- Gráðostur
Maukið jalapeño-inn. Bræðið smjör á pönnu við meðal hita, bætið við hvítlauknum (fínt skornum eða í gegnum hvítlaukspressu). Bætið því næst við jalapeño maukinu og látið malla. Setjið þetta í skál.
Við þetta bætist sýrði rjóminn, majónesið og gráðosturinn, maukið með blender. Salt og pipar eftir smekk.
Svo eru til margar útfærslur. Tildæmis að henda saman majó, sýrðum, gráðost, smá lime og pressuðum hvítlauk, salti og pipar í skál. Blanda vel saman og kæla í nokkra tíma.
Combine all ingredients; chill for an hour or two. Serve as a dip for the Buffalo wings. Makes about 1 1/2 cups of blue cheese dip.
Og um að gera að prófa annan ost en gráðost, t.drjómaost osfv...
Soffía Gísladóttir © www.soffia.net
Matur og drykkur | Breytt 4.2.2009 kl. 12:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.1.2009 | 12:13
Chile con carne
Það er mikil menning á bak við Chile con carne, heilu "trúarbrögðin" sem hafa skapast í kringum þennan góða rétt.
Þetta er til dæmis official réttur Texas búa í Ameríku og þykir þeim helgispjöll að nota baunir í sitt Chile. Ég er reyndar svo mikið fyrir baunir að mér finnst það must að hafa kidney beans í mínu Chile con carne. Og ég vil hafa nautahakk, ekki nautakjöt í bitum þótt svo það sé alveg skemmtilegt stundum til tilbreytingar.
Ég eeelska Chile con carne, og þetta er einn af þessum réttum sem er aldrei eins þegar maður eldar hann næst. Og um að gera fyrir chile fans að lesa sig til um skemmtilegar uppskriftir varðandi þennan rétt og imprúvæsera.
Chile con carne
- Nautahakk, laushakkað
- Paprika
- Hvítur laukur, skorin mjög mjög fínt
- tómatar í dós
- Tómatsósa í dós
- Ein lítil dós Tómat paste
- 1 lítil dós bjór
- Hvítlaukur
- Chile og slatti af honum (eftir smekk)
- Nautakraftur með hálfum líter af vatni
- Smá kjúklingakraftur ( með desilíter af vatni)
- Salt
- Cayenne pipar
- Oregano
- Paprikuduft
- Chileduft
- Cumin
- Nýrnabaunir
- Smjör og Olía
- Beikonfita
- hálf teskeið púðursykur
- 2 heilir Serranos piprar.
Brúnið lauk á pönnunni, bætið svo við hakkinu. Steikið hakkið. Bætið í smátt skornum ferskum chile, smátt skorni papriku og hvítlauk. Svo kemur vökvinn og tómatar, paste, púðursykur og baunir . Því næst er það allt þurra kryddið, blandið því varlega við og verið dugleg að smakka til.
Ef þið steikið beikon er gott að nota fituna sem kemur frá steikingunni.
Leyfið 2 heilum Serrano piprum að fljóta í kássunni. (Munið bara að vera dugleg og smakka til. Ef þetta fer að verða of sterkt fyrir ykkar smekk þá má alltaf fjarlægja Serrano piprana)
Setjið lok á pottinn og látið malla í 3-4 tíma, ef það þarf meiri vökva þá má hella útí smá nautakjötssoði (Nautateningur soðinn í vatni) eða bjór, bara smakka til hvaða bragð vantar.
Gott er að sjóða chile piprana í vatni og afhýða þá svo og setja í blender með smá af vatninu sem þeir voru soðnir í og mauka og blanda við nautahakkið.
Svo mæla mestu Chile nördarnir með að þetta sé kælt í 12 klst og svo hitað upp. En ég stenst nú aldrei það að bíða svo lengi. En ég mæli eindregið með að elda stóóórann skammt og frysta!
Borið fram með góðum rifnum osti, t.d mossa eða cheddar. Smá sýrður rjómi fer einnig vel með. Þegar það er lítið eftir af kássunni þá er hægt að drýgja hana með að bera fram soðin hrísgrjón með eða jafnvel tortilla kökur.
Soffía Gísladóttir © www.soffia.net
Matur og drykkur | Breytt 4.2.2009 kl. 12:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.1.2009 | 21:20
Sleeping my day away
Í gær voru víst tónleikar með DAD, Disneyland after dark. Fyrrverandi trommari þeirra, Peter er góður kunningi minn. Hitti hann einmitt í Köben um daginn. Við kíktum á Sticks and Sushi sem eru með nokkra fína sushi staði þarna úti. Ég er mikið fyrir sushi og þessi réttur hér er alltaf í þróun hjá mér og klikkar aldrei. Frábær sem forréttur og í sushi hlaðborðið.
LAX Í SKÁL
- Lax
- Avacado
- Vorlaukur
- Sesamfræ
- Rauð silungahrogn
- Ferskt engifer
Skerið ferskann laxinn (eða reyktann ef það hentar ykkur betur) frekar smátt, 1-2 cm ferninga, avacadoinn einnig sem og vorlaukinn. Blandið þessu saman i litla skál. (Ein skál á mann)
Í þetta fer svo teskeið af sesamfræum og teskeið af hrognum eða svo teskeið af rifnum ferskum engifer. Blandið nett saman.
(Ég nota svipað magn af lax og avacado, u.þ.b 1/4 avacado á mann)
Borið fram með Soya og wasabi og súrsuðu engifer.
Tip: Mirin er must í sushi gerð. Hellið þónokkrum matskeiðum af þvi í hrísgrjónin þegar þið eldið þau. Þetta er svona sætt sýrópskennt hrísgrjónavín. Lykilatriði við suðu hrísgrjóna.
Soffía Gísladóttir © www.soffia.net
Matur og drykkur | Breytt 4.2.2009 kl. 12:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.1.2009 | 14:01
Lax
Alveg upplagt að fara út og fíra upp í grillinu og henda á það laxaflaki.
Lax
- Lax
- Smjör
- Salt
- Pipar
- Lime
- Thyme
- Hvítlauksrif
Leggið laxinn á álpappír. Setjið allt heila klabbið með í álpappírinn og grillið þar til laxinn er perfect.
Grillspjót
- Kúrbítur
- Kirsuberjatómatar
- Paprika
- Rauðlaukur rokkar
Stungið upp á grillpinnan, dreypa yfir þetta smá olíu, salt og pipar og sett á efri hillu grillsins.
Sósan
- Sýrður rjómi
- Rauð paprika
- Fersk steinselja, og alveg slatti af henni.
- Salt og pipar
- Smá Maple sýróp
Setti í blender og maukað. Þetta var alveg ágæt sósa, mætti samt alveg fínpússa hana einhvernvegin. Kannski með að grilla paprikuna í ofni svo að hún verði svört og sæt, og taka af henni skinnið og mauka svo...
Soffía Gísladóttir © www.soffia.net
Matur og drykkur | Breytt 4.2.2009 kl. 12:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)