Eldhúsbréf I

Langþráður draumur rættist, ég er að innrétta húsið sem við höfum verið að byggja, nema hér áður fyrr þegar mig dreymdi um að byggja hús frá grunni og fá að ráða öllu sem inn í það færi tók ég ekki með í reikninginn valkvíða (og takmmarkað fjármagn).
Ég hef legið í hús og híbýlablöðum, amerískum, dönskum, norskum...., það er til svo mikið af allskonar flottu, og dæmigert að allt sem mig langar í fæst ekki svo auðveldlega.

Eitt af því sem ég þarf að fara að taka ákvörðun um er hvernig ég vil hafa eldhúsið.  Ég er með stórt alrými og helmingurinn verður eldhúsið.

Mig langar ekki í hefðbundna eldhúsinnréttingu og því er aðeins flóknara fyrir mig að ráðast í að innrétta eldhús.  Því mig dreymir um litríkar geometriskar portúgalskar eða íslamskar flísar, gamlan kínverskan skáp frá 18.öld, stórann "apótekaraskáp", kommóðu með milljón litlum skúffum, svo væri ég til í að hafa þetta í svona rústik, sjúskuðum, ítölskum sveitastíl.  En aðalatriðið er að sjálfsögðu að eiga eldhús þar sem er nóg af mat, víni og góðum vinum.

Eins og er þá er ég með bráðabyrgðar aðstöðu, eldhúsvask á gamalli hurð, lítinn ofn með 2 hellum, gamlar spýtur fyrir hillur o.s.frv.

Þetta kemur allt smám saman og ég mun dokumentera þessa þróun og pósta hér.  Svona leit þetta út ekki alls fyrir löngu:


eldhus01


Fyrsta máltíðin sem var elduð í ókláraða eldhúsinu var dúndurgóður lax með kúskús.

eldhus02


Pönnusteiktur lax  

  • Lax
  • Smjör
  • Hvítlaukur
  • Salt og pipar
  • Ferskur graslaukur
  • 1-2 tsk Dukkah með pistasíum frá Yndisauka

Smjör brætt á pönnu, fiskurinn settur á pönnuna. (Steikt á roði fyrst ef laxinn er með roði og svo hinni hlið). Kryddað með smá salti og pipar og pínu pons hvítlauk.  Pistasíu dukkah stráð yfir fiskinn í lokin á roðlausu hliðinni, og fisknum velt um á pönnunni léttilega.
Borið fram með kúskús, sýrðum rjóma eða grískri jógúrt og ferskum graslauk.


Bloggfærslur 4. september 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband