Gott pasta með hörpudisk og grillaðri papriku

Það er ótrúlegt hvað það getur gert mikið fyrir rétt að grilla papriku áður en henni er skellt í réttinn.

Það gerið þið með því að skera papriku gróft niður í báta, setjið í eldfast mót, dreypið yfir ólífuolíu, salti og pipar og setjið í ofninn á grill þar til skinnið á paprikunni verður pínku svart.

Þá setjið þið hana í skál og lokið fyrir t.d með plastfilmu, þannig verður auðveldara að taka skinnið af. En það viljið þið einmitt gera þegar hún kólnar.

ég er tagliatelle manneskja, en í þennan rétt er um að gera að nota það pasta sem ykkur finnst best.

 Pasta með hörpudisk og grillaðri papriku

  • 4 paprikur
  • 1 heill hvítlaukur
  • 1/2 kg hörpudiskur (scallops)
  • 5 msk ólífuolía
  • Salt
  • Pipar
  • Tagliatelle
  • Fersk steinselja
  • Safi úr sítrónu

Hitið ofninn á grilli, hæsta hita.

Setjið paprikur og heilan hvítlauk, eins og hann leggur sig,  í eldfast fat . Dreypið yfir smá ólífuolíu, salti og pipar.

Takið skinnið af paprikum (eins og ég minnist á hér áðan)

Takið hvítlaukinn úr hýðinu.  

Setjið papriku og hvítlauk í matvinnsluvél og maukið vel.

Penslið hörpudiskinn með olíu og pipar og grillið á grillpönnu. (eða venjulegri pönnu)

Bætið við skvettu af sítrónusafa 

Setjið paprikumaukið á pönnuna ásamt hörpudisknum.

Bætið við soðnu pasta og blandið þessu vel saman.  Rífið yfir ferskan parmagiano og ferska steinselju.

Saltið og piprið eftir smekk.

www.soffia.net

 www.soffia.net

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband