Lambakjötbollur

 

Ég er mikið fyrir lambahakk þessa dagana, og ekki þykir mér kindahakk verra.  Hef nú ekki séð það í búðum, en hef hakkað mitt eigið.   

Lambakjötbollur

  • 400 g lambahakk
  • 1 egg
  • 1 msk hveiti
  • 1 dl sódavatn
  • 2 hvítlauksrif
  • 50 g þurrkaðar aprikósur (eða sólþurrkaðir tómatar)
  • 3 stilkar rósmarín
  • 3 stilkar mynta
  • Salt
  • Pipar
  • Olía

 

Blandið saman eggi, hveiti, vatni og lambahakki.  

Pressið hvítlauk, hakkið apríkósur og kryddið.  Blandið þessu saman við hakkið. Saltið og piprið.

Búið til bollur úr hakkinu. Hitið olíu á  pönnu og steikið bollurnar í nokkrar mínútur á hvorri hlið.

www.soffia.net

 www.soffia.net

 

Hér er svo ein hugmynd að kvöldmat, random uppskrift sem ég hef áður birt: 

Yaki soba núðlur

Og fyrir ykkur sem eigið  svona grill í bakgarðinum þá rúllið þið þessu upp.  Ég væri alveg til í svona grip og dudda við matargerðina  í sólinni og logninu á pallinn hjá mér í Hvalfirðinum.

GÓÐA HELGI!

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband