23.10.2009 | 16:19
Hvítur aspas með myntusmjöri
Ég tími nú reyndar ekki að kaupa ferskan aspas þessa dagana. Tilefnið þyrfti þá að vera eitthvað mjög sérstakt.
Smjörið passar þó vel með ýmsu öðru en aspas...
Hvítur aspas með myntusmjöri
- Fersk mynta, eitt búnt
- Safi úr ca hálfri sítrónu
- Salt
- 30 - 40 g smjör
Maukið myntu, sítrónu og salt í morteli, blandið vel saman við bráðið smjör.
Borið fram með hvítum (eða grænum) aspas
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Athugasemdir
Namm, þarf að prófa þetta.
Finnur Bárðarson, 23.10.2009 kl. 16:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.