Matar martröð

 Sumar hugmyndir virðast rosalega sniðugar í draumum, en svo þegar maður vaknar þá er ekki nokkur glóra í þeim.

Veit ekki hvort ég eigi nokkurn tíma  eftir að prófa þetta en mig dreymdi um daginn að ég var að elda...

...lasagna-sushi...? 

  • Soðin lasagnaplata
  • Soðin hrísgrjón
  • Nori þari örk
  • Scrambled eggs
  • Reyktur lax, skorinn í smáa bita

Ég muldi niður Nori þara-örkina og blandaði henni saman við soðnu hrísgrjónin.  Svo smurði ég hrísgrjónunum á lasagnaplötuna og dreyfði ofan á þetta skrömbluðu eggjunum og reykta laxinum.  Þessu rúllaði ég svo upp í anda sushi.  Ég veit ekki hvernig þetta smakkaðist því ég vaknaði áður en ég náði að fá mér bita af þessu.

Ég á örugglega aldrei eftir að prófa þessa uppskrift en það mætti heimfæra þetta á tvo vegu til dæmis.

Annars vegar 

Sushi með reyktum lax

  • Nori þari
  • Sushi hrísgrjón
  • "Skrömbluð egg"
  • Reyktur lax
  • Vorlaukur

Hrísgrjónum dreyft á þarann.  Egg, lax og vorlaukur lagt ofan á og rúllað upp eins og hefðbundið sushi.  Borið fram með soya, súrsuðu engifer og wasabi.

Ég hef ekki prófað þetta, er bara að henda fram hugmynd á meðan hún er í fersku minni :)

Og hins vegar:

Lasagna "sushi"  - Tilvalinn forréttur

  • Kotasæla
  • Lasagnaplata,  soðin
  • Kjötsósa

Nautahakk steikt og eldað eins og hefðbundin lasagna kjötsósa.

Lasagna platan smurð með kotasælu, kjötsósunni dreyft ofan á kotasæluna, rúllað upp og skorið í sneiðar eins og gert væri við sushi rúllu.   Raðað á disk og borið t.d fram með góðri tómatsósu og ferskum parmasen osti.

Ég tek það fram að ég hef aldrei prófað að rúlla lasagna plötunum upp eins og sushi (bara ferskum ósoðnum í cannelone) en þá myndi ég gera það á langveginn.  Aldrei að vita nema ég prófi þetta for the fun of it næst þegar ég hef lasagna.

Hugmynd að tómatsósu

  • 1 dós niðursoðin tómatsósa
  • 2 skallot laukar
  • 2 msk ólífuolía
  • 2 msk balsamik edik
  • 1 tsk hlynsýróp
  • salt og pipar

Mallið lauk og hvítlauk á pönnu, bætið við tómatsósunni og öllu hinu, látið malla.

www.soffia.net

 www.soffia.net


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband