21.9.2009 | 15:21
Hrísgrjónalummur með papriku og púrru
Þessar lummur (klattar) eru í anda crepesins sem ég geri stundum og henta vel í brunch, lunch eða kvöldmat.
Hrísgrjónalummur með papriku og púrru
- 200 g soðin hrísgrjón
- 100 g hveiti
- 2 tsk salt
- 2 msk sykur
- 25 g smjör
- 2 dl mjólk
- 1 egg
- Smátt skorin púrra
- Hálf rauð paprika, smátt skorin
- 1- 2 tsk Dijon sinnep
- 1-2 tsk sætt sinnep
- 1-2 tsk sýróp
Allt ofantalið hrært vel saman og bakað á pönnu eins og hefðbundnar lummur.
Það er mjög gott að smyrja þær með sinnepssósu og meir af papriku og púrru og bræða gouda ost ofan á lummurnar með þvi að skella þeim inn í ofn í smástund.
Svo mætti líka skella á hana skinku og ost, og inn í ofn til að hita smá og bræða ostinn.
Annars er bara að láta smekk ykkar og hugmyndaflug ráða.
Einnig prófaði ég að baka nokkrar með þvi að bæta við túrmerik og karrýi í deigið og það var mjög gott.
Oregano, basil eða önnur krydd virka líka örugglega vel.
Og holla útgáfan gæti hljóðað einhvernvegin svona.
- Hýðishrísgrjón í stað hvítra
- Heilhveiti eða spelt í stað hveitis
- Agave sýróp í stað sykurs
- Einhverja holla olíu í stað smjörs
- Svo má væntanlega fara út í það að nota soya mjólk í stað mjólkur
- Og sleppa salti.
En hvernig þetta myndi svo smakkast veit ég ekki.
Flokkur: Matur og drykkur | Breytt 4.2.2010 kl. 19:33 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.