26.5.2009 | 14:41
Veisla síðar í sumar
Er að byggja hús í Hvalfirði og hef fengið að níðast á nokkrum vinum þegar kemur að því að járnabinda og fleira skemmtilegt.
Það er ekkert auðvelt að vera alltaf að biðja um hjálp, því þetta er þó nokkur vinna en það munar svo um hvern og einn sem hjálpar. Þannig að kærar þakkir til allra sem hafa komið og hjálpað okkur og ég veit að eiga eftir að hjálpa enn meir þar sem við erum "rétt" að byrja......
En svo verður slegið upp veislu fyrir þessa góðu vini sem hafa lagt hönd á plóg síðar í sumar og þá verður eitthvað svakalega gott að borða, og jafnvel komin tími til að undirbúa veisluna.
Ég er svona aðeins byrjuð að spá í hvað væri sniðugt að bjóða upp á, eiginlega must að grilla þannig að það verða annaðhvort kindaspjót með tyrknesku ívafi eða nautaspjót með japönsku ívafi.
Svo verða 3-4 appetizerar og eitthvað gott að drekka.
Kindaspjót
- Kindafille
- Cumin
- Chile powder, og/eða ferskur chile
- Mynta eða Thyme, eftir smekk
- Hvítlaukur, bara smá
- Salt
- Pipar
- Pistachios
- Sítrónubörkur, rifinn
Allt sett í blender, og laushakkað. Skiptið hakkinu jafnt á spjót og mótið það utan um spjótin með höndunum.
Svo er það með þetta eins og allt annað, það má bæta við kryddum, sleppa hnetum osfv osfv, bara eftir smekk hvers og eins. Ef þið eigið góð tyrknesk krydd þá er um að gera að imprúvæsera með þau.
Borið fram með salati, pítubrauði (eða Roti), jógúrtsósu og rauðlaukssalati.
Rauðlaukssalat
- Rauðlaukur
- Sítrónusafi
- Salt
- Pipar
- Parsley
Skerið rauðlaukinn í þunnar sneiðar, blandið honum saman við sítrónusafa, salti, pipar og parsley.
Rauðlaukur rokkar!
Soffía Gísladóttir © www.soffia.net
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.