15.5.2009 | 10:33
Naut kælt í ísvatni
Fór á Fiskmarkaðinn með nokkrum vinum eitt hádegið. Þeir eru með mjög gott sushi, eiginlega besta sushi sem ég hef fengið lengi. Staðurinn sjálfur er mjög kósí, sérstaklega niðri í kjallaranum. Þjónustan var fín, þannig að þessi staður fær 5 M hjá mér, fullt hús stiga.
Ég rakst á skemmtilega uppskrift í bók hjá vini. Þar sem ég er mikil áhugamanneskja um nautakjöt þá fannst mér þessi uppskrift mjög spennandi. Fann hana í japanskri matreiðslubók og hún hljóðar svona.
Piprið steikina og látið standa í hálftíma eða svo. Steikið á pönnu, rare!!! Setjið það svo í ísvatn (skál með vatni og klökum í) í 20 mín. Þurrkið kjötið og skerið það í þunnar sneiðar og þræðið upp á grillspjót eða einhvern tein. Berið fram með góðu dip.
Ég hef lesið um sömu aðferð með svínakjöt. Nema þá væntanlega elda það ögn meir en bara rare.
Þetta má t.d bera fram með CITRUS SHOYU
- 1 sítróna
- 2 msk Lime safi
- 2 msk rice vinegar
- 1/4 bolli shoyu
- 1 msk mirin
- 4 vorlaukar, smátt skornir
- Bútur af fersku engifer, rifið eða skorið fínt
Öllu blandað saman.
TIP: Mirim er snilld og algjört must þegar verið er að sjóða sushi hrísgrjón.
Flokkur: Matur og drykkur | Breytt 31.8.2009 kl. 15:15 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.