18.5.2009 | 16:56
Útlitið er allt
Ég keypti tvo ávexti um daginn bara því þeir eru svo fallegir, drekaávöxt og kiwano, reyndar keypti ég kiwano því mér fannst appelsínuguli litur þess tóna svo fallega við bleika og græna lit drekaávaxtarins.
Ég er ekki alveg búin að ákveða hvað ég geri við þetta en eg fann uppskrift með Kiwano sem mér finnst hljóma vel.
Fiskur með kiwano salsa
- Rauðlaukur
- Agúrka ( 1/4 eða bolli eða svo)
- 1 stór tómatur, fjarlægið fræ
- 1/2 avacado
- Safi úr einni lime
- Smá chile sósa
- Smá saxað kóríander
- Lúða, eða einhver góður fiskur
Skerið kiwano til helminga á lengdina og takið út pulpið úr öðrum helmingnum með skeið og setjið í skál. Skerið hinn helminginn í sneiðar og setjið til hliðar til að nota til að skreyta diskinn.
Setjið pulpið og allt saman í skál og mixið vel saman.
Steikið fiskinn á grillpönnu t.d eða útigrilli. Berið fram með Kiwano salsa og kiwano sneiðunum.
Það er talað um að það sé hægt að nota kiwi í staðin fyrir kiwano, veit ekki hvernig það myndi smakkast. Ég hef ekki prófað þessa uppskrift sjálf ennþá.
Þessir ávextir eru svo myndrænir, sem er eiginlega ástæða þess að ég keypti þá, en ég fékk það verkefni að mynda ávexti og grænmeti um daginn.
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Athugasemdir
Ótrúlega fallegir!
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 23.5.2009 kl. 02:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.