The end....

Fjárfestum í entrecote og kinda file fyrir páska, eins og kannski hefur ekki farið fram hjá þeim sem lesa þetta matarblogg.  Nema hvað, loksins náðum við að elda síðasta kjötbitann.  Við höfum búið til marga mismunandi rétti úr þessum hráefnum. 
  1. Fyrsta kvöldið var það rare entrecote og rare kind grilluð á pönnu með piparostarjómasósu og sætri kartöflumós.  Nautið fremur seigt og lofaði því ekki góðu, en það rættist svo aldeilis úr því í síðari réttum.
  2. Dagin eftir var það The chewy beef that became tender, wokréttur og nautið lungamjúkt.
  3. Miðnætursnarlið  sama kvöld var kind með 3 mismunandi sósum.  Súper gott.
  4. Og í hádeginu á páskadag var það hamborgarinn sem var 50/50 entrecote og kinda file.
  5. Annan í páskum kláruðum við svo síðasta kindabitann og hér er sú uppskrift:

Kind of pizza

  • Roti uppskrift (sem botn)
  • Bbq sósan sem var notuð á hamborgarann hér á undan, þið finnið uppskriftina þar
  • Stewed tómatar í dós
  • Kinda file, kryddað með kebab kryddi 
  • Brauðostur
  • Rauðlaukur
  • Ananas
  • Sveppir
  • Salt 
  • Pipar

Hitið ofninn eins hátt og hann fer (300°c í mínu tilfelli).  Búið til Botninn skv Roti uppskriftinni.  (Hveiti, vatn, salt)

Setjið Roti botninn í ofninn í hálfa mínútu eða svo. 

Takið hann út og setjið á sósuna, ég setti bbq sósu á hálfan botninn,og stewed tomatos á hinn helminginn.  (Svona ef bbq sósan væri ekki að gera sig).

Svo ostinn og svo kindina (sem ég steikti á wok pönnu með kebab kryddi, salti og pipar). Of dreifa svo fínt skornum rauðlauk og sveppum yfir allt.

 www.soffia.net

Ég gerði 3 botna, kærastinn setti á næsta.

Páska pizza

  • Roti botn
  • Ostur
  • Sveppir
  • Hvítlaukur
  • Rjómaostur
  • Salt
  • Pipar
  • Rauðlaukur
  • Ananas

Setjið Roti botninn í ofn í hálfa mínútu.  Steikið sveppi með hvítlauk, salti og pipar. Bætið út í rjómaost.  Setjið á Roti botninn ost, svo sveppina, svo rauðlauk og ananas.

www.soffia.net

Ég tók síðasta botninn.

 

Síðasta kjötmáltíðin, almost

  • Grísa-nautahakk
  • Heitt pizzakrydd
  • Salt
  • Pipar
  • Jalapeno, niðursoðið
  • Brauðostur
  • Ananas
  • Stewed toamtos í dós
  • Laukur

Steikti grísa-nautahakk á pönnu með lauk, heitu pizza kryddi, salti og pipar.  Hitaði botninn í hálfa mín, setti á hann stewed tomatos og svo hakkið.  Ost yfir og ofan á hann ferskan lauk, ananas og jalapeno.

Síðasta kjötmáltíðin, almost... því rétt í þessu var verið að bjóða okkur í lamb.  Og svo verður bara grænfóður næstu mánuði.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband