13.4.2009 | 18:34
The end....
- Fyrsta kvöldið var það rare entrecote og rare kind grilluð á pönnu með piparostarjómasósu og sætri kartöflumós. Nautið fremur seigt og lofaði því ekki góðu, en það rættist svo aldeilis úr því í síðari réttum.
- Dagin eftir var það The chewy beef that became tender, wokréttur og nautið lungamjúkt.
- Miðnætursnarlið sama kvöld var kind með 3 mismunandi sósum. Súper gott.
- Og í hádeginu á páskadag var það hamborgarinn sem var 50/50 entrecote og kinda file.
- Annan í páskum kláruðum við svo síðasta kindabitann og hér er sú uppskrift:
Kind of pizza
- Roti uppskrift (sem botn)
- Bbq sósan sem var notuð á hamborgarann hér á undan, þið finnið uppskriftina þar
- Stewed tómatar í dós
- Kinda file, kryddað með kebab kryddi
- Brauðostur
- Rauðlaukur
- Ananas
- Sveppir
- Salt
- Pipar
Hitið ofninn eins hátt og hann fer (300°c í mínu tilfelli). Búið til Botninn skv Roti uppskriftinni. (Hveiti, vatn, salt)
Setjið Roti botninn í ofninn í hálfa mínútu eða svo.
Takið hann út og setjið á sósuna, ég setti bbq sósu á hálfan botninn,og stewed tomatos á hinn helminginn. (Svona ef bbq sósan væri ekki að gera sig).
Svo ostinn og svo kindina (sem ég steikti á wok pönnu með kebab kryddi, salti og pipar). Of dreifa svo fínt skornum rauðlauk og sveppum yfir allt.
Ég gerði 3 botna, kærastinn setti á næsta.
Páska pizza
- Roti botn
- Ostur
- Sveppir
- Hvítlaukur
- Rjómaostur
- Salt
- Pipar
- Rauðlaukur
- Ananas
Setjið Roti botninn í ofn í hálfa mínútu. Steikið sveppi með hvítlauk, salti og pipar. Bætið út í rjómaost. Setjið á Roti botninn ost, svo sveppina, svo rauðlauk og ananas.
Ég tók síðasta botninn.
Síðasta kjötmáltíðin, almost
- Grísa-nautahakk
- Heitt pizzakrydd
- Salt
- Pipar
- Jalapeno, niðursoðið
- Brauðostur
- Ananas
- Stewed toamtos í dós
- Laukur
Steikti grísa-nautahakk á pönnu með lauk, heitu pizza kryddi, salti og pipar. Hitaði botninn í hálfa mín, setti á hann stewed tomatos og svo hakkið. Ost yfir og ofan á hann ferskan lauk, ananas og jalapeno.
Síðasta kjötmáltíðin, almost... því rétt í þessu var verið að bjóða okkur í lamb. Og svo verður bara grænfóður næstu mánuði.
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Bloggar, Lífstíll, Menning og listir | Breytt s.d. kl. 18:36 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.