Hamborgari úr entrecote og kinda file

Hádegismaturinn á páskadag var hamborgari.  Hann heppnaðist mjööög vel, virkilega bragðgóður og bráðnaði upp í manni. (Sama entrecote steikin og í færslunum tveim hér á undan) Hökkuðum saman 50/50 entrecote steik og kinda file.  Bættum við hvítlauk, salti, pipar, smá engifer.  Við settum 2 rif í ca 150 gr af hakki. Bjuggum til kúlu úr deiginu, settum í skál og heltum yfir smá ólífuolíu. Lokuðum með plastfilmu og létum standa í ísskáp yfir nótt.

www.soffia.net

Bjó svo til 2 hamborgara, kryddaði með steikarkryddi og steikti hann ca medium.  Það var mjög mikið hvítlauksbragð, hvítlaukurinn greinilega grasseraðist yfir nóttina, en það var mjög gott. 

Bjó til  tómat-bbq sósu, og bar borgarann svo fram með osti, sveppum, lauk og ananas.  Setti hamborgarabrauðið í panini grillið í smá stund. Ef þið eigið eitthvað gott salat þá má nú henda því með, en ég átti bara ekkert slíkt.

Tómat bbq sósan var svipuð og venjulega:

  • Smjör
  • Hvítlaukur
  • Laukur
  • Jalapeno, niðursoðnir
  • Tóamtar í dós (stewed)
  • Ananassafi
  • Hvítvín
  • Smá rauðvín
  • sykur
  • Taco krydd
  • Salt
  • Pipar
  • Dijon sinnep
  • Tómatsósa
Allt mallað saman í potti á hálftíma.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband