12.4.2009 | 12:21
The chewy beef that became tender.
Sagði ykkur frá því í síðustu færslu að nautið var seigt, og ég átti enn í ísskápnum hálfa entrecote steik sem ég vissi ekki hvað ég átti að gera við, lítið gagn í henni bleu eða rare vitandi hvað hún var seig.
Þannig að í gærkvöldi þá skiptum við steikinni í tvennt, úr öðrum helmingnum bjuggum við til hamborgara og hinum Wok rétt.
Kærastinn minn sá um hamborgarann sem verður páskahádegisverðurinn (sem við eldum eftir smá og læt ykkur þá vita hvernig það endar síðar). Hann hakkaði saman entrecode, kinda file og krydd.
Þetta var í forrétta stærð eins og alltaf og ég set til gamans ca hlutföllin sem ég notaði, miðað við tvo í mat.
The chewy beef that became tender
- Naut (entrecote, 6 þunnar sneiðar, tveir munnbitar hver sneið)
- Wok grænmetisblanda (lúka)
- Ferskir sveppir (2 stk)
- Púrra (ca 2sm bútur)
- Ferskt engifer (ca cm bútur)
- Hvítlaukur (eitt rif)
- Hnífsoddur af red curry paste
- Msk af Sweet Thai chili sauce
- Olía
- Salt og Pipar
Á meðan hann var að baksa við borgarann þá tók ég vel valið dótarí úr frosna wok grænmetispokanum í frystinum (gular julienne gulætur, venjulegar gulrætur, baby maís og belgbaunir). Skar nautið mjög þunnt (2 mm eða svo) og velti því upp úr fersku engifer og hvítlauk og smá pipar. Skar ferska sveppi fremur gróft og púrru fremur fínt.
Steikti grænmeti á wok pönnu, salt og pipar og smá hvítlaukur. Tók það af pönnu, steikti kjötið í ca 1 mínútu, þannig að það var steikt í gegn án þess að vera of steikt. Bætti grænmetinu aftur á pönnuna. Setti við þetta eina msk eða svo af Thai chili sósunni og smá red curry paste. Lét malla í ekki mikið meir en mínútu og bar fram í skál með dressingu sem hljóðar svona:
Sætur sýrður
- 1 msk Sýrður rjómi
- Hálf msk Sweet Thai chili sausce
- Salt
Hrært saman.
Rétt um miðnætti kom svo smá kind með þremur mismunandi sósum.
Kinda file skorið í fremur þunna bita. Og steikt á pönnu ca medium rare.
Einn biti með svepparjómasósu, einn með sæta sýrða dressingunni og einn með heimagerðu hvítlaukssmjöri. Allt mjög gott en mér fannst bitinn með hvítlaukssmjörinu bestur. Í því var ekkert nema bráðið smjör, slatti af pressuðum hvítlauk, salt og pipar.
GLEÐILEGA PÁSKA!
Kv, Soffía
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Bloggar, Lífstíll, Menning og listir | Breytt s.d. kl. 12:30 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.