Mistökin skemmtileg

Ætlaði að poatche-a egg.  Hef ekki gert mikið af því en braut eggið í ausu og setti það þannig í sjóðandi vatnið.  Fyrsta eggið tókst ofur vel, en ég missti hitt eggið á eldhúsborðið úr ausunni, og reyndi að skófla því í ausuna en náði bara rauðunni upp í ausuna, og það heilli þannig að ég henti henni bara út í vatnið einni og sér, og það kom mjög skemmtilega út, og mjög flott upp á presentation.

Notaði eggin sem ég fékk hjá bónda í sveitinni, og rauðan er svo falleg.

Foodwavesið heldur áfram, morgunmatur á skírdag!

Floaters

  • 2 egg
  • 2 beikonsneiðar
  • Gott brauð
  • Hvítlaukssmjör
  • Mossarella kúla
  • Púrra
  • Heitt pizzakrydd frá Pottagöldrum
  • Salt og Pipar

 

Sjóðið eggin í vatni (hægt að google-a poached egg).  Steikið beikonið.

Ristið brauðið og smyrjið með hvítlaukssmjörinu. Leggið mossarella á brauðið og grillið í ofni í nokkrar mónótur.  Takið út og stingið tannstöngli í gegnum kúluna og skreytið með púrrulauk.  Skerið einnig smátt púrru og dreyfið ofan á poached eggið ásamt salti, pipar og pizzakryddinu.

 

Getið séð á myndinni hvernig ég bar þetta fram, en ég setti eggjarauðuna (eggið sem klúðraðist og var ekki með neinni hvítu ofan á eggið sem heppnaðist.  Og ég skar brauðið í hringi með svona hringlóttu járndóti sem ég á.

 

www.soffia.net

 

 

Og hér getið þið séð fallegu rauðuna, og eins og hún sé medium rare, fullkomlega elduð!

www.soffia.net

Þetta er allt of fallegt. 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Theodóra Rögnvaldsdóttir

Þú getur líka prófað að nota eldhúsfilmu. Þú brýtur eggið á þokkalega stórt stykki af eldhúsfilmu og tekur hana svo upp á hornunum þannig að úr verði síður poki (eggið í botni pokans). Hnýtir svo hornin saman til að mynda nokkurskonar lykkju. Þræðir sleif í gegnum lykkjuna. Leggur sleifina svo þvert yfir pottinn þannig að filmupokinn (með egginu) hangi ofan í sjóðandi vatninu. Þannig er hægt að poach-a egg mjög snyrtilega.

Anna Theodóra Rögnvaldsdóttir, 10.4.2009 kl. 22:28

2 Smámynd: Soffía Gísladóttir

Kærar þakkir Anna.  Þetta hljómar mjög spennandi og ég mun prófa þessa aðferð næst, það er ekki spurning. 

Kveðja, Soffia

Soffía Gísladóttir, 12.4.2009 kl. 12:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband