9.4.2009 | 15:44
Hátíð í bæ
"Foodwaves" páskahelgin byrjaði í gærkvöldi. Ég reið á vaðið og henti í fyrsta réttinn.
Cheesy bacon
- Mossarella (ferskur, litlu kúlurnar)
- Beikon
- Salt
- Pipar
- Tómatar í dós (stewed)
- Balsamic sýróp
- Ristuð graskers og sólkjarnafræ
- Parmigiano Reggiano.
Beikonið steikt, en ekki of krönsí svo það sé hægt að vefja því utan um mossarella kúluna. Borið fram á stewed tómötunum. Og skreytt með balsamik sírópi, fræum og parmagiano ostinum.
Hér er svo mynd af réttinum.
Svo var kærasti minn með næsta rétt, þá var vinur okkar komin í heimsókn og naut góðs af. Af viðbrögðum hans að dæma þá var réttur upp á 5 M. (Við gefum einkunnir hverir hvern rétt, mest hægt að skora 5M)
Algjör sveppur
- Sveppir
- Smjör
- Hvítlaukur
- Rjómi
- Mjólk
- Campbells sveppasúpa
- Salt
- Pipar
- Púrra
Skerið niður sveppi og brúnið á pönnu í smjöri og hvítlauk. Bætið við 2-3 msk af súpunni (ekki mikið meir en það), rjóma og mjólk. Salt og pipar eftir smekk. Berið fram með dropa af rjóma on top og fíntskorinni púrru ásamt salti og pipar.
Og hér er dýrðin.
Svo tók ég síðasta rétt þessa kvölds.
Cod´n lobster
- Léttsaltaður þorskur
- Humarhalar
- Engifer
- Hvítlaukur
- Salt
- Pipar
- Morocco kryddblanda (því það er smá chile í því)
Og meðlætið:
- Baby maís
- Púrra
- Gul paprika
- Belgjabaunir
- Mangó chutney
- Rjómi
Og hvítlaukssmjör:
- Smjör
- Hvítlaukur
- Salt
Takið humarinn úr skelinni og hreinsið roð af fiski og bein ef einhver eru. Hakkið þetta saman með hníf. (Bara laushakkað). Blandið við pressuðum hvítlauk, fersku engifer, salti, pipar og einhverju chile kryddi (eða ferskum chile).
Steikið á pönnu upp úr smjöri. Skerið grænmetið fínt, eða eins og í mínu tilviki þá átti ég frosið skorið grænmeti (wok blöndu) sem ég keypti út í búð. Þannig að ég pillað úr pokanum sitt lítið af hverju og steikti það upp úr olíu á heitri wokpönnu. Saltaði og pipraði. Bætti svo við mango chutney og rjóma og sauð smá.
Svo bræddi ég smjör á pönnu með smá hvítlauk og salti. Og helti því yfir fiskbolluna þegar ég var búin að steikja hana.
Gleðilega hátíð.
SoffíaMeginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Bloggar, Lífstíll, Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.