Sex laxar

Vinur okkar kom með maríulaxinn sinn um daginn og við foodwave-uðum hann.  Þvílík snilld, en ég var ekkert á því að fá mér lax samt á næstunni eftir þetta kvöld.  Elduðum laxinn á 6 mismunandi vegu. 

Allir réttir urðu að heita eitthvað sem innihélt orðið María....

Mig langaði, sem fyrsti réttur, að leyfa laxinum að njóta sín, og hafði því enga sósu, en það má eiginlega segja að það vantaði smá sósu element í þennan rétt, að öðru leiti var hann mjög góður.

www.soffia.net

María Gala  (mmmn = þrjú og hálft m. Theme song: The nightingale)

  • Lax
  • Fennel
  • Sellerírót
  • Salt
  • Pipar
  • Kóríander
  • Sítróna
  • Hvítlaukur
  • Smjör
  • Smá dill

Allt á pönnu í smá smjöri.  Reif sellerírótina með fínu rifjárni.

Borið fram með bakaðri kartöflu sem ég skar í teninga og steikti upp úr smjöri á pönnu, saltaði og pipraði.

Fennel rót var steikt og svo borin fram með köld.  Kóríander og dill svo sem skraut.

 

Kærastinn kom með rétt nr 2.

www.soffia.net

Cool kid María (mmmmn)

  • Lax
  • Sæt kartafla
  • ostur
  • salt
  • Pipar
  • Olía
  • Smjör
  • Steikar krydd

Allt í eldfast mót og inn í ofn á ca 200°c þar til eldað.

Sósan

  • Mæjó
  • Sýrður
  • Maple sýróp
  • Rjómi
  • Salt
  • Pipar
  • Steak spice

Gunni kom með þriðja réttinn.

www.soffia.net

María á stráum (mmmm)

  • Sætar kartöflur
  • Kartöflur
  • Lax
  • Salt
  • pipar
  • Sýróp
  • hnetur
  • karrí
  • ólífuolía
  • Rósarsalt

 

Kartöflustrá úr sætum og venjulegum kartöflum með karríkryddi og rósarsalti steikt á pönnu með ólífuolíu.  Laxinn soðinn, rifinn af beinum og hnoðaður í bollu. Steiktur og svo helt yfir Maple sýrópi og muldum hnetum.

 

Svo koma næstu þrjár uppskriftir á morgun...

Sx


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband