Mótefni

Fékk að gjöf um helgina nýja diskinn með Eberg sem heitir Antidote.  Frábær diskur, mæli 100 % með honum. Í uppáhaldi hjá mér af þeim disk er lagið One step at the time.  (Hægt að hlusta á það á myspace síðunni hans).  Svo eru útgáfutónleikar með honum 22. apríl sem ég ætla ekki að missa af.

 www.soffia.net

Annars vorum við með snilldar matarboð í síðustu viku.  Tókum Foodwaves á það með góðum vinum sem höfðu aldrei prófað Foodwaves.  Það var mikið tilhlökkunarefni að fá þau til að elda með okkur því bæði tvö miklir matgæðingar og góðir kokkar.

Vinur okkar gerði steak tartar.  Ég er mjög mikið fyrir kjöt, og vil það helst hrátt þannig að þessi réttur var mjög mér að skapi.

litli hakkarinn

Litli hakkarinn

  • Entrecode naut
  • Hrátt egg
  • Salt og pipar
  • Sítróna
  • Belgjabaunir
  • Klettasalat

Entrecode steikin var laushökkuð (NB, laushökkuð). Mótað í hæfilega stór buff (forréttastærð) og eggjarauða sett ofan á buffið.  Salt og pipar ofan á það.  (Hakkað kjötið var alveg ókryddað).

Belgjabaunir steiktar með smjöri, salti og pipar. Borið fram með klettasalati og sítrónu.  Sítrónan var algjört must.

Síðasti rétturinn var skemmtilega léttur, fullkomin miðað við að klukkan var að ganga 01.00 og allir búnir að innbyrða mikið af kjöti, og það hráu.

 Eggaldin symphny

Eggaldin symphony

  • Eggaldin
  • Salathnetublanda
  • Klettasalat
  • Gullostur
  • Rauðlaukur

Eggaldin skorið í sneiðar, saltað og látið standa þannig í smá stund.  Því næst er það  þvegið og þurrkað smá.  Svo er óflífuolía pensluð á það og saltað og piprað.  Grillað á grillpönnu á báðum hliðum.

Salat dressing

  • Balsamik edik
  • Ólífuolía
  • Salt 
  • Pipar
  • Hvítlaukur 
Öllu blandað saman

Borið fram með klettasalati, rauðlauk,  hnetunum, gullosti og salat dressingu.

 

Gullostur er snilld, ég hef verið svolítið föst í Höfðingja, en næst mun ég versla Gullost. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband