Tjúttlingur með Parmigiano

Mér finnst eiginlega orðið meira gaman að elda þegar ekkert er til.  Þá verða skemmtilegir hlutir til og frumlegri.  Eldum eiginlega alltaf núna í formi forrétta og þá yfirleitt til skiptis sitthvorn réttinn, stundum 2 eða þrjá í total.

Og alltaf í anda foodwaves, semsagt vitum ekki hvað hinn eldar og verður að vera án uppskrifta og helst smá frumlegheit. 

Með þessu móti borðar maður minna og hægar.  Þannig að þetta er alveg í anda einhverra svona tísku megrunarlífstíls dóts...En við erum svo sem ekki að þessu út af neinu öðru en að við höfum gaman að því að elda og borða.  Og ég spara ekki smjör, en íslenskt smjör er líka bara hollt.

 

Það var einhverntíma að ég held í gestgjafanum ógeðslega góður kjúklingaréttur sem hljómaði einhvernvegin svona, næstum því.

 

Tjúttlingur með Parrrmigiano

 

  • Kjúklingabringur (einn á mann eða svo)
  • Smjör (eða olía)  ég nota líka oft bæði
  • Einn bakki sveppir eða svo
  • Smá safi úr sítrónu
  • Slatta skvetta af rjóma
  • Eins mikinn parmigiano ost og þið nennið (a.m.k dl)
  • Fersk mynta, bara smakka til og eftir smekk
  • Salt og pipar

 

Kryddið bringur með salti og pipar og steikið  í smjöri og/eða olíu í nokkrar mínótur.  Bætið við sveppum og hvítlauk (Mætti kannski bæta við smá meira smjör hér).  Kreistið yfir smá sítrónu og svo rjóma og þvínæst parmigiano og sjóðið þar til bringurnar eru eldaðar.  Bætið saxaðri myntu út í að lokum. 

Svo er alveg málið að rífa ferskan parmigiano yfir herlegheitin þegar það er komið á diskinn.

TIPS: Ég klíf bringur oft þversum, þannig eru þær þynnri og taka minni tíma í eldun og það er líka oft alveg nóg, hálft bringa á mann sérstaklega þegar meðlæti er með eins og gott baguette, hrisgrjón og stuff.

Jæja, vorjafndægur á næst leiti og komin tími til að leggja kanínunni.  Já, og svo fékk ég mjög skemmtilega linsu í afmælisgjöf og flass.  Oui Oui. C´est moi.

www.soffia.net

 Soffía Gísladóttir © www.soffia.net

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband