Fiskurinn í sjónum

Eins og titillinn ber með sér þá minnir hann á snilldina sem syndir hér allt um kring. Keyptum ýsuflak á lítinn pening.

Fiskurinn í sjónum

  • Ýsuflak
  • Matreiðslurjómi
  • Heimalöguð chile og hvítlauks-basil olía
  • Sveppir, mjög smátt skornir
  • Búnki af púrrulauk
  • Engifer
  • Fersk basil
  • Salt og pipar
Þessu er skellt á álpappír og inn í ofn þar til fiskurinn er eldaður.

 

Sósan

  • Matreiðslurjómi
  • 26 % Óðals ostur
  • Sveppir, skornir í skífur
  • Smjör
  • Smá hvítlauksrif, skorið í skífur
  • Salt og pipar

Svona var þetta, ekkert flókið.  Mér fannst alveg óþarfi að hafa nokkuð meðlæti.  En fyrir þá sem þurfa meiri magafylli þá er upplagt að bera þetta fram með hrísgrjónum.

Kv, Soffía

www.soffia.net

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband