4.3.2009 | 14:35
Steikt
Fátt skemmtilegra en ađ eyđa helginni í ađ elda góđan mat, hlusta á góđa tónlist og dreypa á góđu víni. Og ţá er ég ađ meina ađ degi til. Byrja međ léttum rétti um morguninn og fćra sig svo upp á skaftiđ ţví meir sem líđur á daginn. Hér eru tveir réttir svo voru framreiddir síđustu helgi.
Pepp (morgunmaturinn)
- Egg
- Pepperoni
- Smjör
- Hvítlauks - Basil olía
- Parmagiano Reggiano
- Salt og pipar
Spćlt egg, over easy. Steikt međ smjöri og hvítlauksolíu sem ég gerđi sjálf fyrir nokkrum dögum sem samanstendur af matarolíu, ferskri basil, salt og nóg af hvítlauk sem fór í gegnum hvítlaukspressu.
Einnig var steikt á sömu pönnu tvö stykki pepperoni. Og lagt ofan á eggiđ. Yfir ţetta reif ég Parmasen os, og svo smá salt og pipar.
Deilt á tvo diska. Boriđ fram međ unoaked chardonney frá Peter Lehmann og soundtrackinu frá Into the wild. Ta ta...
Svo kom kćrastinn međ rétt sem fór í All Star, top 10.
Austurlandahrađlestin (seinnipartinn)
- Mauksođiđ lambakjöt (sem ég sauđ í vikunni í vatni og engu öđru)
- Arabískt kjúklingakrydd frá Pottagöldrum
- Salt pipar
- Rauđlaukur rokkar
- Pítubrauđ
Sósan
- Ab mjólk
- Sýróp
- Eđal kjúklingakryddfrá pottagöldrum
- Sćtt sinnep
- Salt og pipar
Pítubrauđ klofiđ í tvennt, penslađ međ chile og hvítlauksolíu og sett í panini grill í smá stund.
Steikiđ lambakjöt og rauđlauk í chile - hvítlauks olíu. Og setjiđ slatta af arabíska kjúklingakryddinu og salti og pipar.
Setjiđ á pítubrauđiđ, og svo ofan á ţađ sósuna og smá ferskan rauđlauk.
Boriđ fram međ Solaz rauđvíni og Elliot Smith.
Ţetta var rosalega gott, og virkar frekar sem smáréttur heldur en heil máltíđ. Ţví ţá mćtti vera kál og eitthvađ meira, gera ţá alvöru pítu međ öllu.
Kv, Soffía
Flokkur: Matur og drykkur | Breytt 10.3.2009 kl. 22:12 | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.