Bjór, bjór, bjór...rauðvín

20 ár síðan bjórinn var leyfður, eiginlega ótrúlegt að hugsa til þess að það sé svo stutt síðan að það bara bannað að selja bjór hér. Algjört grín.

Og nú bíð ég spennt eftir að geta keypt vín í matvöruverslunum.  Bjó allt síðasta árið í Danmörku og á Spáni og kunni vel við að geta gripið flöskur með mér þegar ég verslaði í matinn.  Það var skemmtileg menning í því.  Og að geta keypt príðis vín (Trivento frá Argentínu) á 30 dkr,  og Faustino Vll á 4 evrur.

Ég hef reyndar ekki drukkið bjór svo telur í mörg ár en mun fagna þessum degi með því að kíkja á bar í kvöld og skála við bjórþyrsta í rauðvín :)

Skál fyrir góðu kvöldi.

www.soffia.net

  Soffía  Gísladóttir © www.soffia.net


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband