27.2.2009 | 21:34
Okanagan og Tagliatelle með önd
Snilldar vínhérað í B.C, Kanada. Því miður hefur ekki fengist vín þaðan hér á Íslandi. En þeir sem eru að þvælast í Kanada þá mæli ég með að líta eftir Okanagan vínum.
Það eru ansi mörg góð. T.d Quails Gate, Dirty laundry, Mission Hill og Gray monk.
Osoyoos Larose, le gran vin frá 2006 er afbragð.
Einn besti veitingastaðurinn í Okanagan er veitingastaður Quails gate. Fékk svo gott Carpaccio þar. En veitingastaðurinn leggur áherslu á að elda úr local hráefni. Og nóg er til að því þarna í Okanagan.
Og hér er mynd af carpaccioinu. Oh nú langar mig í Carpaccio.
Eitt af því sem er á matseðlinum hjá þeim núna er Duck Tagliatelle og í því er
- Duck confit
- Smoked apples
- Braised fennel
- Fresh thyme
- cream
Hljómar ekkert smá vel...Er ekki með uppskrift en miðað við þessa innihaldslýsingu má google og svo imprúvæsera eitthvað hrikalega gott.
Svo sá ég þessa sem er mjög girnileg:
Tagliatelle og önd
- Önd
- Laukur
- Hvítlaukur
- Tómata paste
- Hveiti (ein msk eða svo)
- Kjúklingasoð (um 2 - 300 ml)
- Hálfur líter rauðvín
- Smá ferskt thyme
- Safi úr einni appelsínu og smá rifið appelsínuhýði
- Tagliatelle
Hitið ofn á 170°C
Steikið önd í smjöri í um 6 mín á skinninu, snúið við og steikið í um 4 mínótur.
Setjið öndina til hliðar, brúnið lauk og hvítlauk á sömu pönnu, bætið við tómat paste. Bætið við einni msk af hveiti og hrærið saman. Því næst vín, kjúklingasoð, krydd, appelsínusafi og hýðið. Hitið að suðu og látið malla. Bætið nú öndinni aftur á pönnu og mallið í 2 klst.
Takið önd til hliðar, veiðið frá fitu af yfirborðinu. Látið malla. Snyrtið öndina, takið skinn og bein og skerið kjötið í munnbita eða svo og bætið því við soðið aftur.
Sjóðið pasta samkvæmt leiðbeiningum.
Deilið pasta á diska, sósuna yfir og rífið parmasen yfir.
Berið fram með góðu salati.
Hrrrrikalega gott Carpaccio!
Salut, Sx
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Bloggar, Lífstíll, Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.