Harðfiskur með hvítlaukssmjöri

 www.soffia.net

 Soffía  Gísladóttir © www.soffia.net

Var að borða harðfisk með smjöri, en hef greinilega smitað með hníf sem hefur skorið hvítlauk í smjörið.  Og viti menn að það var bara gott.  Þannig að ég tók rifjárn og reif ööörlítinn hvítlauk og blandaði saman við klípu af smjöri.  Ég passaði mig á að láta hvítlaukinn ekki yfirgnæfa smjörbragðið, heldur bara fá smá keim.  En það er smekksatriði, fyrir hard core hvítlauksaðdáendur þá er um að gera að smakka sig bara til.

 

Harðfiskur með hvítlaukssmjöri

  • Harðfiskur að eigin vali (Ég var með steinbít með roði)
  • Hvítlauksrif, nota eins mikið af því og hver vill
  • Íslenskt smjör
Blandið saman hvítlauk og smjöri.  Gott að taka smjörið út úr ísskáp og láta standa við stofuhita í smá stund til að mýkja það áður en hvítlauknum er blandað við.

Borið fram með glasi af ávaxta og sýruríku ísköldu hvítvíni.

Spurning hvernig harðfiskur með chile-hvítlaukssmjör sé...

Salut, Soffía

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband